Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 1
Feröamálafyrirtæki stofnað í marsbyrjun: Vilji bæjarfaúa til hlutaQáh kaupa kannaður - Danfríður Skarphéðinsdóttir ráðinn ferðamálafulltrúi Ákveðið hefur verið að stofna hlutafélag um ferðaþjónustu á Akranesi þann 2. mars næstkom- andi. Sent hefur verið út bréf til fyrirtækja og einstaklinga og hug- ur þeirra til hlutafjárkaupa kann- aður. Um er að ræða bréf upp á kr. 5000.-, 10.000,- eða kr. 50.000.-. Miðað er við að hlutafé verði á bilinu 500 þúsund til ein milljón. Danfríður Skarphéðinsdóttir hefur verið ráðinn ferðamálafull- trúi eins og Skagablaðið skýrði reyndar frá fyrir hálfum öðrum mánuði og mun hún sjá um skipulagningu þjónustu við ferða- menn hér á Akranesi í sumar. í samvinnu við ferðamálanefnd, sem starfandi hefur verið hér um SS-búóin tekurVISA SS-versIunin við Vestur- götu hefur tekið upp notkun VISA korta. Skagablaðið hafði samband við Harald Har- aldsson verslunarstjóra og fengum hann til að segja okkur hver reynslan hefði verið af þeim. Haraldur sagði að SS hefði byrjað með kortin í kringum 20.desember enda hefði þá verið þrýst mikið á það af viðskiptavinum. Síðan hefði þetta bara gengið vel og fólki líkað vel við þetta. Hann kvað þetta fyrirkomulag koma svipað út fyrir versl- unina og mánaðarreikning- arnir. Pær vörur sem keyptar eru með kreditkortum eru lánaðar í allt að 45 daga, en sá væri munurinn að bankinn ábyrgðist greiðslu þannig að þetta væri 100% öruggt. Aðspurður um hvort við- skiptavinum hefði fjölgað við að kreditkortaþjónustan hefði verið tekin upp, sagðist Haraldur ekki vita það ná- kvæmlega en hélt þó að hann hefði séð ný andlit hjá sér. — SEÞ. allnokkurt skeið, boðaði Dan- fríður til blaðamannafundar á þriðjudag. Á fundinum voru reifaðar þær hugmyndir, sem helstar eru á prjónunum fyrir sumarið og einn- ig var skýrt frá reynslunni við ferðaþjónustu hér síðasta sumar. Á meðal verkefna væntanlegs félags má nefna að koma upp tjaldaðstöðu við hús KFUM og K við hringtorgið, en hugmyndin er að í húsinu verði boðið upp á svefnpokapláss. Þá er annað verk- efnið á þá leið að reyna að koma á fót útimarkaði með blóm, ávexti og grænmeti auk handunn- inna muna. Stefnt er að því að aðalmarkaðsdagurinn verði föstu- dagur og yrði hann einnig dagur skoðunarferða um Akranes. Enn- fremur eru uppi hugmyndir um að komast í samband við fólk, sem hefur aðstöðu til þess að selja gistingu og morgunverð (sjá aug- lýsingu í blaðinu þess efnis). Reynslan af ferðamannaþjón- ustunni í fyrra þótti gefa það góða raun, að ekki væri ástæða til annars en að halda áfram á sömu braut, jafnvel þótt þátttakan væri ekki alltaf beysin. Ferðirnar voru þá í umsjá Þórdísar Arthurs- dóttur, sem lét aldrei deigan síga, og var óþreytandi í allri upp- lýsingaöflun og fróðleiksmiðlun til handa ferðamönnum, hvort heldur þeir voru innlendir eða erlendir. Ferðirnar í fyrra byggðust upp á heimsóknum í tvö fyrirtæki, frystihús Heimaskaga og Akra- prjón. Síðan varfarið að Görðum og byggðasafnið skoðað, þá snætt og loks skoðaður vísir að úti- markaði á Akratorgi. Danfríður hefur aðstöðu að Skólabraut 31, og er með við- talstíma frá kl. 17 til 19 á þriðju- dögum. Síminn þar er 2884 og eru bæjarbúar hvattir til þess að leggja henni og öðrum áhuga- mönnum um