Skagablaðið


Skagablaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 5
„Ætli maöur láti þetta ekki duga að sinni" - segir Ragnar Amazeen, sem keypti lagerinn í Litaveri og rekur nú verslunina samhliða Stúdíóvali Ragnar Amazeen, cigandi Stúdíóvals, gerir það ekki enda- sleppt í verslunarumsvifum sín- um. Ekki eru nema fáir mánuðir frá því hann keypti stærra hús- næði á Skólabrautinni undir rekstur Stúdíóvals, sem áður var í þröngu húsnæði neðarlega á Skólabraut, og þann 1. desember sl. gekk hann frá kaupum á öllum lager Litavers hér á Akranesi. Það var hins vegar ekki fyrr en 5. janúar sl. að Ragnar opnaði verslunina formlega á nýjan leik og þá var hann búinn að koma hljómtækjunum fyrir í einum hluta verslunarhúsnæðisins. Því getur fólk keypt sér hljómtæki og plötur svo og allar málningar- vörur og reyndar margt fleira í sama dúr í einni og sömu versl- uninni. Óneitanlega fremur óvenjulega blanda en það er ekkert sem mælir gegn því að hún gangi upp. Skagablaðið rabbaði stuttlega við Ragnar í vikunni og innti hann fyrst eftir því hvort hann ætlaði að selja húsnæðið sem Stúdíóval var í. „Já, ég er að vonast til þess að geta selt það. Ég gæti verið búinn að leigja það fjölmörgum aðilum en þarf að selja það, m.a. til að borga niður kostnaðinn við kaup- in á lagernum hér í Litaveri,“ sagði Ragnar. Hann var því næst spurður að því hvort hann teldi rekstur máln- ingarvöruverslunar af því tagi, sem Litaver er, geta gengið betur í hans höndum en verið hefði áður en hann tók við. „Já, ég hef trú á því að svo sé,“ sagði Ragnar en vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Sagðist hafa sínar ástæður fyrir því að ætla að þetta gæti gengið. „Málin voru skoðuð mjög gaumgæfilega áður en ég tók þá ákvörðun að kaupa lagerinn, en sú skoðun sýndi held ég að þetta á að geta gengið upp. “ — Nú byrjar þú á versta tíma ársins, ertu ekkert smeykur við hann? „Bæði já og nei. Ég geri mér grein fyrir því að róðurinn kann að verða þungur framan af og tel í rauninni ekki útséð um að reksturinn standi undir sér fyrr en að árinu liðnu. Gangi reksturinn í ár eins og ég vonast eftir er kannski fyrst hægt að fara að bollaleggja eitthvað um fram- tíðina. Þetta kostar bara mikla vinnu eins og annað, sem á að skila árangri.“ Gler og málning og um hálfs árs skeið hjá Málningarþjónustunni. Ragnar var að því spurður hvort hann teldi ekki vera kannski of mikla samkeppni á þessu sviði hér á Akranesi. „Nei, samkeppnin er bara af hinu góða. Auðvitað eru menn að bítast um krónurnar, þetta eru nokkrir aðilar í bænum, en sam- keppnin er góð á meðan hún er heilbrigð.“ — Þú hyggur ekki á frekari umsvif að sinni? „Nei, ætli maður láti þetta ekki duga að sinni. Ég þarf nú að klára þetta dæmi áður en farið verður að huga að einhverju öðru. Þetta er fyrst og fremst spurning um kjark, þora menn að taka áhættu eða þora ekki. Nú, þá spilar ekki svo lítið inn í þetta að maður vill vera sinn eigin herra. Það er ekkert lúxuslíf eins og svo margir halda. Vinnunni er ekki lokið þótt maður sé kominn heim, þetta krefst þess að maður sé í þessu meira og minna allan sólar- hringinn.“ Auglýsið í Skagablaðinu AKRANESKAUPSTAÐUR Launafulltrúi Laust er til umsóknar starf launafull- trúa á bæjarskrifstofu Akraneskaup- staðar. Upplýsingar um starfið veitir bæjar- ritari í síma 93-1211. Umsóknum skal skila á bæjarskrif- stofuna fyrir 22. janúar 1985, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Bæjarritari AKRANESKAUPSTAÐUR Gjalddagar fast- eignagjalda1985 Álagningu fasteignagjalda fyrir árið 1985 er lokið. Gjalddagar verða nú fimm: 15/1,15/2,15/3,15/4 og 15/5. Dráttarvextir reiknast eftir mánuð frá gjalddaga. Þeir eigendur fast- eigna á Akranesi, sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið senda álagningarseðla, vinsamlegast hafi samband við innheimtufulltrúa. Nýju eigendurnir, Brynja og bœvar tserg. Ragnar er enginn nýgræðingur í verslun af þessu tagi. Hann varin um margra ára skeið í versluninni Innheimta Akraneskaupstaðar Vorum að fá 30 nýjar úrvalsmyndir, sumar m/texta. Ath! aðeins 100 kr. spólan. Munið afsláttarkortin, 6. hverspóla ókeypis. Opid: virka daga frá 18-22 helgar fra 17-22 SKAGAVIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422 Ragnar ásamt Kolbrúnu Kjartansdóttur, starfsstúlku verslunarinnar. Nýir eigendur Skaga-videós: „Lítil reynsla kom- in á reksturinn" „Þetta hefur gengið ágætlega til þessa en annars er svo lítil reynsla komin á reksturinn enn,“ sagði Brynja Bjarnadóttir, annar hinna nýju eigenda Skaga-videós er Skagablaðið ræddi stuttlega við hana í vikunni. Brynja keypti myndbandaleiguna ásamt eiginmanni sínum, Sævari Berg Gíslasyni, af þeim Svani Geirdal og Pétri Jóhannessyni. Þau Brynja og Sævar tóku við rekstrinum um áramótin en þetta mun þeirra fyrsta reynsla af viðskiptalífinu. Sævar vinur alla jafna á Akraborginni en lætur sig ekki muna um að aka sendiferða- bifreið þess á milli. Greinilega harðduglegt fólk. Síðan þau tóku við rekstrinum, Brynja og Sævar Berg, hafa þau lagt áherslu á að bæta við nýjum myndum og nýverið fengu þau 30 til viðbótar við það úrval sem fyrir var. Skagablaðið óskar þeim til hamingj u með kaupin og árnar þeim velfarnaðar í viðskiptum. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.