Bæjarblaðið - 17.12.1958, Síða 1

Bæjarblaðið - 17.12.1958, Síða 1
BÆJARBLAÐIÐ 8. árgangur. Akranesi, miövikudaginn 17. desember 1958 12. tölublað BÆJARBLAÐH) fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Veiðarfœrav. Axels Sveinbjörnssonar, Verzl. Einars Ólafssonar Verzlunin Brá, »-------—----------4 „Þótt viðskiptavinur missi þolinmœð- inn megum við ekki gera það Heimsókn í símastöðina á Akranesi Ein er sú stofnun, sem hundruð bæjarbúa hafa dagleg skipti við, stór og smá, án þess þó að standa augliti til auglitis við afgreiðslufólkið. — Fréttamaður Bæjarblaðsins fór í kvöldheim- sókn í símastöðina fyrir skömmu. Þetta eru „vaktirnar“ tvær, sem skiptast á um símavörzluna. Karl Helgason póstmeistari g símstcðvarstjóri er kankvís g dálítið glettinn, þegar hann tekur á móti mér og hýður mig elkominn. — Þú ert, vona ég, svo lífs- eyndur maður, að þér bregður 'kkert við að koma í myndar- egan kvennahóp, segir hann. Ég reyni að bera mig nannalega. — Hafðu engar áhyggjur út ;f mér, kunningi, svar ég boru- brattur, — ég kenndi einu sinni í nokkur ár í Húsmæðra- kennaraskóla Islands og er þvi Kaupfélagið opnor nýjn kjörbúð Fyrsta áleggsborðið til sjálfsafgreiðslu. Kaupfélag Suöur-Borgfiröinga hefir breytt aðalsölubúö sinn' við Kirkjubraut í kjörbúð, og var sú búÖ opnuÖ fyrir skömmu. Eru kjörbúðir kaupfélagsins þar méÖ orÖnar tvœr. Nýja búÖin er mjög viðfelldin og innrétting öll vönduð. Verzlunarstjór; er EdvarÖ Friðjónsson. K.S.B. lætur nú skammt stórra högga milli. 1 hitt ið fyrra opnaði það flunkunýja kjörbúð, hina fyrstu sinnar teg- undar hér, ásamt mjólkurbúð og abnenningsfrystihúsi. Rekst -ur þeirrar kjörhúðar hefir gengið svo vel, að félagið hefir nú ráðizt í að hreyta gömlu að- albúðinni í kjörbúð. Þegar eldri kjörbúðin var opnuð, lýsti Bæjarblaðið henni og kjörbúðarfyrirkomulaginu yfirleitt svo ýtarlega, að óþarft er að endurtaka það nú. Sölu- fyrirkomulagið er vitanlega það sama, fólk velur vörurnar sjálft og greiðir þær síðan við gjaldkeraborðin úti við dyrnar. Nýlenduvörur, kjöt og fiskur. 1 hillunum standa körfur í röðum, fullar af alls konar ný- lenduvörum. En auk þess er þarna kjötbúð og fiskbúð Gamla búðin hefir verið lengd (þ. e. með Akurgerði), og er fisk- og kjötsölunni komið þar fyrir. Verzlunarstjórinn bendir fréttamanni sérstaklega á á- leggsborðið, sem er fullt af girnilegu áleggi. Þetta er fyrsta áleggsborðið hér í bæ, sem ætl- að er til sjálfsafgreiðslu. Auk þeirra vara, sem að framan getur, er glervöru- og búsáhaldadeild í þessari búð, en það er ekki á Stillholtinu. BúÖin sjálf er 67 fermetrar að gólfmáh Og úr því að minnzt var i gólfið, er rétt að geta þess, að það dregur sérstaka athygli að sér. Það er svokallað mósaik- gólf, lagt mósaik-tiglum og mjög fallegt. Tiglana lagði Engilbert Guðjónsson múrara- meistari. Hallur Bjarnason og Ás mundur Guðmundsson mál uðu, en teiknistofa SlS vald: litina. — Breytingarnar á hús inu gerði Brynjólfur Kjartans- son trésmíðameistari. -—• Bene dikt Hermannsson smíðaði inn réttingar. — Þórður Egilsson lagði miðstöð. — Sigurdór Jó- hannsson sá um raflagnir. Vörukörfumar eru danskar. kæliborðin