Bæjarblaðið - 09.10.1958, Blaðsíða 3

Bæjarblaðið - 09.10.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. október 1958 BÆJARBLAÐIÐ 3 Nr. 23/1958 TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð 500 gr.............. kr. 4.00 Heilhveitibrauð 500 gr.......... — 4.00 Vínarbrauð, pr. stk............. — 1.10 Kringlur, pr. kg................ — 11.80 Tvíbökur pr. kg. ............... — 17.65 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Heimilt er þó að selja 250 gr. franskbrauð á kr. 2.05, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 11. sept. 1958. Verðlagsstjórinn. Nr. 22/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlend- um kaffibrennslum: I heildsölu í smásölu . ..............' • kr. 36.44 ................ — 43-00 Reykjavík, 11. sept. 1958. Verðlagsst jórinn. NJÁLL GUÐMUNDSSON, skólastjóri: qilLDI TÓJSLISTARSKÓLA 0<Q TÓJMLISTARNÁyVlS Tónlistarskólinn er nú að hefja fjórða starfsár sitt. Tónmennt hér á landi er eins og mörgum er kunnugt svo ung að árum, að það mun fyrst með stofnun Tónlistar- skólans í Reykjavík fyrir rúm- um aldarfjórðungi, að hljóð- færasláttur, sem að nokkru verulegu leyti náði eyrum fjöldans, kom fyrst til sögunn- ar, en síðan hefir þróunin ver- ið ótrúlega ör. Nú er ekki of mikið sagt, þó fullyrt sé, að góð tónlist eigi tiltölulega ekki færri aðdáendur á íslandi en annars staðar í Evrópu. Ef til vill hefir fólk enn ekki hugleitt hvað gerzt hefir í lífi og sögu þessarar þjóðar við það, að Kún fékk tækifæri til að hlýða á hljóðfæraleik næstum því jafn reglulega og fólk i öðrum menningarlönd- um og átti kost á að koma börnum sínum til náms í æðri hljómlist, eins og tiðkaðist með þeim þjóðum, er veitt hafa tónmenntinni forustu í marga mannsaldra. Frá alda öðli eru það bók- menntirnar, sem gefið hafa þjóðinni sjálfstraust og þá heillandi von og trú, sem listin kveikir með mannkyninu. Tón- list, málaralist og jafnvel leik list, eru enn ungar með þjóð inni, en bókmenntirnar voru hennar guðleg lífssvölun. Það, sem gefur þjóðinni styrk til að lifa einangrun til breytingarleysi og þrengingar er trúin á æðra lífstakmark of- ar þörfum munns og maga. Það er nú svo enn, þrátt fyrir bættar samgöngur, að bæir ut an Reykjavíkur hafa hingað til orðið mjög útundan um æðri menntun og sérmenntun yfir- leitt. Það er því sannarlega ástæða til að fagna því, að við höfum eignazt hér tónlistar skóla, fyrir bjartsýni og fram tak örfárra manna. Það var tími til kominn, enda hefir mikil og stöðug aðsókn að hon- um sýnt okkur hve nauðsyn legt það er að hafa slíka menn ingarstofnun á staðnum. Við vitum ekki nema hér meðal okkar leynist efni í mikinn tónlistarmann eða konu, en það er þó ekki aðalatriðið. öll kennsla og allur lærdómur í Árni Böðvarssoit/ spnrisjóðsstjóri — SJÖTUGUR Það var 15. f. m., sem Árni Böðvarsson varð sjötugur. Það mætti eins, og engu síður, segja um hann þessa sígildu setn- ingu í byrjun afmælisgreinar, að engum dytti í hug, að Árni væri orðinn sjötugur, ef dæma ætti eftir útliti hans. Og sann- ast að segja finnst mér hann ekkert hafa elzt þann áratug, sem ég hefi þekkt