Bæjarblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 8

Bæjarblaðið - 17.12.1958, Blaðsíða 8
Akurnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ Auglýsið i BÆJARBLAÐIÐ Akrcmesi, miðvikudaginn 17. desember 1958 BÆJARBLAÐINU THcrkUcg lciksýning Leikfélag Akraness og Karlakórinn Svanir frum- sýndu sameiginlega Gamla Heidelberg, föstu- dagirVn 5. des. s.I. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir, en sönginn æfði frú Sigríður Auðuns. yólakveðia lil góðra vina Ég hafSi lengi haldiS, aS virSuleg afmæli og hátíSLeg tækifœri þyrfti til þess, aS menn settu þakkarávörp í blöS. En nú fer mér svo, aS ég tel dS mér beri skylda til aS gera þaS, og þaS af ánœgjulegu tilefni. Fyrir nokkru komu nokkrir beztu vinir okkar hjón~ anna, hér á Akranesi, á heimili okkar, mœltu til okkar hlý og góS vináttuorS og færSu mér smekklega prentaS og innbundiS ávarp þar sem mér eru þökkuS störf í þágu gagnfrœSaskólans og bæjarfélagsins á undanförnum árum. Ávarpinu fylgdu nokkur hundruS undirskriftir kenn- ara, foreldra og nemenda og fleiri góSra vina og mœtra manna. ÞaS hlýtur aS vera mikils vzrSi hverjum manni, sem helgaS hefir ákvéSnu starfi krafta sína á einu bezta skeiSi œvi sinnar, aS finna, aS þaS er nokkurs metiS — aS eftir þvi er munaS, sem vel var reynt aS gera. Eg færi öllu því fólki, sem undir þetta fallega ávarp skrifaSi, innilegustu þakkir mínar fyrir þennan trausts- og v'náttuvott. Ég óska ykkur öllum gléSilegra hátíSa og bjartrar framtíSar. RAGNAR JÓHANNESSON. Leikfélag Akraness hefir á undanförnum árum ráðizt í hvert stórverkefnið af öðru og unnið glæsilega sigra. Að þessu sinni fékk það Karlakórinn Svani í lið með sér og hlaut árangurinn reyndar að verða góður, þar sem tvö svo ágæt félög tóku höndum saman. Ég býst við, að sýningin á Heidel- berg sé ein bezta leiksýning, sem hér hefir sézt, hvort sem miðað er við heimaunnar leik- sýningar eða heimsóknir að. Gamla Heidelberg er gam- all og vinsæll söngleikur, sem erfitt er að færa upp á litl- um leiksviðum. Hér hefir þetta þó tekizt furðanlega, svo að ekki sé meira sagt, og er víst óhætt að segja, að leikstjórinn, Ragnhildur Steingrímsdóttir, hefir unnið ágætt starf. Það er ekki heiglum hent að staðsetja svo fjölmenn atriði, sem hér um ræðir með óvönu fólki á þröngu leiksviði, svo að hnökra -laust verði, en þetta hefir tek- izt. Þar að auki hefir leikstjór inn náð því bezta út úr hverjum einstakling, hjá mörg um allmiklu betra en þeir liafa áður sýnt. Sönginn hefir frú SigríSur AuSuns æft, og leikur hún sjálf undir. Er söngurinn veigamikið atriði í þessum leik og tékst haann í flestum til- fellum ágætlega. Hefir frúin leyst þarna mikið starf af hendi. Aðalhlutverkin tvö, Kathie og Karl Heinz erfðaprins, leika þau Sigurborg Sigurjónsdótt 'r og Baldur Ólafsson. Bæði þess? hlutverk eru erfið cg krefjast góðrar meðferðar, ella dettur •sýningin dauð niður. Ræði Sig urborg og Raldur sýna