þýzk. Frammi er rúmgóður kæliklefi og frysti- klefi. — Búðin er öll mjög vistleg og smekklega frá geng- in. RJÓH. ýmsu vanur á lífsins ólgusjó. Samt er eins og sjálfstraustið svíki mig og einhver óstyrkur komi í hnén, þegar Karl leiðir mig fyrir hópinn: 14 bráð- myndarlegar stúlkur, vel klæddar og rösklegar í fasi eins og símastúlkum ber og sæmir. Þetta er ungur hópur, því að hann endurnýjast fljótt við allstöðug umskipti, því að Karl segir (ég held nú, að hann hafi beðið mig að láta það ekki fara lengra), að stúlkur séu varla komnar í stöður hjá símastöð- inni fyrri en þær séu „gengn- ar út“ sem kallað er, trúlofað- ar, giftar og allt það! Ég er ekki viss um, hvort þetta ber að telja til kosta á símastúlkna- starfinu, — en ég held það þó fremur. —• Hvernig í ósköpunum er farið að því að koma öllum þessum hóp fyrir við vinnu? verður mér að orði, ekki sízt, þegar ég sé, að auk símastúlkn- anna 14, er þarna viðgerðar- maður, sendisveinn, póstur, næturvörður og loks starfsfólk pósthússins. — Auðvitað er það erfitt, segir Karl, en þú verður að at- huga, að þetta fólk vinnur ekki allt samtímis. -— Og það er einmitt það, sem þú getur kynnt þér nú. Ég kynnist því líka fljótlega, en samt gegnir furðu, hvernig svo margt fólk fer að því að gegna svo umfangsmikilli al- mennri þjónustu í svo þröng- um húsakynnum öllu er vel og snyrtilega fyrir kcmið, en samt finnst mér varla hægt að snúa sér við, þegar komið er inn í afgreiðslustofu landssím- ans á Akranesi. Stúlkurnar hafa varla nokkurt afdrep, kaffistofu tala ég nú ekki um. En þetta er ekki símastjóran- mn, húsbónda þeirra að kenna. Hann hefði fyrir löngu viljað bæta úr, ef hann hefði átt þess kost. En byr hlýtur að ráða, Framhald á 5. síðu. Vertlunin jStaðarfed fierir út bínrnnr Ný og glæsileg sölubúð að Kirkjubraut 2. Um miðjan síðasta mánuð bauð Elías GuÖjónsson kaupmað- ur fréttamönnum að skoða nýja sölubúð, sem hann hafði þá opnað (15. nóv.) að Kirkjubraut 6. Þetta er raftækja- og búsáhaldadeild verzlunarinnar StaÖarfell, mjög glæsileg og nýtízkuleg búð. á bezta stað í bænum, 65 fermetrar að stœrð, með stórum og rúmgóðum sýningargluggum. Verzlunin Staðarfell er fyrir löngu orðin ein vinsælasta verzlun bæjarins, þekkt fyrir góðar og þarfar vörur og lipra afgreiðslu. Munu viðskiptavin- ir hennar því allir fagna þvi, er henni tekst að auka rekstur sinn og flytja hann að nokkru leyti í betri skilyrði og rýmri. Nýja búðin er nýtízkuleg á allan hátt. Sérstaklega auðvelt að skoða allt það, sein þarna er á boðstólum, gluggarnir eru t. d. ekki lítill hluti gólfrýmis- ins, svo að þar er hægt að sýna verulegan hluta varningsins. Á gólfi eru mörg sýningar- borð, sem auðvelt er að komast í kringum og skoða öllum meg- in frá. Auk þess eru sýningar- hillur margar og miklar. Þær eru allar úr gleri ofan til, og má því sjá hlutina greinilega að neðan. Hillurnar eru þann- ig úr garði gerðai, að þær má færa til, hækka og lækka eftir vild, en veggirnir eru úr svo kölluðum gatamasónítplötum, sem hentugar eru undir sýn- ingarmuni, sem hengja þarf upp. Framhald á 4. siSu.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.