Skagablaðið


Skagablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 7
A férð um Akrafjallið með Jóni Péturssyni: „Hið fegursta útsýni þegar upp er komið“ Jón Pétursson er einhver allra frískasti göngugarpur bæj- aríns og þótt víðar værí leitað. Ferðir hans um nágrenni bæjar- ins skipta hundruðum og þeir eru vafalítið fáir sem státað geta af fleiri gönguferðum um Akra- fjallið. Jón er enda þaulkunn- ugur öllum staðháttum í fjallinu okkar fallega. Skagablaðið fór þess á leit við Jón fyrir alllöngu að hann skrifaði leiðarlýsingu eftir eina af ferðunum um fjall- ið og brást hann vel við. Grein hans, sem fer hér á eftir, er að mati okkar Skagablaðsmanna ekki aðeins skemmtileg aflestr- ar heldur og stórfróðleg með tilliti til örnefna. Upphaf ferðar Ferðina skulum við hefja við grónar rústir af bæ, sem hét Foss eða Fossakot og stóð fyrir austan fossinn, ef foss skyldi kalla, þar sem Berjadalsáin kemur fram úr klettunum á leið sinni til sjávar. Sagt hefur mér kunnugur maður, að oft hafi fengist góð silungsveiði í foss- inum seinnipart sumars áður en vatnið var tekið úr ánni og leitt niður á Skaga. Við yfirgefum bílinn og höld- um sem leið liggur eftir veg- inum en aðeins stuttan spöl því vegurinn beygir til hægri að vatnsþrónum, en við höldum á brattann. Framundan er Sel- brekkan. Ekki er hún mjög há en drjúg samt og æði brött þegar upp í hana kemur. Þar fá menn að svitna vel ef rösklega er gengið. Á vorin þegar varpið er byrjað á fjallinu má stundum sjá brotin egg í brekkunni. Þá hafa þreyttir fætur brugðist eig- endum sínum á leið niður brekkuna. Enda vill oft verða hált þar, sérstaklega efst, þar sem brattinn er mestur og kannski blautt eftir rigningar og menn þreyttir eftir langa göngu um fjallið í eggjaleit. Ef snjór er yfir er betra að fara varlega því að harður skafl og svellbunkar vilja myndast á brekkubrún- inni. En við komust klakklaust upp á brún því nú er gangfæri eins og best verður á kosið. Fegursta útsýni Þegar upp er komið blasir við okkur hið fegursta útsýni. Berjadalurinn með sínar bröttu hlíðar framundan en ef litið er til baka blasir við hið besta útsýni niður á Skaga og Faxa- flóinn blasir við, blár og sléttur að þessu sinni. í norðri er Snæfellsjökull og skartar sínu fegursta í morgunsólinni. Þá sést mjög vel vestur á Mýrar og um Snæfellsnesið. Ágætt útsýni er og upp í Melasveit og inn með Akrafjallinu að norðan- verðu. Svo má líka sjá eitt og annað, sem kætir augað ekki eins mikið. Þar má fyrst til taka reykinn af sorphaugunum sem liðast upp í loftið, svartur og illa lyktandi. Upp undir fjallinu, fyrir neðan ána, voru reistir fiskhjallar í eina tíð en tímans tönn ætlar að vinna á þeim eins og öðru og er helmingurinn af þeim fokinn um og er lítið augnayndi ofan af fjallinu að sjá og fellur illa inn í umhverfið. Neðst í gljúfrunum er vatns- geymsluþró, þar sem hinu „holla og tæra“ neysluvatni okkar Skagamanna er safnað í þegar það kemur úr fjallinu. Aðeins neðar má sjá tvær þrær, sem sía eiga mestu og stærstu óhreinindin úr vatninu áður en það lendir í krönum okkar. Ekki hafa þær þó alltaf megnað að hreinsa vatnið sem skvldi. Eitt haustið fyrir nokkrum árum mátti heyra í útvarpinu hvatningu til okkar Skaga- manna frá heilbrigðisyfirvöld- um að sjóða vatnið áður en það væri drukkið. í fyrstu stórrign- ingum á haustin skolast veið- ibjölludritið niður með vatninu og það er einmitt þá sem vatnið er ekki hollara en góðu hófi gegnir. En nú er öldin önnur, komin þessi landsins fullkomn- ustu hreinsitæki á leiðsluna inni við golfvöll, sem hreinsar alla sýkla og óhreinindi úr vatninu. Nú getum við drukkið eins mikið og okkur lystir af ósoðnu vatni án þess að eiga neitt á hættu. Og nú er svo komið að varla fær nokkur maður á Skaga kvilla eða pest. Á gljúfurbrún