Bæjarblaðið - 09.10.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 09.10.1958, Blaðsíða 4
Akurnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ BÆJARBLAÐIÐ Akrctnesi, fimmtudaginn 9. október 1958 Auglýsið í BÆJARBLAÐINTJ Málverkasýning Sveins Björnssonar Sveinn Björns.son listmálari frá HafnarfirÖi opnaÖi málverka- sýningu í GagnfræÖaskólanum hér 23. ágúst s.l., og var hún opin í rúma viku. Á sýningunni voru 45 olíumálverk og seldust nokkur þeirra. Sveinn er ungur maður, hef- ir dvalizt erlendis við listnám og 'haldið sýningar á nokkrum stöðum hér, m.a. á Akureyri og Vestmannaeyjum og i Reykjavík í vor, við ágæta að- sókn og góðar undirtektir. Sveinn velur viðfangsefni sín mjög frá sjó og sjósókn. Togarar á siglingu í reiðum S]ó og við veiðar, og fiskibátar á sjó; þetta eru eftirlætis við- fangsefni hans. Sum viðfangsefnin eru býsna frumleg og skemmtileg. T. d. gerir hann skemmtileg- ar „Kyrralífs“-myndir (Stille- ben) af hrognkelsum og karfa, — LEIKSÝNING . . . Framhald af 1. síðu. sem hann sé enn að auka við hæð sína sem leikari, og hann bætir við hverjum leiksigrin- um á fætur öðrum. Helgi Skúlason fór með hlut- verk Marcos, þess mikla al- vörumanns, með prýði. Gervi hans var mjög italskt. Ólafur Jónsson lék Rodolpo snoturlega, en tilkomumikill var leikur hans ekki, enda gef- ur hlutverkið e. t. v. ekki ýkja mikil tilefni til þess. Með smáhlutverk fóru: Klemenz Jónsson, Flosi Ólafs- son, Jón AÖils og Bragi Jóns- son. Að sýningu lokinni þakkaði Ragnar Jóhannesson gestunum fyrir komuna, með nokkrum orðum, og óskaði Þjóðleikhús- inu og leikflokknum til ham- ingju með sýningarnar fimm- tíu, og þó sérstaklega þessa fimmtugustu. Þjóðleikhússstjóri, Guðlaug- ur Rósinkranz, þakkaði með ræðu. Hvert sæti í húsinu var skip- að og undirtektir og viðtökur leikhússgesta afburða góðar. Ekki getur leikið á tveim tungum, slíkar listamanna- heimsóknir eru mikill fengut. Það er líka hárrétt val hjá Þjóð leikhúsinu að velja til slíkra leikferða einmitt vönduð leik- rit sem þetta, er vekja til um- hugsunar. Nóg býðst af létt- meti, og jr sumt af því, sem aðkomuleikflokkar sýna fólki út um land, til lítillar upp- byggingar og ánægju, vægast sagt. En „Horft af brúnni“ og flutningur þess og meðferð öll var samboðið leikhúsi þjóðar- innar og uppfyllti kröfur vand- fýsinna og vanra áhorfenda. Hafi Þjóðleikhúsið þökk fyr- ir komuna. R. Jóh, en þessir mætu fiskar munu hafa verið í heldur litlum met- um hingað til. En hugkvæm- um málara verður allt að við- fangsefni. Sveinn gerði mjög model- myndir í námi sínu erlendis og hlaut lof fyrir þær. Á sýn- ingunni hér voru tvær slíkar, konumyndir, mjög vel gerðar, ljósið einkar haglega notað. Sveinn Björnsson er mjög efnilegur málari, en list hans á vafalaust eftir að mótast fast- ar, enda er maðurinn ekki gamall. Aðsókn að sýningunni var, því miður, ekki góð. Er leitt til þess að vita, að þegar góðir listamenn leggja á sig fyrir- höfn og kostnað til að kynna bæjarbúum list sina, skuli þeir ekki sinna því. Mörgum tíu- krónum er þó vafalaust verr varið, eftirtölulaust. Þó seldi Sveinn nokkrar