Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 1

Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Ákranesi, fimmtudaginn 6. nóvember 1958 11. lölublaÓ LeikfÆkrnness 09 Hswlakórino jSvnnir sýna (eikinn Mt Heidelberg Uikstjód er Rognhildur ^tringrímsdóttir BÆJAKBLAÐH) fœst á eftirtöldiun stöðum Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Veiöarfœrav. Azels Sveinbjörnssonar, Verzl. Einars ólafssonar. Verzlunin Brú, /J Samvinna hefur tekizt milli Leikfélagsins og Karlakórsins um sýningar á hinum vinsæla stúd- entasjónleik og söngleik „Alt Heidelberg“. Þessi leikur hefur verið sýndur nokkrum sinnum hér á landi, en aldrei hér á Akranesi fyrr. — Æf- ingar eru byrjaðar fyrir nokkru, og hefur Ragn hildur Steingrímsdóttir verið ráðin leikstjóri. „Alt Heidelberg“ er gam- all þýzkur stúdentaleikur, sem orðið hefur afar vinsæll, t. d. verið kvikmyndaður nokkrum La^fnringar hafa verið jerðar á Bjarnalaug Stundaskrá laugarinnar. I tilefni af því, að nú er vetr- artímabil Bjarnalaúgar byrjað vil ég gefa bæjarbúum yfirlit um á hvaða tíma laugin er op- in fyrir almenning. Frá i. okt. 1958 til 31. maí 1959 verður laugin opin sem hér segir: Mánudaga kl. 5—8 síðd. Þriðjudaga kl. 5—9.30 síði. Miðvikudaga kl. 5—7 síðd. Fimmtudaga kl. 5—9.30 síðd. (frá kl. 8 f. konur eingöngu) Föstudaga kl. 5—8 síðd. Laugadaga kl. 1.30—7.15 e.h. Sunnudaga kl. 10—12 árdegis. Baðstofan verður opin: Laugardaga kl. 1.30—7.15 e.h. (karlar) Fimmtudaga kl. 3—930 e.h. (konur). GeymiS íöfluna. Skólarnir hafa laugina til af- nota frá kl. 8 á morgnana til kl. g e.h. alla daga nema laug- ardaga, þá til hádegis. — Börn innan fermingar fá ekki að- gang að lauginni eftir kl. 7 á kvöldin. Kvennatímar eru eft- ir kl. 8 á fimmtudögum og ein- göngu fyrir konur eldri en 17 ára. Og er konum bannað að koma með börn með sér í þessa tíma. — Sundæfingar Sund- félagsins eru eftir kl. 8 þrjú kvöld vikunnar. — Sértíma baðstofu r hægt að panta aðra daga en laugardaga og fimmtu- daga. — Nánari upplýsingar eru veittar í síma 218. Árlega fara fram lagfæring- ar, viðhald og endurbætur á lauginni. I ára hafa þessar ver- ið gerðar: Máluð böð og bún- ingsklefar karla og kvenna, máluð laugarþró og gólf, flísa- lagt karlabað, settur nýr 18 fermetra olíuketill sem annast alla hitun laugarinnar. En allt rafmagn til hitunar var tekið af lauginni vegna Sements- verksmiðjunnar, laug þétt um rennu og ýmislegt annað smá- vegis hefur verið lagfært. Lauslega áætla ég að þessi endurbót kosti milli 50—60 þúsund krónur. Vil ég nú beina þeim tilmæl- um til allra baðgesta laugar- innar, að þeir gangi vel um húsakynni laugarinnar og fylgi reglum hennar í hvívetna. — Laugin hefur ekki efni á að ráða sérstaka baðverði til að líta eftir. Þess vegna verður að treysta því, að hver og einn hagi sér eins og reglur laugar- innar mæla fyrir. Akranesi 29/10 1938 Hallur Gunnlaugsson. sinnum. M. a. var ensk gerð hans sýnd hér í Bíóhöllinni í fyrra. Leikurinn gerist í þýzka há skólabænum Heidelberg, og ber nafn hans: „Gamla Heidel- berg“ (Alt = gamall). Er mik ill söngur, ást og rómantík í honum. Aðalpersónur eru tvær: krónprins í einu af gömlu smá- ríkjunum þýzku, sem sendur er til háskólans í Heidelberg. og Kata, stúlka, sem gengur um beina í stúdentaknæpu. glaðvær og góð ungmær. Með henni og prinsinum takast auðvitað heitar ástir og heita þau hvort öðru eilifum tryggðum. En örlögin og kring- umstæðumar hafa ætlað þeim annað hlutskipti en ævilanga sambúð. Gleðin og rómantíkin eru því harmi blandin. Mörg sönglögin í Alt Heidel- berg hafa náð miklum alþýðu- vinsældum. Hér munu þau Sigurborg Sigurjónsdóttir og Baldur Ól- afsson fara með aðalhlutverkin. Það er mjög ánægjulegt til þess að vita, að góð samvinna hefir tekizt um þetta vinsæla leikrit milli þessara tveggja félaga, sem að listum