Eftir að hafa kastað mæðinni góða stund og virt fyrir okkur eitt og annað þarna af brúninni stöndum við upp og höldum af stað. Á hægri hönd er smá vörðubrot, sem við köstum í nokkrum steinum að gamni okkar. Frá vörðunni göngum við fram á brún gljúfursins, sem við höfum á hægri hönd þegar gengið er inn fjallið. Þar niðri rennur áin í fossum og flúðum á leið sinni í þrærnar góðu og til sjávar. Þegar áin er í klaka- böndum myndast oft hinar ýmsu kynjamyndir hlaðnar upp af ís og snjó niðri í gljúfrinu. Ekki skyldi fólk ganga mjög nærri brún gljúfursins því alltaf getur mönnum skrikað fótur eða þá að svellbunki gæti leynst undir snjóföl og þá gæti illa farið. Fyrir ofan gljúfrin að sunn- anverðu liggja tveir götuslóðar inn fjallið. Sá efri heitir Gísla- gata en sá neðri Tæpagata. Sú síðari er varasöm yfirferar og ófær á vetrum í snjó og klaka. í klettahöfða á móti okkur gefur að líta holu eða skúta, ekki stóran. Þar hefur krummi gamli átt sitt hreiður mörg undanfarin vor. Við höldum áfram göngu okkar inn með gljúfrinu að norðanverðu. Að eyrum okkar berst lítið annað en niðurinn í ánni í gljúfrinu. Framundan blasir Berjadalurinn við með sínar bröttu hlíðar. Efst á hægri hönd sjáum við Háahnjúk bera við himin, þar inn af ber við himin bungu eina mikla og er það Jókubunga. Á vinstri hönd ber einna mest á klettastrýtu utarlega í fjallinu og er það Guðfinnuþúfa. Inn af Guð- finnuþúfu, héðan að sjá, lítum við efri hluta Skellibrekkna og beint framundan okkur sjáum Fossinn í gljúfrinu. við í Lambatungur og í aust- urgilið og þar með höfum við lokað hringnum sem séður verður héðan neðan af brúnum. Áfram inn fjallið Við höldum göngu okkar á- fram inn með ánni. Nú eru gljúfrin að baki og betra göngu- færi tekur við. Hér taka við dálitlar eyrar, sem eru góðar yfirferðar á öllum tímum árs. Það er á þessum eyrum, sem veiðibjallan situr í hundraðatali á sumrin og viðrar sig eftir gott bað í ánni, þar sem hún þvær af sér óhreinindin sem hún fær á sig á rusalhaugum okkar Skaga- manna niðri við Garðasel og annars staðar, þar sem hún sækir æti sitt. Áfram höldum við göngu okkar inn með ánni. Þegar innar kemur þrengist dal- urinn til muna og sléttlendið með ánni er brátt að baki en brattar hlíðar dalsins ná alveg niður að á. Á hægri hönd höfum við smágilskorning, sem endar uppi við bunguna að vestan- verðu. Þetta gil heitir Dagmála- gil. Þegar við erum komin hér inneftir blasir við sjónum okkar Geirmundartindur á vinstri hönd. Ekki er hann fallegur eða tilkomumikill héðan að sjá, að- eins ávala brún hans ber við himin. Það er aðeins meiri glæsibragur yfir honum er við lítum hann neðan af Skaga, eins er við ökum inn með fjallinu, þá blasir hann þverhníptur við sjónum okkar. Enn höldum við áfram göngunni lítinn spöl því nú er orðið fremur óþægilegt að ganga vegna brattans. Hér birt- ist okkur á vinstri hönd stórt og mikið gil, sem nær rétt upp undir Geirmundartind. Þetta er Þvergilið. Ferðalok Lengra höldum við ekki að þessu sinni en stöldrum hér við og köstum mæðinni eftir um klukkutíma göngu frá bílnum í björtu og fögru veðri. Þegar hingað er komið verður leiðin inn með ánni torsóttari því nú ná hlíðar dalsins alveg niður að á án nokkurra sléttra eyra. En stundum getur verið gott gang- færi í Suðurgil eða jafnvel lengra. Það er að vetrarlagi þegar harðfenni hylur ána og hún rennur hæg og róleg undir ís og snjó. Ekki er margt sem rýfur kyrrðina í fjallinu þessa fögru morgunstund. Aðeins einn og einn hrafn flýgur krunk- andi um, kannski á leið niður að sjó í leit að æti. Einnig má sjá nokkra snjótittlinga, sem flögra tístandi inn með ánni. Hér snúum við við og höldum sömu leið til baka. Þakka samfylgd- ina.“ Jón Pétursson Séð inn Berjadalinn. f 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.