Bæjarblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 4

Bæjarblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 4
4 BÆJARBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. nóvember 1958 ÞaS var glatt á hjalla í bátunum hjá strandlög.'eglunni. í síðasta Bæjarblaði var frá því skýrt, að ég ásamt fjórum piltum yfirgáfum meistara- flokksmenn í Kaupmannahöfn þriðjudagskvöld 26. ágúst og tókum okkur fari með SAS flug vél til Helsingfors. Þetta er þriðja flugferðin okkar á stuttum tíma og það er stjan- að og dekrað við okkur sem fyrr. Oti er ekkert að sjá, því að myrkrið hylur alla útsýn. Rétt fyrir miðnættið lendum við svo heilu og höldnu á flug- vellinum í Helsingfors. Á flug- vellinum bíður prestur að nafni Anderson og tekur á móti okk- ur. Hann er mágur Bengts Stenwall, sem síðar kemur við sögu og hér dvaldist á vina- bæjamótinu í fyrra. Pastor Anderson visar okkur á far- fuglaheimili og fer síðan heim til sín en morguninn eftir eig- um við að hitta hann við aðal- járnbrautarstöðina klukkan hálf tíu. Allt gekk það klakk- laust og hóf hann þá að sýna okkur höfuðborg Finnlands. Eins og við var að búast af íþróttamönnum, var mestur á- hugi fyrir að skoða Olympíu- leikvanginn, enda er enn sér- stætt mannvirki. Einnig skoð- uðum við þinghúsið og fleiri staði í borginni. Klukkan 3 e h. fylgdi þessi ágæti maður okkur á brautarstöðina og við brunuðum í áttina til Björne- borgar. Þegar þangað kom eftir næstum 6 tíma ferð, var Bengt Stenwall mættur á brautarstöð- inni við 3. mann og voru þeir á tveim bílum. Var nú ekið af stað eftir snæðing, og ekið í tvo tíma. en þá vorum við loks á leiðarenda í bili. Okkur var nú dreift niður á heimili, piltarnir 4 voru tveir og tveir saman, en ég var hjá Bengt Stenwall. Þetta tveggja daga forskot, sem við fengum, leið ósköp áhyggjulaust og rólega í sólskini og sumarveðri. Við æfðum af kappi báða dagana, en fórum svo í smáferðir með gestgjöfum okkar. Sáu nú pilt- amir iðandi maurakös í maura- þúfu, kom á ökmm o.fl. sem er íslending framandi sjón. Á fimmtudagskvöld vomm við boðnir með einkabíl í ökuferð um nágrennið og ókum þá m. a. til Kristinestad, sem er nokkm sunnar. Er það eldgam- all og fomfálegur bær. í þeirri ferð sáum við einnig sumar- bústað Bengts Stenwall á ynd- islegmn stað við lygnan vog. Strax og við komum til Nar- pes, fréttum við, að tveir menn hefðu farið gagngert alla leið til Helsingfors til að taka á móti mannskapnum. Þeirra dvöl í Helsingfors varð svipuð og okkar nema tveim dögum seinna. Á föstudagskvöld lagði heill floti af bílum af stað frá Nárpes til Bjömeborgar til að sækja þá. Ég slóst í förina og varð heldur fagnaðarfundur. þegar lestin rann í hlað. Seint mn kvöldið voru svo allir komnir til sinna gestgjafa hér og hvar í héraðinu. Við fengum allir fjölritaða dagskrá og þar var gert ráð fyrir, að við borð- uðum alltaf saman hádegis- mat á „Elvex bar“ og gátum við þá alltaf ákveðið hvað gera skyldi. Á laugardag var auð- vitað æft og svo var farið á ball um kvöldið. Hafði verið auglýst rækilega í blöðunum. að Akranespiltamir kæmu á ballið, og áttu þeir að verka sem segull á dömurnar. Þessi dansleikur kom okkur allmjög á óvart. Dansað var í hring- mynduðum skála, hálfopnum og var dansað í hringi kring- um súlu á miðju gólfinu, en hún hélt þakinu uppi. Eitt að- al hljóðfæri hljómsveitarinnar var fiðla og var það út af fyrir sig framandi fyrir okkur. Dans- að var í tveggja dansa syrpum og hófst jafnan ferlegur at- gangur í upphafi þeirra, þegar piltarnir réðust til atlögu í meyjafansinn. Piltunum okkar varð allvel ágengt í þessum slag, en urðu flestir hissa þeg- ar þeir fóm að dansa og stúlk- urnar lögðu heita og rjóða vangana upp að þeirra eigin. En brátt sáum við, að þama dönsuðu allir vangadans, og voru okkar piltar bara harla ánægðir með þetta fyrirkomu- lag þegar frá leið. Þar sem fyrsti kappleikurinn var dag- inn eftir fórum við heim kl. 11 og auðvitað beint í háttinn Á sunnudeginum blakti ís- lenzki fáninn yfir knattspyrnu- vellinum í Násby. Var það grasvöllur, en hvergi nærri góður. Knattspymulíf er mjög dauft í Nárpes, og vom þeir í vand- ræðum með að manna lið á móti okkur. Var liðið skipað fílrosknum mönnum að mikl- um hluta, mönnum, sem spil- uðu af miklum kröftum en takmarkaðri kunnáttu. — Á fyrstu mínútu leiksins tókst Finnumma að gera mark, en svo fóm piltarnir okkar í gang og lauk hálfleik með 3:1 okkur í vil. Við fórum fram á, að spilaðir yrðu 30 mínútna hálf- leikir, en það vildu þeir ekki og þar við sat. Þar sem hiti var mjög mikill þennan dag, fór verulega að draga af piltunum okkar i seinni hálfleik. 