hann. Kann- ske stafar þetta frá tvennu, sem ofarlega er jafnan í hug hans. Áhugi fyrir því að festa á mynd, það sem fagurt er, fleira heldur en mann og konu, og til þess leitar hann oft út í ís- lenzka náttúru til fyrirmynd- ar. Honum nægir þó ekki ætíð né eingöngu ljósmyndavélin, sem hann kann þó vel tök á, heldur bætir hann um af lista- mannshæfileikum sínum og hefir litað marga fallega mynd. Hafa myndir hans ver- ið mikið eftirsóttar og prýða heimili margra. Hitt einkemii Árna er sér- stakur hæfileiki hans til að sjá hið spaugilega og skemmti- lega við hlutina. Er kunn orð- heppni hans og orðaleikur, sem hann kastar oft fram með gam- ansömu skopi og hefir mörg- um orðið til skemmtunar. Ber Árni því nokkra ábyrgð á, að hafa lengt líf annarra með þessu tiltæki. Rúnirnar á enni Árna eru heldur ekki ellimörk, heldur aðeins sérkenni hans, enda virðist hann enn með miklum starfskröftum. Af þessum inngangi, sem reyndar er bæði upphaf og endir þessarar afmælisgreinar um vin minn Árna Böðvars- son, mætti ætla að þetta væri hið eina, sem um hann væri vert að segja. En það er nú ekki tilfellið. Þetta er það, sem kölluð eru aukaatriði. Enda þótt Árni lærði ungur ljósmyndagerð, varð það ekki hans lífsstarf, eins og að fram- an getur. Hinn 8. júní 1918 byrjaði Sparisjóður Akraness starfsemi sína. Varð Árni strax starfsmaður hans. Hefir hann verið það óslitið síðan, eða í 40 ár. I stjórn hans hefir Árni verið næstum öll þessi ár. Hann hefir fylgzt með vexti hans úr litlum sparisjóði í um fangsmikla bankastarfsemi, og átt sinn drjúga þátt í þeirri þróun. Ég hygg, enda þótt sumum hafi fundizt Árni stundum nokkuð íhaldssamur (því hann hefir víst alltaf verið íhalds- maður hvað stjórnmál snertir) og helzt til eftirgrennslunar- samur um greiðslumöguleika lántakanda, þá séu þeir fleiri, sem skilið hafa þann tilgang hans með því, að tryggja ör yggi stofmmarinnar. Hins veg ar hefir hann sýnt góðan skiin- ing á þörfum viðskiptamanna og unnið ætíð með hag beggja fyrir augum. En Áma er áreið- anlega ekki létt að synja þeim um lán, sem mikla þörf hafa fyrir það. Það talar sínu máli, hversu mikils trausts Árni hef- ir notið í þessu starfi, jafnt viðskiptamanna sem með- stjómenda og annarra banka- stofnana. Bankastjórastarf er ekki svo auðvelt, að hægt sé að gera allt fyrir alla. En meðalveg mun Árna hafa tekizt að fara í þeim efnum. Árni er fæddur að Voga tungu í Leirársveit 15. sept. 1888. Sonur hjónanna Höllu Árnadóttur og Böðvars Sig- urðssonar, sem þar bjuggu all- an sinn búskap. Þar ólst Árni upp og tók mikinn þátt í fé- lagsstarfi sveitarinnar. Var m. a. einn af stofnendum öng- mennafélagsins þar í sveit, og formaður þess þangað til hann fluttist burtu. Einnig stóð hann fyrir byggingu fyrstu sund- laugar, sem byggð var utan Skarðsheiðar, að Leirá, sem að sjálfsögðu var hvorki stór né búin eftir nútimakröfum. En hún gerði ungu fólki í sveit- inni mögulegt að læra sund. Hefir nú þessi fyrsta sundlaug hér inn slóðir, verið endur- bætt, svo að énn er hún nokk uð notuð. Árni hefir verið búsettur hér á Akranesi s. 1. 