hér miklu betri leik en vænta mátti, þar sem þau hafa hvor- ugt leikið svo stór hlutverk áð ur. Var það sérstaklega eftir tektarvert, að hin „dramatísku“ skilnaðaratriði voru eðlileg og sannfærandi. Sigurborg má að vísu draga svolítið úr höfuð- hreyfingum sínum, en það eru smámunir miðað við allt það sem hún gerði ágætlega. Liitz kammerþjón leikur Júlíus Kolbeins. Höfum við Akurnesingar þar eignazt sviðs -vanan leikara, sem tekur hlut- verkið alvarlega. Var leikur- inn ágætur, en einhvern veg- inn kunni ég ekki við andlits- gervið, fannst hann of mon gólalegur. — Dr. Jiittner leik- ur ÓSinn Geirdal mjög eðlilega og af góðri kimni. Forsætis- ráðherra og hirðmarskálkur voru í höndum Ragnars Jó- hannessonar og Matthíasar Jónssonar og voru báðir mjög virðulegir. Jósep Riider veit ingamaður er mjög skemmti legur í höndum Valtýs Bene diktssonar, en konu hans og frænku hennar leika þær Sig- ríSur Sigmundsdóttir og Sólrún Ingvadóttir. — Kellermann þjónn er í höndum SigurSar B SigurSssonar. Þá eru ótaldir kammerherrar og þjónar ásam' aragrúa af stúdentum. sem r langt mál væri upp að teljr Eru leikendur þannig með ölh og öllu talsvert á fjórða tup inn. Af stúdentum vil ég nefrr þá Alfred Einarsson og Stefái Bjarnason. Fannst mér Stefár koma skemmtilega á óvart og vildi ég sjá hann aftur í grín hlutverki á sviðinu. Leiktjöldin málaði Láius Árnason og sýnir hann enn, að hann er vaxandi í þessari list. Leiksviðsstjóri var að vanda Gísli S'gurSsson en hanr þáttur í leiksýningum hér er ómetanlegur Ljósameistari var Jóhannes Gunnarsson og va” lýsingin ágæt. Stemningin á frumsýn’ng unni var mjög góð og voru leik- endur cg leikstjóri hyllt í leiks lok og bárust leikstjóra og tveim aðalleikendum blóm i leikslok. Ræjarstjórinn, Daníel Ágústínusson, þakkaði leik- stjóra og leikendum ágæta, sýn- ingu fyrir hönd sýningargesta Þessi leiksýning er merkur viðburður í bænum og nú eiga bæjarbúar að sýna, að þeir kunni að meta gott starf og fylla Ríóhöllina á minnst 8 sýningum. Það er bæjarskömm ef svo ágætri sýningu sem hér um ræðir, er sýnt tómlæti af bæjarbúum, slíkt má ekki henda. — Þ. % HRAÐSUÐUKATLAR BRAUÐRISTAR STRAUJÁRN, 5 gerðir KÖNNUR m/elementi ÞÝZKI HRINGOFNINN NYTSÖMUSTU JÓLAG JAFIRNAR ERU EINS OG SVO OFT ÁÐUR I tycrzluninni Staðarfcll ÞÝZK VÖFFLUJÁRN STEIKAR-PÖNNUR m/elementi RYKSUGUR, 2 gerðir LJÓSAKRÓNUR Margar gerðir af litlum BORÐLÖMPUM ST ANDLAMP AR VEGGLAMPAR LOFTSKERMAR, úr plasti M AT ARSTELL KAFFISTELL ÖLSETT ÁVAXTASETT ST ÁL-BORÐBÚN AÐUR KRYSTALL-GLERVÖRUR — FLEST FÁANLEG BÚSÁHÖLD ÚR GLERI OG MÁLMI S U NBEAM-hrœrivélar koma ekki fyrr en í febrúar .— Seljum gjafakort. JÓLA- KORT PAPPÍR MERKIMIÐAR SKÓR JÖLATRÉS-SERlUR MISLIT AR-L JÖS APERUR Á KONUR Á KARLA Á BÖRN MISLITAR BARNABOMSUR Verzlunin Staðarfell Búsáhöld og rafmagnsvörur — sími 190 — SkófatnaSur — sími 169 — Gjörið svo vel og lítið inn —

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.