Skagablaðið


Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 1
orð Jóns. Jón benti einnig á, að fasteignaverð hér væri nú um 58% af því sem gerðist í Reykja- vík en hefði verið 68-70% fyrir 3-4 árum. Til samanburðar væri verð fasteigna í Keflavík um 70% af verðinu í Reykjavík en fyrir 3-4 árum hefði Keflavík verið á sama stalli og Akranes. Hörður benti á að fsteignaverð í bænum hefði alltaf verið fremur lágt, hverju svo sem um væri að kenna, t.d. lægra en í Borgarnesi. Skýringin væri e.t.v. að hluta sú, að Skagamenn hefðu um árabil byggt ódýrar en aðrir landsmenn og mætti í því sambandi nefna byggingu íbúða við dvalarheimil- ið Höfða og sambærilegar íbúðir við Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar væri allt að því helmingsmunur á verði. Svo aftur sé vikið að þætti bæjarblaðanna voru ekki allir sammála um að þau væru of neikvæð í umfjöllun sinni. Ingi- björg Pálmadóttir (F) sagðist ekki telja þau hafa gert annað en að segja frá staðreyndum, sem blöstu við öllum. Þá sló Engil- bert Guðmundsson (AB) því fram meira í gríni en alvöru, að úr því allt væri í svo góðu lagi sem meirihlutinn segði því léti hann ekki fara frá sér greinargerð í bæjarblöðin og léti svo birta mynd af öllum bæjarfulltrúum skælbrosandi. Engin vandamál! Stórgjaf- ir Kiwanis- manna Kiwanisklúbburinn Þyrill mun á morgun afhenda Sambýlinu við Vesturgötu glæsilega 12 manna' bifreið af gerðinni Mitsubishi að gjöf. Verðmæti bifreiðarinnar er um 600.000 krónur án aðflutn- ingsgjalda. Þyrill á 15 ára afmæli á morgun og er gjöfin til Sambýlisins af því tilefni. Við þetta sama tækifæri ætlar klúbburinn að afhenda tvær aðrar stórgjafir. Dvalarheimilið Höfði fær 100.000 krónur að gjöf og björgunarsveitin Hjálpin 75.000 krónur. Sannarlega höfð- inglegar gjafir Þyrils á þessum tímamótum klúbbsins. Sjá nánar viðtal við Sigurstein Hákonarson, formann Þyrils, á bls. 3. fbúum Akraness fækkaði í fyrsta sinn í áratug - Ljósi punkturínn: meira rými fyrir hina, sem enn búa í bænum Ef myndin prentast vel má sjá reykinn upp af SFA-húsinu í morgunskímunni. Eldsvoöi hjá SFA en lítift tjón varð - slökkviliðiö fljótt á staðinn Um klukkan 9 á laugardags- morgun barst lögreglunni til- kynning um að eldur væri laus í húsi Sfldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness. Boðin voru þegar látin ganga til slökkvi- liðsins, sem var mætt á vettvang fyrr en varði. Þegar að var komið reyndist eldur í skúr við skorstein verk- smiðjunnar og gekk greiðlega að slökkva hann. Var slökkvi- starfi lokið tæpri klukkustundu eftir að það hófst. Talið er að kviknað hafi í einangrun út frá hita. Þakka má fyrir að eldurinn náði ekki að breiðast út því þá hefði illa getað farið. Brunar í síldarverksmiðjum hafa á liðn- um árum verið erfiðir viður- eignar en hér tókst að afstýra stórtjóni. íbúum Akraness fækkaði um 60 í fyrra og er það í fyrsta sinn í heilan áratug að öfugþróun verður í íbúafjölgun í bænum. Allt frá árinu 1974 þegar íbúar bæjarins voru 4.514 talsins hefur orðið fjölgun á milli ára þar til í fyrra. Þetta kom m.a. fram í máli Jóns Sveinssonar (F) á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tölurnar las Jón upp eftir snarpar umræður um atvinnuástand í bænum. íbúar þann 1. des. sl. voru 5.289, en 5.349 árið á undan. Umræðurnar um horfur og stöðu í atvinnumálum voru fróð- legar og voru ekki allir á eitt sáttir. Engilbert Guðmundsson (AB) sagði það alvarlega stað- reynd, að Akranes virtist vera orðinn einn þeirra staða á land- inu, þar sem viðvarandi atvinnu- leysi væri hvað mest. Máli sínu til stuðnings benti Engilbert á að fasteignaverð hér á Akranesi væri úr takt við það sem gerðist annars staðar á SV-horninu. Hörður Pálsson (S) taldi ástandið í atvinnumálum síst verra nú en mörg undanfarin ár og harmaði umfjöllun bæjarblað- anna um atvinnumál. Taldi hana allt of neikvæða. Guðmundur Vésteinsson (A) tók í sama streng og taldi að nauðsynlegt væri að meiri bjartsýni gætti í skrifum blaðanna. Jón Sveinsson sagðist einnig sammála þeim Herði og Guð- mundi þótt „tölur um atvinnu- leysi væri ískyggilegar fyrir ekki stærra bæjarfélag,“ svo notuð séu Uppsprettan, sem Jón fann í fjallinu. Fann 15 gráðu heitt vatn 250 metra uppi í hlíðum Akrafjalls - Orkustofnun telur að hér sé um svokölluð fjallavermsl að ræða, ekki heitavatnsæð þeim á óvart. f skýrslu, sem hann ræða en býst við að svo sé,“ sagði „Ég er búinn að vita af þessu í mörg ár en hef ekkcrt verið að segja frá því fyrr en nú,“ sagði Jón Pétursson er hann skýrði Skagablaðinu frá því að hann hefði á einni af fjölmörgum gönguferðum sínum um Akrafjallið fundið uppsprettulind, sem úr rynni 15 gráðu heitt vatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru og mældi hitann á vatninu og tók sýni, sem þeir hjá hitaveitunni ætla að senda í rannsókn,“ Uppsprettan, sem hérum ræðir undir niðri leyndist öflug heita er í um 250 metra hæð yfir sjávarmáli að því er Jón taldi og sagðist hann bíða spenntur eftir því hvað út úr rannsóknunum kæmi. Taldi hann að úr því vatnið brytist upp á yfirborðið í þessari hæð væri þess e.t.v. að vænta að vatnsæð. Skagablaðið sneri sér til jarð- hitadeildar Orkustofnunar og leit- aði álits hennar og frekari upp- lýsinga. Lúðvík Georgsson, verk- fræðingur, varð fyrir svörum og sagði þessar fregnir ekki koma hefði undir höndum og er frá árinu 1968, kemur m.a. fram að nokkuð víða í og við Akrafjall sé að finna litlar uppsprettur með vatni, sem er heitara en gengur og gerist um uppsprettuvatn. „Þetta er kallað fjallavermsl,“ sagði Lúðvík og benti Skaga- blaðinu á að skv. þeirra skýrslum væri' uppspretta með 9 gráðu heitu vatni í fjallinu upp af Innri- Hólma. „Ég veit auðvitað ekki hvort um sömu uppsprettu er að hann og bætti því við að Skaga- menn þyrftu tæplega að gera því skóna að þarna væri að finna nýja og öfluga heitavatnsæð. „Líkast til er þetta vatn, sem rennur ofan í jarðveginn ofar í fjallinu, hitnar eilítið á leiðinni, og kemur síðan upp annarsstaðar. Skýringar á hitanum eru flóknar og marg- víslegar en hiti vatnsins getur breyst snögglega fyrir áhrif utan- aðkomandi afla, t.d. veðurs.“

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.