Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 4
BÆJARBLAÐIÐ Akranesi, fimmtucLaginn 6. nóvember 1958 Auglýsið í BÆJARBLAÐINU - Tlorðurlandaför Akurnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ Framhald af 1. síðu. höfn og slást í för með þeim austur á bógirm. Ferðin hjá okkur hófst því fimmtudaginn 14. ágúst á Reykjavíkurflugvelli í bezta veðri. Er kveðjiun og mynda- tökum var lokið, steig flugvél- in í loft upp og var lent á Fornebu-flugvellinum í Oslo fimm tímum síðar. Þar var maður frá Lilleström til að taka á móti ckkur og ókum við með bíl þangað. Það er aðeins 35 km leið eftir víðáttumikl- um og þéttbyggðum dal. Lille- ström er ca. 12 þúsund manna bær. Var um þessar mundir mikil hátíðahöld í bænum vegna 50 ára afmælis bæjarins. Þ. e. a. s. fimmtíu ár voru lið- in síðan hann fékk kaupstaða- réttindi. f tilefni af þessu var allmikið Tívolí uppistandandi á aðaltorgi bæjarins og var það opið á hverju kvöldi í 7 eða 8 vikur. Var þar útileiksvið m. a. og þar skemmtu ýmsir listamenn- og voru þar ný at- riði á hverju kvöldi. Þar var auk þess danspallur og naut hann mikilla vinsælda, þegar fór að líða á kvöldið. Þegar við komum til Lille- ström var okkur vísað til sæng- ur í járnbrautarsvefnvögnum, sem stóðu á sporum rétt hjá jámbrautarstöðinni. Var okk- ur sagt, að von væri á dönsku og sænsku knattspymuliði, sem bæði áttu líka að sofa í vögn- um þessum. Kom svo í ljós, að piltarnir okkar áttu ekki að keppa við lið frá Lilleström í bænum, heldur við sænska lið- ið og átti sá leikur að fara fram á sunnudaginn, sem liður í hátíðahöldunum. Við höfðum því rúman tíma á föstudag og laugardag til að skoða bæinn. Var æft í sól og hita báða morgnana fyrir hádegi en eftir hádegi sá hver um sig, en á kvöldin skemmtu menn sér í Tívoli. Á sunnudaginn fóru svo fram tveir leikir, sá fyrri var „seríuleikur" milli Lilleström og Raufors. Voru þar margi: áhorfendur og lyktaði leikn rnn með 7:1 fyrir Lilleström Hálftíma síðar hófst leikur milli Ákraness og liðs frá Landskróna í Sviþjóð. Vorr: áhorfendur að þeim leik ca 40—50 og lauk leiknum mec sigri Akraness 4:2. Á mánu daginn var farið með lest til Oslo og svo með Gjöviks-lest- inni upp til Raufors. Þar átti að spila á þriðjudagskvöld Þetta er alllöng leið og mjög falleg. Raufors er lítill bær ca 3000 manns. Þar vinna allir íbúar við verksmiðju eina, sem er inni í fjalli þar nálægt. Var okkur sýnd verksmiðjan á þriðjudagsmorguninn. Þar eru steyptir vélahlutar, valsaðar messings- og eirplötur, búin til skiptis vopn og fleira. Könnuð- ust margir hinna eldri knatt- spyrnumanna hér við sig í Rau fors, því að þeir kepptu einnig þar í Noregsferðinni 1952. — Voru gárungar í hópniun að svipast um eftir kunnugum andlitum á 5—6 ára bömum, en með litlum árangri. Knatt- spyrnuvöllurinn í Raufors er í sérlega fallegu umhverfi, þar sem há tré skýla fyrir vindi af öllum áttum. Leikurinn í Rau- fors endaði 5:1 okkar mönmun í hag. Á miðvikudaginn lá svo leiðin með bíl til Lillehammer með viðkomu í Gjövik. Báðir þessir bæir standa við Mjösa, stærsta stöðuvatn Noregs. Lillehammer stendur við norð- urendann og er það mynni Guðbrandsdals. Lillehammer er ca. 6000 manna bær og er náttúrufegurð þar geysimikil. Er mikið af hótelum þar og ferðafólk skiptir þúsundum á sumri hverju. Bjuggum við á farfuglaheimili ofan við bæinn og heitir það Ungdómsheimili Birkibeina. Sá skemmtistaður í Lillehammer, er mestrar hylli naut af okkar hálfu, var úti- skemmtistaður í miðjum bæn- rnn og kölluðum við hann „Ljónagryfjima“. Þar ægði öllu saman, stásslegar meyjar svifu um á ljósum pokakjólum og við hlið þeirra rokkuðu ungl -ingar í tilheyrandi rokkbux- um. En það sem Lillehammer- búum finnst mest gaman að sýna aðkomumönnum, er byggðasafnið „Mayhaugen“, en þar er safn af bóndabæjum frá Guðbrandsdal. Sá, sem upp- haflega stofnaði þetta sáfn, var tannlæknir, og fyrstu gripirn- ir til safnsins voru greiðslur fyrir tanntökur, greiddar í gömlum skrínum og keröldum í stað peninga. Má því með sanni segja, að það hafi kostað miklar kvalir og margar þraut- ir að koma safni þessu upp. Þarna var okkur boðið í æva- gamla stafkirkju frá Sturlunga- öld, þar sem enn í dag fara fram hjónavígslur að