Bæjarblaðið - 17.12.1958, Síða 5

Bæjarblaðið - 17.12.1958, Síða 5
MiSvikudagur 17. desember 1958 BÆJARBLAÐIÐ 5 — Heimsókn í símnstöðinn Framhald af 1. siðu. þótt konungur vilji sigla, eins og þar stendur. Símastjóri leiðir mig þegar fyrir varðstjórana tvo, þær frú Höllu Árnadóttur og ungfrú Sigrúnu Árnadóttur. Það eru þær, sem eru verkstjórar, hvor á sinni „vakt“. En ég ber spurningar mínar fyrir Bæjar- blaðið upp fyrir allan hópinn, en rek mig fljótlega á, að þær eru brmdnar þagnarheiti síma- þjónustunnar; eru eins og hverjar aðrar nunnur, þótt þær séu það að sjálfsögðu ekki á öllum sviðum. Einu srnni þótti það sjálfsagt að spyrja síma- fólk út um sveitir landsins „hvað væri að frétta úr sím- anum“, en nú telja símameyjar það brot á reglum og jafnvel almennu velsæmi að svara slíku. Tímarnir breytast! — Hvemig er samkomulag- ið við simanotendur? Það er fyrsta spurningin, sem ég legg fyrir stúlkurnar. Stúlkurnar lita hver á aðra; þetta er viðkvæm spuming og skiptir þær og starf þeirra mjög miklu. — Yfirleitt er samvinna okkar og símanotenda góð, og þeir, sem mest þurfa að nota símann, em margir hverjir þeir, sem kurteisastir em og kunna bezt að meta þjónustu okkar. En það væri auðvitað merkilegt, ef ekki kastaðist eitt- hvað í kekki milli okkar og þessara mörgu viðskiptavina. Svo er margt sinnið sem skinn- ið. — Og hvað gerist þá, — ef viðskiptamaður gerist tann- bvass? — Það er alltaf verið að brýna fyrir okkur að sýna sem mesta þolinmæði. Þó að viðskiptavinur missi þolinmæð- ina, megum viS ekki gera þaS, þetta boðorð þreytist síma- stjórinn aldrei á að innræta okkur, — og við höldum að það takist yfirleitt sæmilega að breyta eftir því. En sem betur fer kemur sjaldan til þess, að til nokkurra varanlegra óþæg- inda komi. — Er ekki símastjórinn strangur og með nefið niðri í öllu hjá ykkur? — Ö-nei, ekki er hann það nú, en hann passar dálítið upp á okkur — og lætur sér annt um að störf okkar megi ganga sem allra bezt. — Ég sé, að Júlíus Kolbeins og annað starfsfólk pósthússins hérna hinum megin við gang inn, ganga hér um eins og grá- ir kettir. Hvernig er sambýlið milli símans og póstsins? Nokkur kritur á milli? — Nei, ég held nú ekki. Það er allt í bezta lagi, hvað held- urðu, maður, stofnanir sem starfa í sama húsi, verða að hafa góða sambúð, annars er líka voðinn vis. Endá eigum við mikla samvinnu og góða. Og ekki er ónýtt að koma hérna yfir í teleprintersskotið og fá sér kaffisopa. Það er eina kaffi- stofan okkar. Og hér er staddur Valdimar næturvörðm-, sem gegnir öll- um störfum á nóttunni, nema aðfaranótt sunnudags, þá fær hann frí. Hann spyr ég, hvort mikið sé um það, að siminn á Akranesi sé það, sem kalla má misnotaður á nóttunni, en hann kveður þvi fjarri fara. Það séu yfirleitt ekki um önn- ur samtöl að ræða en þau, sem nauðsynleg mega kallast. Hins vegar ber bæði Valdimar og stúlkunum, sem gegna gæzlu á sunnudagsnóttum, saman um það, að stundum hittist svo á, að þau eigi ljómandi skemmti- leg samtöl við fólk, þegar stöð- in er hringd upp frá Reykja- vík á nóttunni af ýmsu fólki, sem langar til að ræða við símastöðvar úti á landsbyggð- inni. Sérstaklega hafa karl- mennirnir gaman af að hringja upp á sunnudagsnóttum. Það leynir sér ekki, þegar komið er inn í síma- og póst- húsið á Akranesi hvað það er, sem helzt amar að: það eru þrengslin, húsið er að sjálf- sögðu allt of lítið fyrir þessa miklu þjónusttu, og gegnir furðu að svona margt fólk geti sinnt þar störfum. En nú eygir starfsfólk pósts og síma á Akra- nesi rýmkun á húsnæði, því að nýtt og myndarlegt hús fyrir starfsemina er að rísa ofar í bænum, og segir símastjórinn, að póst- og símamálastjórn hafi sýnt mikinn áhuga fyrir að flýta þeirri byggingu. Þá hlýt- ur að verða gagnger breyting á öllum starfsskilyrðum beggja stofnananna og aukin þægindi fyrir þá, sem þjónustunnar njóta. Ég hef ekki nýlega átt hlý- legri og skemmtilegri kvöld- stund en með þessu myndar- lega og ðlskulega starfsfólki pósts og síma þama mn dag inn. Mér fannst andi prúð- mennsku og fágaðrar fram komu eeinkenna hópinn. Og þegar setzt er, eftir á- nægjulegar samræður, að á- gætu kaffiborði í húsakynnum póstsins, verður ekki annað sagt en kvöldinu sé vel varið í þess- um myndarlega hóp. RJÖH. ★ VINSAMLEGA GERIÐ JÓLAPÖNTUNINA TÍMANLEGA KaupfélagiS _____________________ HÚSGÖGN TIL SÖLU Eftirtalin húsgögn eru til sölu: Stór og glæsilegur stofu- skápur — Sófasett — Skrifborð — Nánari upplýsingar gefa undirritaðir. Guðm. Kristinn Ólafsson, Vesturg. 88, sími 49. Guðm. Hagalín Guðjónsson, Vesturg. 111. ★ ROAMER ★ TISSOT ★ NIVADA ★ ERTUS ★ KIENZLE Svissnesk úr og þýzkar klukkur. Heimsþekkt merki BORÐBtJNAÐUR SKARTGRIPIR KRISTALL VESTUR-ÞtZK BAROMET 30 gerðir. COT^ oq CARVE)N ilmvotn og margt fleira til JÓLAGJAFA HELQT TULTUjSjSON — ÚRSMIÐUR VERILUI9III fiHÖLP HEFUR ÁVALLT Á BOÐSTÓLUM: Fyrir dömur: KÁPUR ÚLPUR PEYSUR PILS Fyrir herra: FRAKKAR MORGUNSLOPPAR NATTFÖT NÆRFATNAÐUR KJÓLAEFNI NÆRFATNAÐUR SOKKAR SNYRTIVÖRUR SKYRTUR SOKKAR BINDI HANZKAR Barnafatnaður margs konar - 'Jyólbrcyttar giafavörur VESILUPIHil fiflöLP SÍMI 504

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.