myndir. Að skilnaði gaf málarinn gagnfræðaskólanum eitt mál- verk að sýningarlaunum. Ég tel, að það sé eitt af menning- arhlutverkum skólanna, að greiða fyrir listkynningu sem þessari, og ánægjulegt, þegar listamennirnir meta það og þakka á þennan hátt. Hafi Sveinn Björnsson þökk fyrir komuna. R. Jóh. — SKÓLARNIR Framhald af 1. siðu. einhverju • eftirsóknarverðu markmiði. Sá, sem vill ná ein- hverju settu marki, verður einnig að vilja fara þær leiðir og nota þau tæki, sem nauð- synleg eru til þess að ná því. Áhugaleysi nemenda í námi á afar oft rót sína að rekja til þess að þeir hafa ekki hugfast, hve mikilvægt hámið er því markmiði, sem verið er að keppa að, með námi þeirra og skólagöngu. TÖNLISTARSKÓLINN var settur 3. okt. s.l. af skóla- stjóra, frú Önnu Magnúsdótt- ur. Nemendur verða um 35, flestir í píanóleik. En góður kennari í fiðluleik og trompet- leik mun einnig kenna við skól- ann, ef næg þátttaka fæst í þeim greinum. Kennarar auk skólastjóra eru: frú Sigríður Auðuns og Magnús Jónsson. BYGGÐASAFNIÐ hefur hug á að koma sér upp safni af gömlum (ógildum) peningaseðl- um, eins langt aftur og mögulegt er. Eins gamalli mynt af hvers konar annarri gerð. Þeir, sem eiga slíkt í fórum sin um og vilja láta safnið njóta þess, eru vinsamlega beðnir að láta vita um það sem fyrst (Sími 18). Hverjir eiga nafnspjöld af gömlu áraskipunum, bæjunum og húsun- um, sem eitt sinn voru hér, en eru ekki lengur til? Safninu er fengur í að fá þessi gömlu nafnspjöld. Eins vindhana, sem fyrrum voru víða á bæjum hér. Mjög víða eru til gamlar bækur, s.s. húslestrarbækur, sálmabækur, bibliur, versasöfn og bænakver, barnalærdómsbækur, rímur o.fl., er liggja afsíðis og ekki lengur notað- ar, sumpart vegna þess, að þeir eru færri nú en áður, er lesa hið gamla prentletur. Safninu er kærkomið að fá þessar gömlu bækur. Látið það njóta þeirra, frekar en að láta þær liggja í kössum eða á kistubotni. Með mörgu móti geta bæjarbúar og aðrir í héraðinu gert byggðasafn sitt í Görðum fjölbreytt og ánægju- legt. Vegna tíðra fyrirspurna um opnun safnsins, skal á það bent, að enn er margt ógert í sjálfu húsinu, svo að hægt sé að koma safninu haganlega og smekklega fyrir. Af þeirri ástæðu hefur safnið ekki verið formlega opn- að. Hins vegar geta þeir, sem. lang- ar til að sjá það, að sjálfsögðu fengið að líta þar inn, og þá helzt um helgar. Dragi'8 ekki lengi að tilkynna um þá hluti, sem þið þegar hafið ákveð- ið að láta á byggðasafnið. Dráttur í þessu efni er óþarfur. ORÐSENDING til félagsmanna Almenna bóka- félagsins á Akranesi. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa vitjað bóka sinna um lengri eða skemmri tíma, eru vinsamlega á- minntir um að gera það hið allra fyrsta, og helzt ekki seinna en um miðjan þennan mónuð, til þess að ég geti gert skil við félagið eins og mér ber. Hafa mér borizt kvartanir frá skrifstofu félagsins í Reykjavik um seina afgreiðslu bókanna, en vegna þess hve félagsmenn eru margir og bókaútgáfan mikil, er miklum erfiðleikum bundið fyrir mig að færa mönnum bækumar heim. Treysti ég þvi skilningi fólagsmanna í þessu efni og leyfi mér