Skagablaðið - 01.02.1985, Side 1

Skagablaðið - 01.02.1985, Side 1
Verðráttan það sem af er vetri hefur komið flestum íbúum SV- hornsins í opna skjöldu eftir hina fádæma leiðinlegu tíð á sama tíma síðasta vetur. Ef frá eru skildir stuttir kaflar hefur snjó varla fest á jörðu að heitið getur og ástandið er eitthvað annað en í janúar og febrúar i fyrra. Á ferð okkar um bæinn fyrir skemmstu rákumst við Skaga- blaðsmcnn á þessa kappa (sjá mynd til hægri), þar sem þeir unnu við að steypa hluta plansins fyrir Iram Hjólbarðaviðgerðina á Suðurgötu. Þeir, scm unnu við að steypa, gáfu sér ekki tíma til að líta upp þótt blaðasnápa bæri að garði. Hins vegar höfðu þeir mciri áhyggjur af vatni, sem lak ofan af þaki hússins bcint ofan í steyp- una. Einn mannanna á myndinni var einmitt á leið til að kanna það mál frckar er myndinni var smellt 3. TBL. 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 VERÐ KR. 30,- Ég trúi ekki að stjómvöld láti þetta gerast — segir Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautar, um hótanir kennara um fjöldauppsagnir „Ef kennarar láta verða af þessum hótunum sínum þá er óhjákvæmilegt að skólanum verði lokað,“ sagði Þórir Ólafs- son, skólameistari Fjölbrauta- skóla Akraness, er Skagablaðið innti hann eftir því hverjar af- leiðingar yrðu ef fjöldauppsagnir kennara yrðu að raunveruleika þann 1. mars n.k. eins og þeir hafa hótað. í grein, sem sjá má á bls. 5 í Skagablaðinu í dag, gera kenn- arar grein fyrir afstöðu sinni og segja mælinn nú fullan. Þeir segja engan vilja af hálfu fjármála- ráðuneytisins til þess að bæta laun kennara Þórir Ólafsson sagði einnig við Skagablaðið, að hér væri á ferð- inni svo alvarlegt mál, að hann tryði því ekki að það yrði að raunveruleika, þ.e. að stjórnvoia leyfðu þessu að gerast. Ef kenn- arar gengju út og gerðu alvöru úr hótunum sínum yrði það áfall, sem skólakerfið yrði ár og áratugi að jafna sig á. Sjá nánar í grein á bls. 5.: Hvers vegna hættum við 1. mars? Haraldur AK-10 seld- ur til Eyja Gengið hefur verið frá sölu á Haraldi AK-10 til Vestmanna- eyja. Staðfesti Haraldur Stur- laugsson, forstjóri HB&Co, þetta í samtali við Skagablaðið. Kaupandi að skipinu er Gunn- Iaugur Ólafsson og verður kaup- verðið einhversstaðar í kringum 30 milljónir króna. Fær skipið nafnið Gandi VE-171. Haraldur var smíðaður árið 1961 og hefur alla tíð verið happaskip að sögn Haraldar Stur- laugssonar. Útúrfullt var í Arnardal á break-dans keppni fyrir skemmstu eins og sjá má á myndinni. „Amardalur orð- inn allt of líl till“ Æskulýðsheimili okkar Skagamanna var innréttað fyrir nokkr- um árum og átti þá að heita bráðabirgðalausn. Til að fá vitneskju um framtíð þess og væntanlegt frambúðarhúsnæði fór blaða- maður og átti stutt spjall við forstöðumann Arnardals, Elís Þór Sigurðsson. Hann var spurður hvort Arnardalur væri ekki orðinn oflítill. „Jú, alltof lítill," svaraði hann með áherslu. — Nú var þetta hugsað til bráðabirgða, húsið var ekki einu sinni á bœjarskipulaginu, eru einhverjar áœtlanir um betra húsnœði eða nýbyggingu? „Nýbyggingu?" EIís Þór horfði á blaðamanninn eins og hann væri ekki alveg heilbrigð- ur. „Nei, og það er ekki heldur neitt húsnæði sem kemur til greina í bænum. Enda fer Arn- ardalur aldrei héðan, þeir eru búnir að setja hann aftur inn í skipulagið." — Hvernig vœri að nota Iðn- skólann sem æskulýðsheimili, og nota Arnardal fyrir leik- skóla? „Það má náttúrlega taka allt til umræðu, en ég held við myndum aldrei tíma því, þetta er svo mikið tilfinningaatriði. Ég á við að við erum búin að leggja svo mikið bæði vinnu og peninga í þetta hús að maður myndi ekki tíma að fara annað. Það er líklegra, að í framtíðinni kaupum við húsin við hliðina og notum þau. Eða fáum færanleg timbureiningahús á lóðina á sumrin með aðstöðu fyrir vinnu- skólann. Vinnuaðstaðan hér á skrifstofunni er ekki mönnum bjóðandi, sérstaklega á sumrin þegar vinnuskólanum er fjar- stýrt héðan og kannski auk þess í gangi námskeið með 20-40 börnum í húsinu. Nú svo verður að fara að huga að aðstöðu fyrir krakkana ofan úr hverfi. Núna er svo komið að flestir unglingar búa fyrir ofan hringtorg eins og maður segir. Það væri athug- andi að þau fengju aðstöðu í Grundaskóla kvöld og helgar." — Ég sá mynd tekna hér uppi í „breik“-keppninni og mér sýndist hver fersentimetri nýtt- ur. Hvað komast margir í sal- inn? „Salurinn tekur minna en 150 manns. Það er brýnast að fá stærri sal. Ein hugmyndin er að taka þakið af og stækka þannig, eða byggja við aftan frá.“ — Ihvernig ástandi eru bruna- varnir hjá ykkur? „Þær eru líklega á fáum stöð- um jafngóðar. Hér eru 4 út- gangar, við höfum 6 stór slökkvitæki og svo er reyk- skynjari fyrir framan eldhúsið“. — SEÞ. Fjölmennur fundur með sjávarútvegsráöherra Talið er að um eða yfir 100 fundurinn sem stóð í 4 tíma manns hafí sótt almennan fund, snerist upp í hasar af einhverju sem efnt var til með Halldóri tagi, hafa vafalítið orðið fyrir Asgrímssyni, sjávarútvegsráð- vonbrigðum því umræður voru herra, og Jakobi Jakobssyni, hinar gagnlegustu og virtist fund- fiskifræðingi, á miðvikudags- urinn byggður upp m.a. með það kvöld. fyrir augum að eyða tortryggni Þeir, sem áttu von á því að sjómanna í garð fiskifræðinga.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.