Bæjarblaðið - 09.09.1958, Side 4

Bæjarblaðið - 09.09.1958, Side 4
Akurnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, þriÖjudaginn 9. september 1958. Auglýsið í BÆJARBLAÐINTJ Stúdentafélagið á Akra- nesi hvetur til einarðrar sóknar í landhelgismálinu Stúdentafélagið á Akranesi hefir samþykkt samhljóða eftir- farandi: Félagið fagnar gildistöku nýju landhelginnar og þakkar ríkisstjórn og þeim öllum, sem fyrir þáð stónnál íslenzku þjóð- arinnar hafa unnið beint og óbeint. Sérstakar þakkir færir Stúdentafélagið landhelgisgæzlunni fyrir ótrauða framgöngu, og þeim, er starfa á hennar vegum með óbilandi baráttuþreki gegn ódrengskap og aðkasti brezkra stjórnarvalda, og fordæmir það athæfi, er lítt sæmir siðaðri þjóð. Sá ruddalegi skrípaleikur hefir þegar fengið sinn dóm, Við skorum á alla Islendinga að hopa hvergi í þessu mikilvæga máli. Sameinaðir vinnum við úrslitasigur. - MENNINGARMÁL DREIFBÝLISINS.... Framhald af 3. síðu. færir um að búa í sveit en „þessir búfræðingar“. Ég vissi dæmi til, að ungum búfræð- ingum var strítt á þessu. Sér- hver vísdómur, sem gekk út frá þessum mönnum, var að spotti 'hafður. Þessi hugsunarháttur hefir áreiðanlega mikið breytzt, enda hefir vegur bún- aðarskólanna farið mjög vax- andi hin síðustu ár en voru illa sóttir lengi framan af. Starfi héraðsskólanna lýkur oft snemma á vorin og hefst oft nokkuð seint á haustin. Þá mætti hafa þar bæði vor og haust einhverja menningar- starfsemi fyrir héraðsbúa. Hin- ir mörgu ráðunautar okkar og fræðimenn í búvísindum væru þá áreiðanlega fúsir til að miðla af þekkingu sinni og einnig væri sjálfsagt ánægju- legt að fá líka einn eða tvo fyrirlesara til að flytja erindi um andleg efni og bókmenntir. Slík námskeið mættu gjarn- an standa 2—4 daga og gætu orðið mörgum bóndanum þægi leg tilbreyting frá önnum dags- ins. Margir finna sárt til þess, hve sveitafólk verður afskipt með alla myndlist. Héraðsskól- arnir eru flestir ágæt hús til að halda slikar sýningar í. Er ég raunar hissa á því, að lista- menn skuli ekki prófa þetta og sjá hvernig tekst. Átthagafélögin. Ekki get ég skilizt við þetta rabb án þess að minnast átt- hagafélaganma, sem mörg hafa unnið mjög merkilegt starf. Sem kunnugt er, eru þetta samtök fólks úr ákveðnu hér- aði búsett í kaupstað. Borg- firðingafélagið í Reykjavík hefir t. d. á hverju ári haldið Snorrahátíð í Reykholti, en það hafa yfirleitt verið fagrar og virðulegar samkomur með vandaðri dagskrá og menn- ingarbrag. Einnig vinnur þetta félag að því að gera kvikmynd um héraðið og fleira mætti telja. Ég er viss um að hin ýmsu átthagafélög eiga í fram- tíðinni eftir að senda marga memningarstrauma, út um byggðir landsins. Byggðasöfn. Þá mætti og geta byggða- safnanma, sem nú eru mörg að risa upp. Eru þau ýmist stað- sett í gömlum frægum bæjar- húsum, eða byggð eru ný hús yfir þau. Er þá skemmtilegt að byggja þau við héraðsskól- ana svo að nota má þau sem tæki til kennslu í íslandssögu og móðurmáli. Er mér ofarlega í huga byggðasafnið að Skóg- um á Skógasandi, er ég sá nú fyrir skemmstu, en þar hafa Rangæingar og Skaftfellingar sýnt bæði framsýni, dugnað og smekkvísi. Varla þarf að deila um það, hve mikill menningar- auki það er hverju héraði að eiga byggðasafn og standa um það trúan vörð. Framtíð land- búnaðarins. Á undanförnrmi árum hafa stundum heyrzt raddir um það, að íslenzkur landbúnaður ætti enga framtíð, við gætum flutt inn kjöt og mjólkurduft og þá þyrfti ekkert að vera að fást við þetta hokur hér. Einna há- værastar voru þessar raddir á stríðsárunum og fyrst eftir stríðið. Að mínum dómi á eng- in atvinnugrein meiri framtíð fyrir sér en sveitabúskapurinn. Ef íslenzkan landbúnað skortir ekki markaði fyrir framleiðslu sína, hefir hann ótæmandi möguleika til að færa út kví- arnar í framtíðinni. Undan- farna daga hefi ég farið dag- lega um héraðið sunnan Akra- fjalls í nánasta umhverfi Akra- nessbæjar. Skyldi nokkur kaup -staður á Islandi geta horft á svo