Skagablaðið


Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 3
Fréttir í stuttu máli Tveir af starfsmönnum skrifstofu Akraneskaupstað- ar eru nú á förum úr embætti. Einar Jónsson, aðalféhirðir, hyggst stunda sjóinn og Sig- urbjörn Sveinsson, launafull- trúi, hefur fengið starf hjá Varnarliðinu. Mun hann vinna við launamál hjá Varn- arliðinu. Tap fyrir Skallagrími Aldrei fór það svo að Skagamönnum tækist að bera sigurorð af Skallagríms- mönnum er liðin mættust í íþróttahúsinu við Vesturgötu á föstudagskvöld. Lokatölur urðu 9f-80 gestunum í vil eftir að Skagamenn höfðu byrjað leikinn af krafti. Að sögn Gísla Gíslasonar, sem var langstigahæstur okk- ar manna, var leikurinn engu að síður sá besti hjá Skaga- mönnum körfuboltalega séð. Hins vegar átti liðið tvo slæma kafla í leiknum, sem hvor um sig var vart nema mínúta, en það nægði til þess að slá menn út af laginu, Gísli skoraði 36 stig, Hilmar Bárð- arson 12 og Samúel Guð- mundsson 10. Hjá Skalla- grími skoraði Hafsteinn 26, Garðar Jónsson 22 og Guð- mundur Guðmundsson 20. Landgangur tekinn Við á Skagablaðinu minnt- umst á það í 14. tbl., að gamall landgangur væri ekki til neins nema lítils yndisauka á Akraborgarbryggju og bentum þá á að ekki væri úr vegi að fjarlægja hann. Það hefur nú verið gert og er ástæða til að þakka þeim er að því stóðu. Betri þjónusta Það er ekki oft að útgerð Akraborgar er hrósað fyrir eitt eða annað, venjulega eru skammaryrðin á takteinum er hana ber á góma og gagn- rýnin sem þetta ómetanlega samgöngutæki fær er oft óvægin. Blm. Skagablaðsins veitti því athygli í vikunni er hann ferðaðist með skipinu, að í neðri sal hefur verið komið fyrir þægilegum svampkoddum með vinylá- klæði til að gera fólki kleift að leggjast til svefna þegar illa viðrar. Þessi lausn er í senn snjöll og hentug því ekkert er auðveldara en að fjarlægja þá þegar ekki eru not fyrir þá. Fyllsta ástæða er til að þakka útgerð Akraborgar fyrir þessa auknu þjónustu, sem víst er að sjóveikir munu kunna vel að meta. Kiwanisklúbburinn Þyrill 15 ára á morgun: Markmiðið að láta gott af sér leiða — Skagablaðið ræðir við Sigurstein Hákonarson, formann Þyrils Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi á 15 ára afmæli á morgun. Klúbburinn var stofnaður 26. janúar 1970 af Ólafi Jónssyni, sem var fyrsti forseti hans. Stofnfélagar voru um 30. í tilefni dagsins fórum við og ræddum við núverandi forseta Þyrils, Sigurstein Hákonarson. Við spurðum hann fyrst hverskonar félagsskapur Kiwanis væri. Sigursteinn sagði hann vera verið Dvalarheimilið Höfði, alþjóðlegan þjónustuklúbb stofn- Sjúkrahús Akraness, Björgunar- aðan 1915 í USA og mætti segja sveitin Hjálpin og svo stolt okkar unum sem við höldum rennur hann líka til líknarmála. Ég vil taka það fram til að forðast misskilning að það fé sem við söfnun á þennan hátt, er ekki notað til að fjármagna nýja hús- næðið sem við erum að innrétta. Við kostum það sjálfir og vinnum við það í sjálfboðavinnu. Lögum samkvæmt megum við láta pen- inga sem koma inn vegna eigin kaupa (þ.e. ef Kiwanismaður kaupir flugelda