vinna, hvort á sínu sviði. R. Jóh. Ctför ólafs FINSENS FYRRV. HÉRAÐSLÆKNIS var ger'Ó 18. f.m. aÖ viÖ- stöddu fjölmenni. Sóknarprestur, sr. Jón M. Guðjónsson, flutti húskveðju og jarðsöng, en prófastur, séra Sigurjón Guðjónsson, flutti ræðu í kirkju. Vinir og ættingjar báru kist- ima frá heimili hins látna að kirkjunni; bæjarstjórn bar hana í kirkju, en félagar í Stúdentafélagi Akraness úr kirkju. Tveir félagar úr sama félagi stóðu heiðursvörð undir fánum við kistuna við kirkju- athöfnina. Finsen var heiðurs- borgari bæjarins og heiðursfé- lagi Stúdentafélagsins. Karlakórinn Svanir söng í kirkju, en kirkjukórinn í heima -húsum og í Garðakirkjugarði. Öll var athöfnin fögur og virðuleg. Annað slarfsár Tlámsflokka Ahramss hcfsí í þcssari viku Forstöðumaður: ÞORGILS STEFÁNSSON Námsflokkar Akraness eru nú í þann veginn að hef ja starfsemi sína. Munu um 130 manns þegar hafa innritað sig, og má það teljast mjög góð aðsókn. Enn eiga menn þess kost að innrita sig, þó ekki lengur en til næstu helgar. Ættu þeir, sem það ætla að gera, að hraða því og gefa sig fram við forstöðumanninn. — En full- skipað er í 2. flokk í ensku, í snið- og saumflokk og bastvinnuflokk, og verður ekki tekið á móti f leiri nemendum í þá flokka. Fyrst störfuðu námsflokkar hér í fyna undir stjórn Hans Jörgenssonar kennara, en við brottflutning hans úr bænum tók Þorgils Stefánsson kenn- ari við. ÞORVALDUR ÞORVALDSSON: Svípmyndir úr Norðurlandaför I. A. Það var skömmu eftir síð- ustu áramót, að Guðmundur Sveinbjörnsscn, formaður I.A. kom að máli við mig og bað mig að skrifa vinabæjum okkar á Norðurlöndirm og kanna möguleikana á því að taka á móti II. flokks knattspyrnuliði héðan. Þessari málaleitan var mjög vel tekið alls staðar, en þar sem ekki voru tök á að heimsækja alla vinabæina í einmi ferð, varð að velja og hafna. Fyrir valinu urðu Narpes og Vástervik, þ. e. a. s. vinabæir okkar í Finnlandi og Svíþjóð. Hófust bréfaskriftir milli mín og ákveðinna aðila í bæjum þessum og var undir- búningurinn hafinn ytra af fullu kappi. Þeir menn, sem ég skrifaðist á við um undir- búning ferðarinnar, voru N. A. Ingves bankastjóri í Nárpes og Vilhelm Larsson skrifstofu- stjóri á ráðningarskrifstofu Vástervikborgar. Báðir þessir menn eru ritarar í Norrænu félögunum í bæjum þessum. Reyndust þeir okkur seinna mjög vel, svo og aðrir, er lögðu okkur lið í ferðinni. Var ákveð- ið, að ferðin skyldi hefjast héð- an fimmtudag 28. ágúst og heim skyldi komið með Gull- fossi fimmtudag 18. september. En áætlunin hjá sjálfum mér breyttist skyndilega, þeg- ar ég var beðinn að fara líka út með meistaraflokksmönnum til Noregs af sérstökum ástæðum hálfum mánuði áður en hin ferðin skyldi hefjast. Einnig fóru 4 annars flokks piltar, sem varamenn í Noregsferðina og áttum við fimmmenningarnir svo að hitta hina í Kaupmanna- Framliald á 4. síðu Skólanefnd Námsflokka Akraness skipa: Njáll Guð- mundsson skólastjóri, Ragnar Jóhannesson, cand. mag. og Þorgils Stefánsscn kennari. Auglýst hefur verið kennsla í eftirfarandi námsgreinum: 1. Islenzkar bókmenntir: (Leið- beinandi: Ragnar Jóhannes- son). 2. Danska: (kennari: Björgvin Sæmundsson verkfræðingur) 3. Enska, 1. og 2. fl. (kennari: Jón Ben. Ásmundsson). 4. Reikningur (kennari: Ingvar Björnsson). 5. Vélritun (kennari: Öli örn Ólafsson). 6. Hagnýt félagsfrœÖi og viÖ- skiptamál, bókfœrsla (leiðbein- andi: Valgarður Kristjánsson cand juris). 7. SniÖ og saumar (leiðbein- andi: Guðríður Svavarsdóttir). 8. Bast- og tágavinna (leiðbein- andi: Sigrún Grmnlaugsdóttir). 9. Háttvísi og umgengnisvenjur (leiðbeinendur: Ragnar Jó- hannesson og Þórunn Bjarna- dóttir). Þessi flokkur telst aðeins 10 stunda námskeiÖ, hálft 'kennslu -gjald. Sjá nánar: Grein á 3. síðu: Námsflokkar og starfsemi þeirra.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.