Skagablaðið - 15.02.1985, Page 1

Skagablaðið - 15.02.1985, Page 1
5. TBL. 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. FEBRUAR 1985 VERÐ KR. 30,- Samkomulag á milli bæjarins og umbjóðenda eigenda Innsta-Vogs landsins næst ekki: Gerðardómur líklegast lát inn skera úr um kaupverð Kaupir Akraneskaupstaður land Innsta-Vogs eða ekki? Þessum spurningum hefur margsinnis verið velt fram og til baka undanfarna mánuði og sýnist sitt hverjum. Þeir, sem til þekkja, segja uppsett verð of hátt, aðrir segja tiiboð bæjarins of lágt. Erfitt hefur verið að fá nokkrar tölur uppgefnar en nærri lætur að í upphafi hafi tilboð Akraneskaupstaðar verið helmingi iægra en það verð, sem umbjóð- andi eigendanna setti upp. Hugsanleg kaup bæjarins á jörðinni voru til umfjöllunar á síðasta bæjarstjórnarfundi. í máli Ingimundar Sigurpálssonar, bæj- arstjóra, sem átt hefur í við- ræðum við umbjóðanda eigend- anna, kom fram að líklegast hefðu nú ákveðin þáttaskil orðið í málinu. Það væri eindregin ósk eigendanna að verð landsins yrði sett í gerðardóm og vildu þeir að úrskurður hans yrði bindandi. Bærinn er tregur til að gangast inn á slíka skilmála. Forsendur Ingimundur vék einnig að því að miklu máli skipti á hvaða forsendu fyrir mati yrði sæst. Hverjir yrðu útborgunarskilmál- ar, hver yðri lánstími, hverjir yrðu vextirnir og við hvað yrði miðað við mat landsins. Næsta skrefið sagði Ingimundur vera samning um gerðardómsmat en í gerðardómi þessum myndu eiga sæti þrír aðilar, fulltrúar seljenda og kaupenda svo og þriðji aðili, sem báðir sættu sig við. Jón Sveinsson (F) sagðist ekki telja rétt hafa verið staðið að málum í upphafi er hann vék að samningaviðræðunum í máli sínu. Jón sagði eðlilegan fram- gangsmáta hafa verið þann, að lagt hefði verið fram ákveðið tilboð bæjarins strax síðasta haust og síðan beðið eftir gagntilboði. Þannig hefði fengist ákveðin hug- mynd um raunverulegan vilja selj- endanna í málinu. Eins og staðið hefði verið að málum væri líklegt að ef að kaupum yrði þyrfti bærinn að greiða hærri upphæð fyrir landið en ella. Eina leiðin Guðmundur Vésteinsson (A) var ekki sammála Jóni. Þótt bær- inn hefði gert ákveðið tilboð væri enginn sem skyldaði seljandann til að gera gagntilboð. Taldi Guð- mundur ekki aðra leið færa en að leggja málið í mat væri á annað borð einhver vilji fyrir því að bærinn keypti landið. Ingimund- ur taldi einnig tilgangslaust að leggja fram tilboð í upphafi, þar sem ljóst hefði verið að mikið bar á milli. Engilbert Guðmundsson (AB) sagðist samsinna Jóni og taldi, að eðlilegt hefði verið að tilboð hefði verið gert í upphafi „til þess að gefa tóninn“, eins og hann orðaði það. Engilbert kvaðst dálítið rag- ur við að taka bindandi mati í ljósi þeirrarreynslu, sem fengist hefði af slíku annars staðar á undan- förnum árum. Ætla að kaupa8 íbúðir Stjórn verkamannabústaða fól á fundi sínum þann 19. janúar síðastliðinn Jóni Sveinssyni, lög- fræðingi, að leita eftir samning- um við Guðmund Magnússon, byggingameistara, um kaup á 6 íbúðum í blokk, sem verið er að reisa. Blokk þessi hefur verið lengi í smíðum og afhending íbúða tafist verulega eins og skýrt hefur verið frá í Skagablaðinu. Takist samn- ingar munu þeir vafalítið flýta verulega fyrir framkvæmdum við blokkina. Jafnframt fól stjórnin Jóni að finna 2 nýlegar íbúðir á fast- eignamarkaðnum, 3-4 herbergja, sem væru heppilegar til kaups og semja um kaupverð þeirra. Bjartari at> vinnuhorfur Heldur virðist vera að birta yfir atvinnumálum hér á Akranesi þessar vikurnar. Stutt er í að verk- smiðja Henson opni og eru tals- verðar líkur að nýtt fyrirtæki, Sjávarréttagerðin sf., taki til starfa hér áður en langt um líður. Á fundi atvinnumálanefndar í janúar gerði Kristján Einarsson grein fyrir framgangi mála við undirbúning sinn að stofnun áður- nefnds fyrirtækis hér í bæ. Um er að ræða vinnslufyrirtæki, sem vinnur neysluvöru úr trjónu- krabba og beitukóngi. Hefur Kristján þegar lagt fram umsókn um styrk til Fiskveiðasjóðs. Atvinnumálanefnd samþykkti einróma að mæla með umsókn hans til Fiskveiðasjóðs enda yrði hér um kærkomna nýjung í at- vinnulífi bæjarins að ræða ef af stofnun fyrirtækisins verður. Nýverið barst atvinnumála- nefnd bréf frá Kaupstefnunni þar sem athygli fyrirtækja á Akranesi er vakin á að sýna afurðir sínar á sýningunni Heimilið ’85. At- vinnumálanefnd hefur fengið já- kvæðar undirtektir nokkurra fyr- irtækja hér í bæ og leggur jafn- framt til að hugsanlega mætti sýna auglýsingakvikmynd Akra- neskaupstaðar á sýningunni verði af þátttöku fyrirtækja héðan. Séð heim að Innsta-Vogi, og landinu, sem um rœðir í fréttinni. Fræðsla um skaðsemi fíkni- efna í grunnskólunum í mars - nemendur í 7., 8, og 9. bekk fá heimsóknir sérfræðinga í skólana Ákveðið hefur verið að hefja fræðslu á skaðsemi fikniefna í skólum bæjarins strax í byrjun næsta mánaðar. Hefst fræðslan hjá 8. bekk í Brekkubæjarskóla dagana 4.-8. mars og síðan verður henni haldið áfram hjá 7.,8. og 9. bekkjum Brekkubæjar- og Grundaskóla. Það var Steinunn Sigurðardótt- ir, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sem vakti máls á fíkni- efnum og skaðsemi þeirra á fundi bæjarstjórnar fyrir áramótin í kjölfar upplýsinga, sem hún hafði sjálf aflað sér um neyslu efnanna hér í bænum. Lagði hún við sama tækifæri fram tillögu þess efnis að samráð yrði haft við æskulýðs- nefnd um fræðslu á skaðsemi efnanna og óskaði jafnframt eftir því að bæjaryfirvöld tækju tillit til þessa við gerð fjárhagsáætlunar. Elís Þór Sigurðsson, æskulýðs- fulltrúi, hefur á undanförnum vikum unnið ötullega að því að afla sér gagna um fíkniefnamál og verður fræðslan í skólunum unnin í samráði við SÁÁ. Munu fyrir- lesarar — fólk sem þekkir vel til þessara mála — úr Reykjavík uppfræða æsku bæjarins um það víti, sem viðjar eiturlyfja eru. Skagablaðið fagnar því hversu skjótt hefur verið brugðið við því, hér er þarfara mál á ferð en margan grunar. Þá vildi Elís Þór koma á framfæri þökkum til bæj- aryfirvalda fyrir að leggja málinu lið með fjárstuðningi.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.