mikla möguleika í land- búnaði rétt við bæjartakmörk- in. Þarna eru stórir flákar með þægilegum halla móti suðri og sól. Túnum fjölgar þarna ár frá ári og skila sífellt meiri töðufeng í hlöður bænda og súrheysturna. Vormenn Islands yðar bíða eyðiflákar heiðalönd, kvað Guðmundur skólaskáld. Hvaða land getur boðið sinni æsku upp á slíka gnægð ó- leystra verkefna sem Island? Aldrei varð mér þetta eins ljóst, eins og þegar ég heyrði unga Dani fyrir nokkrum ár- um kvarta yfir þvi, að verk- efni væru takmörkuð, sveita- jarðir ófáanlegar og illmögu- legt að fá nokkurn jarðarskika nema fyrir of fjár. Þó að fer- metrinn af byggingarlóðum í miðbæ Reykjavíkur sé seldur dýru verði, má víða á Islandi fá jarðarskika fyrir þolanlegt verð-og það er bæði menntandi og bætandi starf að fást við ræktun og jarðabætur. Ég þori hiklaust að fullyrða, að bænda- stéttin á fyrir sér að vaxa og eflast og verða þjóðarbúinu styrkari stoðir með ári hverju. En íslenzkir bændur eru vanir því frá basli gömlu áranna að stritast hver í sínu horni. Sam- tök af hálfu bænda eru fá gömul og fjalla flest um verzl- un, ræktun og kynbætur en menningarfélög og samtök eru þar fá ennþá, og þar er akur- inn lítt unninn en yerkefnin næg. Það er líka greinilegt, að áhuginn er að vakna í mörgum sveitum fyrir auknu menning- ingarstarfi heima í héraði. Eru þama ærin verkefni og stór fyrir menntamenn hveis byggðarlags að hafa forgöngu og bera á akurinn, svo að korn- ið nái meiri þroska. Aldamótakynslóðina dreymdi stóra drauma um vöxt og efl- ingu þjóðlífs á íslandi. Margir stóru draumanna hafa rætzt og sumir fram úr vonum. Við skulum öll leggja fram okkar skerf til að draumur Hann- esar Hafsteins megi rætast enn fegur en nú er, þar sem hann segir: Sú kemur tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa. Brauð veitir sonum móður- moldin frjóa, menningin vex í lundum nýrra skóga. fiYTYTYTYTYTYTYTYTY?^^ AUGLÝSH) í BÆJARBLAÐINU Nr. 16/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækja- verksmiðjunnar h.f., Hafnarfirði: Eldavél, gerð 2650 ................... kr. 2725.00 — — 4403 — 3550.00 — — 4403A ................... — 3670.00 — -— 4403B ................... — 4170.00 — — 4403C — 4575-oo — 4404 — 3935-oo — — 4404A ...................... — 4065.00 — — 4404B .................... — 4575.00 — — 4404C ................... —- 4975.00 Sé óskað eftir hitahólfi í vélarnar, kostar það aukalega ........................ — 415.00 Kæliskápar L-450 ..................... kr. 6300.00 Þvottapottar 50 1....................... — 1980.00 Þvottapottar 100 1...................... — 2600.00 Þilofnar, fasttengdir, 250 W............ — 605.00 — — 300 W ............ — 320.00 — — 400 W ......... ■— 340.00 — — 400 W ............ — 340.00 500 W ........... — 395-oo — — 600 W ............ — 435-00 — — 700 W ............ — 470.00 — — 800 W ............ — 530.00 — — 900 W ............ — 590.00 — -—- 1000 W ......... -— 670.00 — — 1200 W ............ — 775-00 — -— 1500 W ............ — 900.00 — — 1800 W ............ — 1075.00 Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafn- arfirði má bæta sannanlegum flutningskostnaði við ofangreint hámarksverð. Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 1. ágúst 1958. V erðlagsst jórinn. Nr. 19/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefir í dag ákveðið að verð hverrar seldrar vinnustundar hjá eftirtöldum aðilum megi hæst vera sem hér segir: BifreiÖaverkstæÖi, vélsmiöjur og blikksmiÖjur: Sveinar ...... kr. 44.80 kr. 62.75 kr. 80.70 Aðstoðarmenn — 33.30 — 46.60 — 59-90 Verkamenn . . —- 32.60 -— 45.65 -— 58.70 Verkstjórar . . — 49-30 — 69.00 — 88.75 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. Sveinar ..... Aðstoðarmenn Verkamenn . Verkstjórar . kr. 42.15 — 30.55 — 29.90 — 46.35 kr. 59.00 — 42-75 — 41.85 — 64.90 kr. 75.85 — 55-oo — 53-8o — 83.45 Reykjavík, 1. sept. 1958. V erðlagsst jórinn.

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.