1 miðj- um seinni hálfleik gerðu Finn- amir skot í þverslá og fór knött -minn leiftursnöggt í jörð við marklinu og svo út: Dómar- inn dæmdi mark og stóðu nú leikar 3:2. Nokkur kurr varð í okkar liði vegna dóms þessa, en áfram hélt leikurinn. Voru nú okkar piltar útgengnir og reyndu einungis að verja, en fengu eitt mark enn í leikslok og endaði leikurinn því 3:3. Um kvöldið fómm við á annað „laufskálaball“ en nú á öðmm stáð. Var það með sama sniði og kvöldið áður. En nú þóttust vinimir hafa lært nokkuð til verka á svona balli og gengu nú mun ákveðnari í orustumar. Veitingar allar voru ókeypis fyrir okkur og sömuleiðis ferðir fram og aftur. Jakobi hafði nú tekizt að út- vega sér „flash“-perur og tók nú myndir í gríð og erg af vangadansinum, piltunum til ánægju og aðhláturs en okkur fararstjómnum, sem allir erum giftir, til mikillar skelfingar. Á mánudeginum var sama indæla veðurblíðan og fylgdi okkur alla leið. Nú var okkur boðið í ferðalag og var Bengt fararstjóri. Fómm við fyrst í „rútubíl“ um héraðið og skoð- uðum sögunarmylluna, lýðhá- skólann og aðalbamaskólann en heimsóttum svo sjúkrahúsið og snæddum hádegisverð þar í boði læknisins, dr. Mimois Þaðan var svo ekið til Nor- strand, en það er úti við strönd- ina. Þar tók á móti okkur Gunnar Skomars, fyrrverandi strandlögregla, en hann var hér á vinabæjamótinu í fyrra Hann bauð okkur út í tvo trillu báta, sem fluttu okkur út á eyju alllangt undan landi Heitir hún Gæsahellan og e: aðsetursstaður Strandlögregl unnar. Þarna var okkur boðic upp á ekta finnskt gufubað o[ fómm við svo beint í sjóinn í eftir. Síðan snæddum 'við smurí brauð og öl, en lögðum svo a' stað í „varðskipi“ strandlög- reglunnar, sem er skip á stærð við dráttarbátinn Magna í Reykjavík, suður á bóginn í áttina til Kaskö. Veðrið var svo gott, að við lágum í sól- baði á dekkinu og ræddum um heima og geima. Hallen skóla- stjóri lýðháskólans í Narpes fylgdi okkur í ferð þessari og var mjög ræðinn og skemmti- legur. Hann sagði mér, að eftir- leiðis væri einn imglingur frá Akranesi á ári velkominn í skólann til sín, og kem ég þvi hér á framfæri, ef einhverjir, sem þetta lesa, hefðu áhuga þar á. Eftir næstum tveggja tíma siglingu sigldum við inn á höfnina í Kaskö og vomm boðnir velkomnir af borgar- stjóranum, major Degersted, og bauð hann okkur upp á kvöldverð í lýðháskóla bæjar- ins. Kaskö er bær með ca. 1700 íbúum. Eftir kvöldverð gengum við til ráðhússins í Kaskö, en því næst skoðuðum við knattspyrnuvöllinn og þangað vorum við sóttir af „rútubíl“, sem flutti okkur heim til Narpes og var þá orð- ið kvöldsett. Hafði dagur þessi verið eitt óslitið ævintýr og mun víst áreiðanlega líða okk- ur öllum seint úr minni. frh. — STAÐ ARFELL f rh. Lýsing er óbein, úr lofti, sem er úr gagnsæju plasti. Allt era það flúr-ljós (fluoresent). Auk þess er að öllum jafnaði mikil birta frá alls konar lömpum, sem eru til sölu. Má því segja, að í Staðarfelli beri hvergi skugga á, Litasamsetningin er einkar haganleg. Má t. d. geta þess, að þar sem stillt er upp bús- munum úr aluminium og gljáandi málmi, er bakgmnnur gulur, en þar sem leirtau og postulín er sýnt, er hann blár. Þrátt fyrir það, að búðin er mjög opin, það er að segja: gluggarnir yfir nær alla fram- hliðina, þá er hún sérstaklega hlýleg og skemmtileg. Margir mætir iðnaðarmenn hafa lagt hér hönd að verki: Benedikt Hermannsson hús- gagnasmíðameistari teiknaði innréttingu. Sighvatur Bjama- son málarameistari valdi litina, en Hallur Bjarnason og Ás- mundur Guðmundsson mál- uðu. Ármann Ármannsson raf- virkjameistari sá um lýsingu. Þama eru til sölu margs konar rafmagnstæki og bús- áhöld í miklu úrvali, sem bezt er að lesendur kynni sér sjálf- ir. — Elías Guðjónsson stofnaði verzlunina Staðarfell árið 1946 en nokkrum áram áður hafði faðir hans verzlað á þeim sama stað eins og eldri Akumesing- ar muna. Gamla búðin verður opin eftir sem áður, en þar verður aðeins verzlað með skófatnað. Bæjarblaðið óskar Elíasi kaupmanni til hamingju með hina nýju og glæsilegu sölubúð. RJÓH. þarna á horninu er Elvex bar, þar sem viS borSuðum hádegismat daglega.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.