Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 15.02.1985, Qupperneq 3

Skagablaðið - 15.02.1985, Qupperneq 3
Yfir 200 manns í hinu nýstofnaða skíðafélagi: „Okkur vantar til finnanlega snjó“ —segir Elís Þór Sigurðsson, formaiur félagsins „Það sem okkur vantar tilfinn- anlegast þessa stundina er snjór,“ sagði Elís Þór Sigurðsson, for- Fimm í þjóð- hátíðamefnd Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag voru fimm manns kosin í þjóð- hátíðarnefnd (17. júní nefnd). Eru það eftirtaldir: Guðni Hall- dórsson, Pálína Dúadóttir, Gunn- ar Sigurjónsson, Magnús Gunn- laugsson og Þorleifur Sigurðsson. Auglýsið íSkagablaðinu maður félagsins og æskulýðsfull- trúi bæjarins, er Skagablaðið innti hann eftir því í vikunni hvað liði framgangi hins nýstofnaða Skíðafélags Akraness. Áhugann vantar hreint ekki því rúmlega 200 manns hafa skráð sig í félagið. Að sögn Elíss er meira en helmingur félagatölunnar heilar fjölskyldur og sýnir það kannski allra best hversu mikil fjölskyldu- íþrótt skíðaiðkunin er. Margir félagsmanna koma innan af Grundartanga. Til þessa hafa verið farnar áætlunarferðir í Skálafell, eitt af skíðasvæðum þeirra Reykvík- inga, og hafa þær gefist ágætlega að sögn Elíss. Hins vegar sagði hann það vera eitt meginmark- mið félagsins að koma sér upp eigin aðstöðu og skíðasvæði. Það svæði, sem Skagamenn hafa mestan áhuga á að nýta sér er á Drageyri en Borgnesingar vilja fremur reyna við Skessu- hornið. Þar er alltaf nægur snjór en ókostirnir eru þeir að þar skín nánast aldrei sól og að auki þyrfti að leggja átta kílómetra langan veg yfir mýrarfláka til þess að gera aðkomuna að svæðinu við- unandi. Skipuð hefur verið sameiginleg nefnd Akurnesinga, Borgnesinga og hreppanna um þetta mál og eiga Akurnesingar meirihluta í nefndinni. Vörubílar á borð við þentian eru óvinsælir í íbúðahverfum. Umferð þungaflutningabfla um íbúöahverfi gagmýnd Á fundi byggingarnefndar Akraneskaupstaðar þann 31. jan- úar sl. var tekið fyrir bréf frá félagsmálaráðuneytinu varðandi kæru Björns Sigurbjörnssonar. í Svœðið, sem rætt er um ífréttinni. Græna byttingin á enn vi&reisnar von: Vísir að almennings garði við Amardal - framkvæmdir hefjast strax á þessu ári Ákveðið hefur verið að rækta upp svæðið fyrir framan Arnardal og gera þar einhvers konar vísi að garði eða úti- vistarsvæði fyrir almenning. Er kostnaður við frumfram- kvæmdir áætlaður 165.000 krónur. Svæðið sem um ræðir er mjög stórt, nær yfir mörg þúsund fermetra. Hugmyndin mun vera sú, að planta limgerði meðfram allri Kirkjubrautinni, þ.e. frá Verkalýðshöllinni svokölluðu, allt upp að horni Kirkjubrautar og Háholts. Frá því sama horni yrði síðan lagður gangstígur, horn í horn á svæðið, sem myndi enda við Arnardal. Að því er Elís Þór Sigurðs- son, æskulýðsfulltrúi, sagði Skagablaðinu var gert ráð fyrir stórhýsi á þessari lóð allt þar til Arnardalur sótti um hana með framangreinda hugmynd að leiðarljósi. Var umsóknin sam- þykkt enda verði það m.a. hlutverk Vinnuskólans að byggja upp þetta svæði. Ekki er hægt annað en að fagna þessum framkvæmdum því í núverandi ástandi er svæð- ið til lítils augnayndis. Ef vel tekst til gæti þarna orðið snotur garður fyrir bæjarbúa en slíkir eru harla fáir hér í bæ. framhaldi af bréfinu var bygg- ingafulltrúa falið að skrifa Þórði Þórðarsyni og benda honum á ákvæði lögreglusamþykktar Akraness sem og ákvæði aðal- skipulags Akraneskaupsstaðar, sem bönnuðu að nota lóðina Sóleyjargötu 20 undir bflastæði. Steinunn Sigurðardóttir (F) vakti máls á þessu bréfi á bæj- arstjórnarfundi og kvaðst vonast til þess að loks yrði gert eitthvað ákveðið í því að benda Þórði á að hann væri að brjóta lög og reglur með því að geyma bíla sína á áðurnefndum stað. Hörður Pálsson (S) sagðist í sjálfu sér geta tekið undir orð Steinunnar, en benti réttilega á að það væru fleiri undir sömu sök seldir. Allt of algengt væri að stórir og þungir flutningabílar, sem væru í ofanálag illa þefjandi við gangsetningu, væru inni í miðjum íbúðarhverfum. Þetta væri síður en svo til fyrirmyndar. Skagablaðið getur bætt því við hér í lokin án þess nokkuð sé verið að mæla því bót að flutn- ingabílar séu geymdir inni í miðj- um íbúðarhverfum bæjarins, að vitað er til þess að ÞÞÞ reyndi um skeið að geyma bíla sína á lóð, sem fyrirtækið á við Esjubraut. Það reyndist hins vegar ógjörn- ingur því bílarnir urðu fyrir stór- tjóni. Rúður og ljós brotnar og annað eftir því. Gáfust Þórður og fjölskylda hans að vonum upp á því að geyma bílana þar. Konur hæfari sflóm- endur en kariamir? Eru konur hæfari stjórnendur en karlar? Góð spurning kynni einhver að segja en kannski er eilítið meira til í þessu en bara spurningin ein. Á fundi bæjarstjórnar á þriðju- dag var gerð grein fyrir rekstri bæjarsjóðs á síðasta ári og kom þá fram, að áætlun hefði verið ótrúlega nærri lagi, þ.e. staðist í öllum megindráttum. Engilbert Guðmundsson (AB) tók til máls eftir að bæjarstjóri hafði farið lauslega yfir tölur og sagði að sér sýndist í fljótu bragði þær stofnanir bæjarins, sem stjórnað væri af konum, kæmu betur úr en aðrar. Varpaði Eng- ilbert því fram við sama tækifæri, að e.t.v. væri ástæða til þess að hampa konum meira í stjórnun- arstörfum en verið hefði. Fjölbraut fær tölvur Þessa dagana stendur til að endurnýja tölvubúnað fjölbrauta- skólans að talsverðu leyti og er þar um að ræða framkvæmd upp á 600.000 krónur. Greiðir Akra- neskaupstaður 40% þeirrar upp- hæðar en ríkið afganginn. Sam- kvæmt heimildum Skagablaðsins eru kaup þessi liður í „pakka“- samningi á vegum menntamála- ráðuneytisins. 3

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.