Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 7
Jopp-10“ videó Vafalítið hafa lesendur tekið eftir því, að listann yfir tíu vinsælustu myndirnar á myndbandaleigum bæjarins vantaði í síðasta blað. Sá skortur kom einvörðungu til vegna gífurlegra þrengsla í blaðinu. Nú er Skagablaðið 2 síðum stærra en samt verður mikið efni útundan, ekki þó listarnir aðra vikuna í röð, nei o nei. En orðlengjum þetta ekki frekar og lítum á vinsælustu myndirnar. Myndbandaleigan Ás 1. Educating Rita 2. An offícer and a gentleman 3. Húsið (íslensk) 4. Maður, kona, barn 5. 1922 6. Bloodline 7. Með allt á hreinu (ísl.) 8. Augu Láru Mars 9. Skólaklíkan 10. Stripes Þátttakendur 6. flokks í firmakeppninni vinsœlu. „Hemlakerfið ódýrara" —segir Ingótfur Hrótfsson, hitaveitustjóri vegna fyrirspumar frá lesanda húsbyggjendur væru skyldugir til að leggja í ný hús en þeir sem ættu gömul hús gætu valið, best væri þó að sem flestir þeirra skiptu frá rafmagni yfir í hitaveitu. —SEP. Stérgott firmamót pollanna Hin árlega firmakeppni ungl- ingaknattspyrnuráðs var haldin þann 3. febrúar sl. í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Voru þar mörg af frægustu liðum úr ensku knatt- spyrnunni, svo sem: Leeds, Ars- enal, Manchester United, Liver- pool og Tottenham. Leeds sigraði í mótinu en þar voru frægir kappar eins og Jón Sigurðsson, Stefán Þór Þórðar- son, Halldór Magnússon, Birgir Ragnarsson, Brynjar Valsson, Hallur Sigurðsson og Ragnar Valsson sem kepptu fyrir hönd Myndbandaleigunnar Áss. Alls tóku 61 fyrirtæki þátt í móti þessu og er þetta geypileg lyftistöng fyrir unglingaknatt- spyrnuráð, en haft var á orði að fleiri foreldrar hefðu mátt láta sjá sig á pöllunum. VHS-videoleigan Háholti 9 1. Chiefs, I II 2. Ninja master, ÍV-VI 3. Angelique, I-V 4. Killer on board 5. Masters of the universe 6. An officer and a gentleman 7. Farangur guðanna 8. Bad cats 9. í heljargreipum óttans 10. Lísa í Undralandi (teiknimynd) Skaga video 1. Augu Láru Mars 2. Cujo 3. Silkwood 4. Bílasalamir 5. Ninja master ÍV-VI 6. Upp á líf og dauða 7. Killer on board 8. Ertu blindur, maður? 9. Minstral’s daughter 10. 1922. Dágott af nýjum myndum á leigunum þessa vikuna og Skagablaðið leyfir sér að mæla með myndinni Cujo. Þar er hörku „tryllir" (enska thriller) á ferð eftir sögu Stephen King. Blaðinu hefur borist fyrirspurn frá lesanda varðandi hitaveituna. Um það var spurt hvers vegna ekki væri hægt að kaupa auka- vatn yfir kaldasta tímann, af hverju þyrfti að borga aukalega fyrir heitt vatn í heitan pott á sumrin þegar ekkert færi í upp- hitun (innanhúss) og hvort það væru ekki ólögmætir viðskipta- hættir að skylda fólk til að taka inn hitaveitu. Ingólfur Hrólfsson hitaveitu- stjóri varð fyrir svörum og greiddi úr fyrirspurnunum. Varðandi þá fyrstu kvað hann það vera of dýrt. Það yrði ómæld fyrirhöfn að breyta öllum heml- um og þ.h. og myndi hækka verð á mínútulítra. Þetta væri í raun- inni spurning um hemla- eða mælakerfi. Hemlakerfið hefði verið valið vegna þess að það væri þægilegra og einfaldara en mæla- kerfið. Neytendur losnuðu við sveiflukennda reikninga og fengju jafnvel ódýrara vatn en annars þar sem hitaveitan tæki tillit til þess að fólk nýtti ekki nema 50% heitavatnsins, miðað við allt árið. Það væru því einnig hagsmunir hitaveitunnar að fá inn stöðugt fjármagn allt árið. Ing- ólfur sagði að í rauninni borguðu menn jafnaðargjald allt árið í stað þess að borga mest þegar kaldast er eins óg í mælakerfi, toppnum væri dreift og ef fólk fengi að kaupa aukaskammt t.d. 2 mánuði á ári, „dytti botninn úr kerfinu," eins og hann orðaði það. Önnur fyrirspurnin var um heita pottinn. Ingólfur sagði að heitt vatn í pott kostaði ekkert aukalega ef menn notuðu affallið, en þó fólk notaði ekki ofnana á sumrin gæti það ekki notað neysluvatn ótakmarkað, það væri ósanngjarnt gagnvart öðrum því verð neysluvatns væri innifalið í verði á mínútulítra, þó það séu í raun ólíkir hlutir. Síðustu fyrirspurninni svaraði Ingólfur á þá leið að það væru ekki ólögmætir viðskiptahættir að skylda fólk til að taka inn hita- veitu heldur nauðsynlegir. „Þeg- ar um er að ræða almannafyrir- tæki verða allir að taka þátt, það er ekki hægt að sleppa sumum einstaklingum sem vilja ekki vera með er illa árar.“ Hann sagði að STARFSFÓLR ÓSKAST HENNES hf., dótturfyrirtæki HENSON sportfatnaðar í Reykjavík, auglýsir eftir starfsfólki við nýja verksmiðju á Akranesi. Störfin, sem um er að ræða, eru eftirfarandi: Saumur, sníðing, frágangur, verkstjóri, forstöðumaður/sníðing og ræsting. Starfsemin mun væntanlega hefjast mánudaginn 4. mars. í stöðu silkiprentara (tauþrykk) verður ráðið í byrjun apríl n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Bókaverslun Andrésar Níels- sonar, Skólabraut, Akranesi og skal skila inn fyrir 18. febrúar á sama stað. PH AKRANESKAUPSTAÐUR W Húseigendur — húsfélög—fyrirtæki Akraneskaupstaöur hyggst nú á næstunni leita tilboða í lagningu bundins slitlags vegna gatnagerðar n.k. sumar. Þeir aðilar á Akranesi sem hyggja á lagningu bundins slitlags á bíla- stæði, heimkeyrslu eða önnur svæði, eru hér með hvattirtil að hafa samband við tæknideild Akranes- kaupstaðar fyrir 22. febrúar n.k. hafi þeir hug á að notfæra sér þá kosti, sem af sameiginlegu útboði kynni að leiða. Tæknideild Akraneskaupstaðar Akranes- ^ nágrenniJ*' Andlitsbað, handsnyrting, fótsnyrting, vax, litun og make up við öll tækifæri Snyrtistofa TBÍOdroqa Lilju Högnadóttur Krókatúni 12, sími 2644 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.