Skagablaðið


Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 9
Bíllinn, sem um rœðir í frétt- inni. Allur okkar tími ferí Eins og kom fram í Skaga- blaðinu um daginn fékk björgunarsvritin Hjálpin 75000 kr. gjöf frá Þyrli. Við spurðum Þór Magnússon for- mann sveitarinnar í hvað þeir myndu nota peningana. „Þeir fara í bílinn. Það er engin spurning. Það fer allur okkar tími og peningar í hann núná. Við fengum þennan bíl í sumar og höfum unnið í honum svo til á hverju kvöldi síðan í sept- ember. Við reiknuðum í gamni tímana sem hafa farið í hann og þeir eru um það bil 20.000. Það hafa að staðaldri 3 menn á hverju kvöldi í fjóra og hálfan mánuð unnið að endurbótum á bflnum.“ — Hvernig bíll er þetta og hvað hafið þið gert við hann? „Þetta er Mercedez Benz Unimac árgerð ’85. Við höfum byggt yfir hann hús, hann er nú 15 manna. Að innan er hann með full- komnasta útbúnað sem völ er á og getur hann þjónað sem stjórnstöð í leitum o.þ.h. en það er einsdæmi hér á landi. Til dæmis eru borð, korta- borð og talstöðvar í honum auk þess allur sjúkrútbún- aður. Þegar sætin hafa verið tekin úr, en það er mjög fljótlegt, er pláss fyrir 4 sjúkrakörfur. Hann er hik- laust einn af langbest útbúnu björgunarsveitarbílum á landinu. Við viljum færa sérstakar þakkir vegna ómetanlegrar aðstoðar Þorgeirs og Ellerts sem lánuðu okkur aðstöðu til að vinna að breytingunum. Þetta hefði aldrei verið hægt án hennar.“ — Fer mikill tími í æfingar og fundi? „Við æfum yfirleitt einu sinni í mánuðu en fundir eru hálfsmánaðarlega. Æfingarn- ar eru þannig að við förum í heildagsferð og þjálfum eitt- hvað sérstakt atriði, oft nokk- ur skipti í röð t.d. sjóbjörgun eða fjallgöngu. En við erum núna fyrst að fara af stað eftir sumarfríið því allur tíminn hefur farið í bílinn eins og áður sagði." — Hvað eru margir starf- andi í sveitinni? „20-25 manns á að giska.“ —SEÞ. Orðsending til áskrifenda Skagablaðsins Skagablaðið vill benda áskrif- endum sínum hér á Akranesi á að áskriftagjöld fyrir janúar verða ekki innheimt fyrr en í byrjun mars og þá með áskriftargjöld- unum fyrir febrúar, þar sem að- eins komu út 2 tölublöð Skaga- blaðsins fyrsta mánuð ársins. Askrifendur mega því í mars- byrjun eiga von á að verða rukk- aðir fyrir sex tölublöð. Þá vill Skagablaðið benda þeim áskrifendum utanbæjar, sem enn hafa ekki greitt heimsenda gíró- seðla, að gera það hið snarasta vilji þeir ekki verða án blaðsins. Heimsendingum til þeirra, sem enn hafa ekki greitt gíróseðla þann 15. febrúar, verður hætt. Falia viðkomandi sjálfkrafa út af heimsendingarlistanum og verða að endurnýja áskriftina. Blaðið vill að endingu nota tækifærið og hvetja áskrifendur, ekki hvað síst utanbæjar, til þess að láta í sér heyra, annað hvort símleiðis eða bréfleiðis. Skagablaðið birti í síðustu viku aflatölur fyrir árin 1983 og 1984 en varð því miður að sleppa birtingu stöplarits, sem hinn nýráðni blaðamaður blaðsins, Steinunn Eva Þórðardóttir, hafði lagt mikla vinnu í að gera. Auðvitað stóð til að birta fréttina og stöplaritið samhliða en þrengslin komu í veg fyrir allar slíkar þreifingar. Stöplaritið fylgir hins vegar nú og ætti að skýra sig algerlega sjálft. Bæjarritari um fasteignagjöld: Pólitísk ákvörð- un hverju sinni Heimilisfaðir hringdi og bað Skagablaðið að grenslast um eft- irfarandi fyrir sig. í fyrsta lagi hvort rétt væri að borga fast- eignagjöld af blokkarlóðum, þar sem lóðin væri eign bæjarins, og ef svo væri hvort rétt væri að láta leigjanda borga þessi gjöld. Jóhannes Finnur bæjarritari greiddi úr spurningu hans, hann sagði að lögum samkvæmt væri rétt að innheimta þessi gjöld af öllum íbúðum jafnt í blokkum sem annarsstaðar. Fasteignagjöld eru í 5 liðum, einn þeirra er fasteignaskattur sem er 0,5% af fasteignamati en það mat er af bæði íbúð og lóð. Jóhannes Finn- ur kvað þessa ákvörðun vera pólitíska ákvörðun á hverjum tíma og umdeilanlega sem slíka, enda mætti alltaf deila um sið- ferðilegt réttlæti álagninga. Varðandi síðari spurninguna taldi hann það vera samnings- atriði milli leigusala og leigutaka, þó að meginreglan væri sú að leigusali greiddi öll gjöld af íbúð- inni. —SEÞ. Bronsverðlaunahafarnir. Aftari röð frá vinstri: Adolf Ásgrímsson, Rögnvaldur Einarsson, Reynir Porsteinsson. Fremri röð: Lárus Pétursson og Pórbergur Pórðarson. Félagsskapurinn ekki síst mikilvægur - áttu aldrei í neinum vandræöum - B-li&ið vann einnig örugglega Öldungalið Skagamanna í blaki nældi sér í bronsverðlaun á öldungamóti, sem fram fór skömmu fyrir áramótin. í mótinu tóku þátt 8 lið. Þorbergur Þórðarson er einn þeirra fimm, sem voru í verð- launaliðinu. Hann sagði í spjalli við Skagablaðið, að hér í bæ væri harður kjarni 14-16 „old-boys- ara“ sem stundaði blakið sér til ánægju og heilsubótar,- „Fyrir okkur er þetta ekki bara sport heldur er það félagsskap- urinn, sem skiptir okkur svo miklu máli. Mót á meðal öldunga eru haldin reglulega yfir veturinn og næsta stórmót verður t.d. á Akureyri í apríl. Á undan þvf verður svo annað mót í Mos- fellssveitinni nú á næstunni. Mað- ur á orðið fjölda kunningja í gegnum þetta og það skiptir ekki síður máli en hinir þættirnir,“ sagði Þorbergur. Þorbergur sagði suma í öld- ungablakinu hérna hafa verið meðíþessuímeirae. "’Oár. Einn hefði meira að segja lag. „bridds- ið“ á hilluna fyrir þetta eftir að hafa verið með í spilamennskunni um árabil. Skagablaðið óskar öldungun- um til hamingju með bronsið og væntir þess að þeir láti ekki deigan síga. Skattframtöl Tökum að okkur útfyllingu skattframtala fyrir einstaklinga. Einnig sjáum við um uppgjör fyrir fyrirtæki. Innifalið í þjónustu okkar er m.a. áætlun skatta og kærur áiagninga. Sækj- um um framtalsfrest. Bókhaldsþjónustan sf. Óskar Þórðarson viðsk.fr. Skúli B. Garðarsson, viðsk.fr. Suðurgötu 45, Akranesi Sími 93-1570 Auglýsið íSkagablaðinu 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.