43 ár, eða frá 1915, er hann fluttist hing- að frá Vogatungu og giftist hann sama ár konu sinni, Rannveigu Magnúsdóttur. Eiga þau hjónin tvö börn, Ólaf ljós- myndasmið og Höllu, talsíma- konu, bæði búsett hér. En auk þess eiga þau hóp barnabarna. Árni hefir verið með í að byggja upp þennan bæ. Séð hann vaxa úr litlu frumstæðu sjávarþorpi í nútímakaupstað. Hann hefir lagt sinn skerf til þeirrar uppbyggingar og getur glaðst yfir þeim framförum, sem orðið hata á þessum til- tölulega stutta tíma. Bæjarbú- ar munu minnast Áma Böðv- arssonar á þessum tímamótum í lífi hans, og þakka honum mikið og gott starf í þágu bæj- arfélagsins. Þeim hjónum, frú Rann- veigu og Árna, sem bæði eiga sama afmælisdag, óska ég heilla og hamingju á ókomnum árum. Karl Helgason. * * * Afmæliskveðja eftir dúk og disk (til Árna Böðvarssonar) Fyndin tilsvör ennþá áttu, ei sem gleymast. Marga gööa Ijósmynd láttu lengi geymast. rjóh. tónlist er einskis nýt og hé- gómi, ef ávöxturinn sýnir sig ekki heima á heimilum þjóð- arinnar. öll iðkun tónlistar á að styrkja andlegan þroska mannsins. Hún á ekkert skylt við yfirborðslegt tildur, sem aðeins er til að sýnast. Á hljóðri kvöldstund heima, get- ur lagið oft áorkað meiru en í skrautlýstum hljómleikasal. I rauninni er heimilistónlistin sá grundvöllur, sem allir aðrir þættir tónlistarinnar verða að byggjast á. Blómleg tónmenning getur ekki sprottið upp á fáeinum ár- um. Hún verður að vaxa stig af stigi og breiða um sig. Tónlistarskólinn greiðir götu þeirra, sem vilja reyna að byggja upp og auðga líf sitt. „Enginn veit neitt um sjálfan sig, nema hann hafi lært eitt- hvað“. Hver veit hvað í okkur býr, ef við fáum aldrei tæki- færi til að sýna það. Okkar mésti skákmaður, Friðrik Ól- afsson, hefði sennilega blundað á hæfileikum sínum, ef engin skákmennt hefði verið í því umhverfi, er hann lifði og hrærðist í. Æfingin skapar meistarann þar eins og í heimi tónlistar- innar. Við eigum að hlúa að þessari ungu stofnun, mikið vantar enn þar til hún getur rækt það hlutverk, sem henni er ætlað. Það er nú mjög mikils- vert, að skólinn geti komið upp visi að strokhljómsveit, og ríð- ur nú á, að foreldrar, sem það geta, hvetji börn sín til þess að læra á fiðlu, hið yndislega og fíngerða strengjahljóðfæri. Með því, að nægilega margir nemendur gæfu sig fram, mætti ef til vill takast að fá vel menntaðan fiðluleikara til þess að koma hingað og kenna daglangt og mundi það auka fjölbreytni í músiklífi skólans innan tíðar. Er ekki ánægjulegt að sækja hina árlegu tónleika skólans og heyra og finna framför hinna ungu nemenda? Jú, það er meira en ánægjulegt, það er undursamlegt og fagurt. Við að koma fram og leika fyrir áheyrendum, vinna nem- endurnir sjálfum sér mikið gagn. Það eykur og skerpir sjálfsgagnrýni nemandans og skapar með honum sjálfstraust, ásamt virðingimni fyrir list- inni, sem þeir flytja. Þeir læra smátt og smátt að meta gildi tónleika almennt og með vax- andi þroska, skapar það þeim sjálfum og heimili þeirra meiri menningu og lífinu sjálfu ei- lífðargildi, ef svo mætti segja.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.