t.d.) renna í þarfir klúbbsins en við höfum ekki notfært okkur það. Þessi vinna okkar hefur virkilega eflt starfið í félaginu, það skapast einnig og mæting á fundi hefur aukist. Þetta húsnæði er efsta hæðin á Vesturgötu 48 (SS) 200 ferm. Þar verður pláss fyrir 100 manns í fundarsalnum, þannig að öll okk- ar starfsemi færist þangað. Hvort við höldum böll þar? Við höfum nú ekki hugsað um það og höfum engin leyfi til opinberra skemmtana. En það væri hægt plássins vegna. „Gaman í Kiwanis? Já, það er það tvímælalaust“, sagði Sigur- steinn Hákonarson í lokin! —SEÞ. að markmiðið væri að láta gott af sér leiða. „Við byggjum betra líf“ eru sameiginleg einkunnarorð. Félagið er opið öllum og starfar fyrir opnum tjöldum eftir venju- legum fundarsköpum. Félagar, sem eru 49 talsins, starfa allir í nefndum og stefnan er að allir séu virkir. Almennir fundir eru ann- an hvern mánudag í Hótelinu, en nefndarfundir eru hinn mánu- daginn. Fundirnir fara mjög skipulega fram og taka ekki meira en einn og hálfan tíma í einu. „Samskipti við erlenda klúbba eru mestmegnis skrifleg, við fáum sendar alþjóðlegar Kiwanisfréttir o.þ.h. Við tökum visst gjald af öllum meðlimum og sendum út til aðalstöðvanna í Sviss. Núna eru starfandi 8000 klúbbar í 78 lönd- um, alls 312.000 manns“, sagði Sigursteinn. Kiwanis er karlaklúbbur eins og flestir vita, en eiginkonur félaganna starfa í hliðstæðum kvennaklúbb Sinawik. Allt til líknarmála „Aðalstyrkþegar okkar hafa Kiwanismanna, Sigurfari. Hann keyptum við til landsins ’74 og gáfum Görðum, við unnum einn- ig í sjálfboðavinnu við hann í byrjun við hreinsun og þess hátt- ar. Kiwanisklúbbar um allan heim tileinka fjölfötluðum árið í ár. Við ákváðum fljótlega að láta Sambýlið njóta þess, og gefa myndarlega gjöf í tilefni afmæl- isins. Hugmyndin var að gera íbúum Sambýlisins auðveldara að fara ferða sinna, þannig að við keyptum bíl, Mitsubishi Minibus, 12 manna, að verðmæti 600.000. Auk þess gefum við 100.000 kr. í Sigurfarasjóð og 75.000 kr. til björgunarsveitarinnar Hjálpar- innar.“ — Hvernig aflið þið alls þessa fjár? „Það sem við gefum kemur að sjálfsögðu allt frá bæjarbúum og nágrannabyggðum sem kaupa af okkur flugeldana og blómin á konudaginn, en það tvennt er aðalfjáröflunarleið okkar. Ef gróði verður af þeim skemmt- ÍHB AKRANESKAUPSTAÐUR Laust starf Starf hundaeftirlitsmanns er laust til umsóknar. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá heilbrigðisfulltrúa í síma 1984. Heilbrigðisfulltrúi Kiwanismenn í húsnœði sínu, sem þeir hafa sjálfir innréttað. AKRANESKAUPSTAÐUR Álagning fasteignagjalda og útsvars Gjalddagar fasteignagjalda og fyrir- framálagningar útsvara eru nú 5: 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara er 1. febr- úar næstkomandi. Dráttarvextir reiknast að kvöldi 15. febrúar næst- komandi. Gerið skil og komist þannig hjá óþægindum. Innheimta Akraneskaupstaðar f~rHvaxtareikningur •• VORN ŒGN VERÐBOLGU Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. /. Betrí kjör bjóðast varía. $ Samvinnubankinn 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.