að vænta þess, að þeir bregði fljótt og vel við og vitji bóka sinna. Bækumar eru afgreiddar daglega að Jaðarsbraut 5, efri hæð, eftir kl. 17.00 og á öðrum tímum eftir sam- komulagi. VALGARÐUR KRISTJÁNSSON umbodsmáSur — Sími 398 í---------------------------------------- TILKYNNING FRÁ ÍÞRÓTTABANDALAGI AKRANESS Iþróttaæfingar á vegum I.A. hefjast 7. þ. m. Æfðar verða eftirtaldar iþróttagreinar: Handknattleikur, karla og kvenna, Fimleikar kvenna, Badminton (æfö verÖur tvenndarkeppni ef nœg þátttaka fœst), Knattspyrna yngri flokka. — Þátttökugjald kr. 100.00 og greiðist í byrjun æfingatímabilsins. — Nánari upplýsingar hjá húsverði. STJÓRN 1. A. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu: Nýr þorskur, slœgÖur: pr. kg. Með haus ..................... kr. 3.15 Hausaður ..................... kr. 3.80 Ný ýsa, slœgÖ: pr. kg. Með haus ..................... kr. 3.60 Hausuð ..................... . — 4.30 Á tímabilinu fram til 15. október n.k. má ný báta- ýsa seljast sem hér segir hærra verði en að framan greinir, þar sem sérstakir erfiðleikar eru á öflun hennar: pr. kg. Með haus ....................... kr. 0.50 Hausuð ............................ — 0.60 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þver- skorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskur og ýsa): pr. kg. Flakaður án þunnilda ........... kr. 8.50 Ný lúÖa: pr. kg. Stórlúða ....................... kr. 14.00 — beinlaus ................. — 16.00 Smálúða, heil ................... — 9.00 — sundurskorin ............. — 11.00 Saltfiskur (miðað við 1. flokks fullþurrkaðan fisk að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs): Smásöluverð ................ kr. 9.00 pr. kg. Verðið helzt óbreitt þótt saltfiskurinn sé afvatnað- ur og sundurskorinn. Fiskfars .................... kr. 12.00 pr. kg. Reykjavík 9. sept. 1958. Verðlagsstjórinn. 10©I0Í< Samkvæmt úrskurði uppkveðnum í fógetadómi Akra- ness í dag, fara fram lögtök að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar á eftirtöldum ógreiddum gjöldum: Tekju- og eignaskatti, námsbókagjaldi, kirkju- garðsgjaldi, sóknargjaldi og iðgjöldum til almanna- trygginga, allt innifalið í þinggjaldi ársins 1958, svo og söluskatti ársins 1957 og 1. og 2. ársfjórðungs 1958, framleiðslusjóðsgjaldi fyrir árið 1956 og útflutnings- isjóðsgjaldi fyrir árin 1957 og 1958. Notuð verður heimild til lokunar starfshúsa hjá þeim söluskattgreiðendum, sem ekki gera skil. Bæjarfógetinn á Akranesi, 1. október 1958. Þórhallur Sæmundsson. — AUGLÝSING Hér með auglýsist, að samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 78 frá 25. júní 1958, um takmörkun leigubifreiða á Akranesi og um ráðstöfun atvinnuleyfa, hafa leigubif- reiðastjórar, sem ekki hafa afgreiðslu á bifreiðastöð á Akranesi, ekki atvinnuréttindi þar, nema eftir kvaðn- ingu fyrir fram. Þetta tilkynnist öllúm þeim, sem hlut eiga að máli, til athugunar og eftirbreytni. Bæjarfógetinn á Akranesi, 29. september 1958. Þórhallur Sæmundsson. GIER-IÐ ER KONIÐ GLERSLÍPUN AKRANESS _____________________________

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.