uppbyggingu ferða- mannaþjónustu hér lið með því að gauka góðum hugmyndum að henni á umræddum tíma. Með sameiginlegu átaki er hægt að gera Akranes að eftirstóttum ferðamannastað. Slíkt hefst ekki átakalaust, en nú er lag. —SEÞ/-SSV. Sorpbifreiðin í Ijósum logum á öskuhaugunum. —1M/—SEÞ. Úr öskunni í eldinn — sorpbifreioin brann til kaldra kola á haugunum Eldur komst í sorpbflinn er hann var að losa sorp inn á haugum, á laugardaginn var og er hann gjörónýtur. Óhappið var um hádegisbil, þegar öku- maður missti bflinn framaf, of- an í eldinn og þar brann hann til ösku. Sorpbfllinn er nú eins og hvert annað brunnið rusl á haugunum. Valgeir Guðmundsson, sem rekur bílinn sagði • að ekkert stopp yrði í sorphreinsun því hann ætti gamlan sorpbíl til vara sem hann myndi nota uns nýr fengist. Valgeir kvaðst strax fara að reyna að útvega nýjan bíl en það versta væri að svona ökutæki fást ekki innanlands heldur verður að fá það erlendis frá. Hann vonaði þó að ekki liðu nema 2-3 vikur þar til nýr bíll kæmist í gagnið, og að öllum líkindum bættu trygging- ar tjónið að öllu eða mestu leiti. Verðmæti bílsins gat hann ekki gefið upp en það er töluvert. „Hæpnar forsendur í pólitísku áróðursskyni - segir Hallgrímur Hallgrímsson, fasteignasali, og telur upplýsingar Jóns Sveinssonar, starfsbróður síns, um verð fasteigna á Akranesi ekki réttar „Það er afar slæmt, að bæjarfulltrúi noti jafn hæpnar forsendur í pólitísku áróðursskyni. Ef það er eitthvað, sem fælir fólk frá því að fjárfesta hér er það svona niðurrifstal, þ.e. að telja fólki trú um að hér sé allt á niðurleið," sagði Hallgrímur Hallgrímsson, fasteignasali, er hann kom að máli við Skagablaðið í kjölfar ummæla Jóns Sveinssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins og fasteignasala, um fasteignaverð í Skagablaðinu fyrir Hallgrímur sagði tölur Jóns fengnar úr töflum frá Fasteigna- mati ríkisins um meðalverð á öllum eignum í viðkomandi bæj- um og því óeðlilegt að vera með beinan samanburð. Væri enda tekið fram í formála að töflunum að samanburð bæri að taka með allmikilli varfærni. Hallgrímur telur að verðmunur á sambærilegum íbúðum hér og í Reykjavík sé ekki eins mikill og Jón segir, þ.e. 58-60% af verði tveimur vikum. íbúða í Reykjavík. Hið rétta sé að verðið sé 65-70% af verði sambærilegra íbúða í höfuðborg- inni. Þetta segir Hallgrímur alls ekki óeðlilegan mun því Reykjavík sé nú mikið spennusvæði, m.a. vegna aðflutts fólks. Fimmta hver íbúð í Reykjavík mun keypt af aðkomufólki. Þar er einnig fleira hátekjufólk, sem býr í lúxusíbúð- um sem svo aftur hækka meðal- talið. Þá væri lóðaverð í Reykja- vík margfalt hærra þar en hér. Til að fá réttlátan samanburð yrði að byrja á að draga frá mismuninn á lóðaverðinu áður en verð t.d. einbýlishúsa er borið saman. í máli Hallgríms kom ennfrem- ur fram, að Akranes hefði haldið sínum hlut í samkeppninni þrátt fyrir tímabundið óöryggi í at- vinnumálum. Máli sínu til stuðn- ings blaðaði hann í fasteignaaug- lýsingum og bar saman 110m2 íbúðir í Breiðholti og hér. Önnur í Breiðholtinu var á 1,8 milljón, hin á 1,95 milljón. Sambærileg íbúð hér kostar 1,5 milljón. I samanburði við þá dýrari er hlutfallið 76%, en 83% saman- borið við þá ódýrari. —SEÞ/-SSV.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.