æva- gömlum sið. Einnig var okkur sýnt inn ' gamalt matarbúr, þar sem uppi héngu kjötlæri frá ýmsum tímum, þau elztu voru 250 ára gömul bjarn- dýrslæri. Flatbrauð og mysu- ostur voru þarna meir en ald- argamalt. Yar lyktin þarna nokkuð undarleg og ekki bein- línis góð. 1 Lillehammér varð knattspyrnuleikurinn jafntefli 2:2. Á föstudeginum var farið með lest frá Lillehammer með- fram austurströnd Mjösa, gegn -um Hamar til LiUeström Þaðan var svo ekið með bíl sama dag til Oslo og þegið eftirmiðdagsboð hjá sendi- herrahjónunum kl. 5 e. h. Átt- um við þar glaða stund og nut- um þar gestrisni og höfðings- skapar í bezta lagi. Um kvöld- ið var svo kveðjuhóf fyrir okk- ur í Lilleström. Bættist þá góð- ur félagi í hópinn, en það var Guðmundur Sveinbjörnsson, sem ekki gat komizt fyrr vegna anna hér heima. Daginn eftir, laugardag 23. ágúst, flugum við svo frá Oslo til Hafnar og komum við þangað í grenjandi rigningu, enda hafði þá rignt þar látlaust mest allt sumarið. Lentum við þar í smáerfiðleik- um vegna peningaskipta. Við kominn sem sé til Hafnar á laugardagskvöldi, allir bank- ar lokaðir og helgi í hönd, en allt bjargaðist þó með aðstoð góðra manna. f Kaupmannahöfn var svo dvalizt til miðvikudags, nema við fimmmenningarnir, sem áttum ófarið í austurveg, við tókum okkur fari til Helsing- fors á þriðjudagskvöld með flugvél frá S.A.S. og hófst þá nýr þáttur ferðarinnar, en frá- sagnir þaðan verða sjálfsagt að bíða næsta blaðs. Framhald af 2. síðu. stæður eru oftast slæmar. Einnig eru þau óhentug til æfinga því tógin blotna og hættir því við að fúna. Nú eru komin á markaðinn ný tæki, búin nylonlínum og eru þau sérlega létt og meðfærileg, og hafa líinurnar mun meira geymsluþol, heldur en gömlu tógin, þó þær blotni. Þessi tæki eru nú komin til nokkurra björgunarsveita á landinu. Við fórum þess nú á leit við Slysa- vamafélag fslánds, að það léti okkur í té svona tæki. Þessari málaleitan okkar var tekið mjög vel og fáum við þau næstu daga. Með tilkomu þess- ara nýju tækja og skýlis verð- ur mun hægara fyrir björg- unarsveitina að koma á hjá sér æfingum ,en þær eru mesta nauðsyn, til þess að menn séu öruggir ef á þarf að halda. Formaður björgunarsveitar- innar er Axel Sveinbjömsson kaupmaður (áður skipstjóri) og hefur hann skipað það sæti í allmörg ár, og er áhugi hans og árvekni mn slysvarnamál, kunn öllum, sem til þekkja, og þau skipti ótalin, sem hann hefur útvegað og veitt aðstoð, þegar hætta hefur steðjað að. Lg vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir hcnd slysa- varnadeildarinnar Hjálpin hér á Akranesi þeim skipstjómm og skipshöfnum, sem hafa brugðið fljótt og vel við, þegar til þeirra hefur verið leitað, og þeir beðnir að leita að, eða veita bátum aðstoð. Það er ósk og von okkar allra, að sjóslys hendi ekki, og sem betur fer, fækkar þeim mjög vegna stærri og betur út- búinna skipa, en samt megum við alls ekki slaka á kröfunum um það, að góð og örugg björg- unartæki séu fyrir hendi, ef ógæfan skellur á. Þau em orð- in of mörg heimilin sem sjó- slysin hafa höggvið skarð í, svo að við getum ekki og meg- um ekki sýna þessum málum tómlæti. Valdimar IndriSason (form. slysvarnadeildarinnar Hjálpin, Akranesi) ÞESSIHAPP- DRÆTTISNÚMER frá hlutaveltu Barna- verndarfélagsins eru ósótt: 5148 — 4284 — 5676 5325 — 5269 — 5019. Vinninganna sé vitjað í verzl. GRÍMA. Nr. 25/1958 TILIÍYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á unnum kjötvörum: Heildsala Smásala Miðdegispylsur, pr. kg. . . kr. 24.15 kr. 29.00 Vínarpylsur og bjúgu .... — 27.50 — 33.00 Kjötfars ............. — 17-50 — 21.00 Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu. Reykjavík, 3. okt. 1958. Verðlagsstjórinn. Nr. 27/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið að fram- lengja fyrst um sinn ákvæði tilkynningar nr. 21 frá 8 september 1958 um undanþáguverð á nýrri báta- ýsu þar sem sérstakir örðugleikar eru á öflun hennar. Reykjavík 15. okt. 1958. Verðlagsstjórinn. IÍBÚÐ ÓSIK.AST til leigu. 3 herbergi og eldhús. Upplýsingar í síma 450 aiviniia Ung stúlka óskar eftir atvinnu. — Helzt við afgreiðslustörf. Hefur gagnfræðapróf. — Upplýsingar í síma 499. -J

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.