Skagablaðið


Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmýndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðravirka dagafrá kl. 17-19. Móttaka auglýsingaog áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. E H ffl □ E1] S11] Sl E [u] ffl'— Við erum hérna tveir les- dögum. endur Skagablaðsins og miklir Því væri kjörið að eyða deg- áhugamenn um kvikmyndir. inum til kvikmyndagláps fyrir Við viljum biðja Skagablaðið þá sem ekki eiga myndband. að beina þeirri spurningu til Þó er hængur á í sambandi við sýningarstjóra Bíóhallarinnar fimmsýningar að íþróttaþáttur hvort ekki sé hægt að hafa sjónvarpsins er á svipuðum kvikmyndasýningar á laugar- tíma svo að íþróttaaðdáendur dögum kl. 17 og/eða kl. 21, því yrðu náttúrulega að velja þar á að eins og almenningur veit er ,milli. harla lítið um að vera hér á Við vonum að þetta verði Akranesi á laugardagseftirmið- tekið til athugunar sem fyrst. Auglýsið í Skagablaðinu Æ Hl 9 l ir 3 i i wu :r-<ó w Bömin inn eftir kl. 20 Útivistartími barna fer nú sem endranær á milli mála hjá all- flestum, unglingum jafnt sem for- eldrum þeirra. Reglur um úti- vistartíma barna og unglinga hafa nú verið samræmdar um land allt og segir í litlu dreifibréfi þar um, að þessi mál verði nú tekin fastari tökum en til þessa. f reglunum segir svo: „í kaup- stöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20 og eftir kl. 22 tímabilið 1. maí til 1. september nema í fylgd með fullorðnum aðstandendum sínum eða umsjónarmönnum.“ Sjúkrahúsið: Heimsóknar- tími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00 - 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Símsvari fyrir bæjar- vakt er 2358 eftir lokun skipti- borðs. Apótekið: Afgreiðslu- tími alla virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga frá kl. 10 - 13 og sunnudaga frá kl. 13 - 14. Slökkvilið: Síminn á slökkvi- stöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266, og 1977. Sjúkrabfll: Símar 1166, 2266, og 1977. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11 -12 og 14 -17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14 - 16 virka daga. Sundlaugin: Opið er virka dagafrá kl. 7-9.45,12-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum frá 9 - 11.45 og 13.15-15.45 og á sunnudögum frá 9 - 11.45. Ingibj. Hörður Ragnh. Páll Skagabl. Ipswich - Sheff. Wed. i 2 1 1 2 Luton - Watford X 1 1 1 2 Southampton - Barnsley i 1 1 1 1 York - Liverpool 2^222 Aston Villa - Arsenal i 2 2 1 X Stoke - WBA X X 1 X 1 Birmingham - Manc. City 2 X 1 1 1 Carlisle - Leeds 1 1 1 X 2 Charlton - Sheff. Utd. i 12 2 1 Notts. Co. - Portsmouth 2 2 12 1 Wolves - Grimsby 1 X 1 1 2 Hull - Bradford City 1 1 1 2 1 Það fór eins og við spáðum hér á Skagablaðinu, að „tipp“ Ragnheiðar Þórðardóttur í 3. leik síðasta seðils yrði henni að falli. Reyndar var umræddum leik frestað en allt kom fyrir ekki. Teningnum var kastað, og meira að segja hann snerist gegn þessari geðþekku skrifstofumær. Erfitt að kenna gömlum hundi að sitja! Ingibjörg Guðmundsdóttir situr ekki lengur ein á toppnum. Páll I. Pálsson gerði sér lítið fyrir og skaust upp að hlið hennar, bæði með samtals 26 rétta. Hörður Helgason er sem fyrr í 3. sætinu með 22 samtals, þá Ragnheiður í 4. efsta sæti með 18 og Skagablaðið með 17. Munurinn á botninum minnkar óðum og ef sami einstrengingurinn einkennir vinnubrögð skrifstofumeyjarinnar er ekkert nema botnsætið sem bíður hennar. Véfréttin hefur talað. Leiðinleg veðrátta hef- ur dregið úr áhuganum - segir Bára Jósepsdóttir um starf Garðyrkjufélags Akraness hefði gefið leyfi til þess. Síðasta ár hefði ferðin fallið niður vegna slæmrar þátttöku. Blómaskeið félagsins sagði Bára að hefði verið þegar fólkið upp í hverfi var að skipuleggja hjá sér garðana, þá hefðu verið um 200 manns í félaginu. Núna væru milli 160-170 meðlimir. Ástæðu fyrir minnkandi áhuga taldi hún hiklaust vera leiðinlega veðráttu undanfarin ár, þetta væri sama sagan um allt land. Með batnandi veðri yrði þetta allt á uppleið. Áhugaleysið væri samt alls ekki algert því gífurleg mæt- ing hefði verið á námskeið í fyrra haust í þur. nlómaskreytingum sem garðyrkjufélagið stóð fyrir. Tæplega 100 manns sóttu það. Nú er Skagablaðið komið í sumarskap, enda engu líkara en komið sé vor eins og veðrið er búið að vera undanfarið. Með þessari „vorkomu“ vaknaði hjá blaðinu forvitni á umsvifum Garðyrkjufélagsins og hvort haf- in væru vorverk hjá þeim. Svo vel vildi til að blaðamaður rakst á Báru Jósefsdóttur á förnum vegi, en hún er í stjórn félagsins. Hún sagði starfsemina liggja niðri eins og er, með vorinu yrði svo fundur og fyrirlestur um eitt- hvað er snerti gróður eða ræktun. Undanfarin ár hefði verið farið í skoðunarferðir til Reykjavíkur og skoðaðir garðar hjá fólki sem Dagbókin Spurning dagsins — Hvað finnst þér um nýju tóbaksvarnalögin? (Spurt uppi í Grundar- tanga). Bergmann Þorleifsson: — Mér finnst allt í lagi með þau, en ég held að þau séu óframkvæman- leg. Það er að segja svona dag- lega, en þetta gengur á mat- stofum og í almenningsfarartækj- um. En ég er alls ekki á móti þeim. Jón Pálsson: — Mér finnst þau eiga fullan rétt á sér. Þau eru held ég sett til að breyta viðhorfinu til reykinga. Til skamms tíma var það alveg sjálfsagt að fólk reykti þar sem því sýndist og reykingar voru taldar „fínar“, en þetta er að breytast. Nú getur fólk sem ekki reykir stutt sig við þessi lög, ef því líður illa í reyk. Guðjón (greyið) Guðmundsson: — Mér finnst þau gáfuleg, en þau mega ekki ganga of langt. Það er að segja lögin eru „alltílagi“ en það er asnalegt að setja lög sem er ekki möguleiki að framfylgja. En — hvað á ég að segja — þau eru nauðsynlegt aðhald, og gáfuleg þannie. Haraldur Hákonarson: — Ég er yfirleitt á móti öllum bönnum. Ég var reyndar hættur að reykja áður en þetta bann var sett, þannig að það snertir mig ekki. En mér finnst sjálfsagt að hugsa um þá sem reykja ekki. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.