Skagablaðið


Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 4
Hinn nýsetti ferðamálafull- trúi Akraness er Danfríður Skarphéðinsdóttir, svo sem títt hefur verið nefnt í Skagablað- inu. Til að kynna þessa mann- eskju fyrir bæjarbúum fórum við í fyrsta viðtalstíma hennar sem var á þríðjudaginn. Við- talið hófst á fleygum orðum eignuðum Jónasi Jónassyni út- varpsmanni: — Hver ert þú Danfríður? „Ég er bara ég. Ef þú ert að meina hvaðan ég er upprunnin, þá er ég Reykvíkingur, fædd 3.3. 1953. Komin af bændum í báðar ættir ef við rekjum það nánar.“ — Hvaðan sprettur áhugi þinn á ferðamálum? „Hann er nú upphaflega allur í einkaþágu. Allar mínar fast- eignir voru í flugmiðum hér í eina tíð. Ég er með algera ferðabakteríu og það má segja, að ég vilji að fleiri fái að njóta þess sama og ég fæ út úr ferðalögum.“ — En þú hefur starfað sem leiðsögumaður áður, ekki satt? „Jú, ég er reyndar lærð sem slíkur, ég tók námskeið fyrir leiðsögumenn veturinn ’77-’78. Fjögur kvöld í viku allan vet- urinn og próf á sumardaginn fyrsta. Ég skrópaði reyndar eft- ir áramót því ég var þá flutt hingað, en svo skemmtilega vildi til að í prófinu fórum við í ímyndaða skoðunarferð og ég var tekin upp í Akranesi og umhverfi. Ef til vill varð það til þess að ég náði þessu blessuðu prófi. Síðar lenti ég í því að þurfa að velja milli þess að vera leiðsögumaður erlendis eða taka þetta starf. En mér fannst þetta meira spennandi. Ný Danfríður Skarphéðinsdóttir ferðamálafulltrúi. ,y\llar mínar fasteign- ir voru í ftugmiðunf — segir Danfríður Skarphéðinsdóttir, ferðamálafulltrúi verkefni kitla alltaf, nú og svo er gaman að vinna með áhuga- sömu fólki eins og því sem stendur í þessu. Svo eru bæj- arbúar orðnir svo jákvæðir, sammála því að fá ferðamenn hingað sem á aðra staði.“ — Er það já? „Að því að ég best veit, annars hlýt ég að kynnast því betur í þessu starfi. Komast í snertingu við bæjarbúa, sem maður hefur ekki þegar víta- hringur hefðbundinnar vinnu og heimilis hefur tökin.“ — Ertu orðin Akurnesingur? Ertu sest hér að? „Nei, alls ekki. Ég er reyndar ekki farin að sjá hvemig maður verður Akurnesingur, þið kall- ið fólk utanbæjarmenn sem hef- ur búið hér árum saman. Pað hlýtur að taka margar kynslóðir að verða sannur Skagamaður.“ Hugmyndír um kaffr stofu við höfnina Á síðasta fundi hafnarnefndar var tekið fyrir bréf frá Elíasi Ragnari Elíassyni, þar sem hann útlistar þær hugmyndir sínar að koma upp kaffistofu við Faxa- braut, skáhallt séð frá Akraborg- arbryggjunni handan götunnar. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til bréfsins, en húsið, sem væntanlega yrði færanlegt, yrði líkast til rúmir 100 fermetrar. Skagablaðinu er kunnugt um að innan hafnarnefndar séu þau sjónarmið m.a. ríkjandi að hug- myndin sé góð og gild en stað- setning stofunnar sé e.t.v. ekki alveg nógu heppileg, þar sem hún myndi þrengja athafnarými á áð- urnefndum stað verulega. Bréfið verður væntanlega af- greitt á næsta fundi. Teikning (reyndar ekki með eðlilegum hlutföllum) af útimarkaðnum sem vonir standa til að hægt verði að koma á fót i sumar. Fyrst var fiskur, þá fótbolti, síðan fjölbraut en nú eru það ferðamálin útimarkaöur settur á laggimar „strax og snjóa leysir“ á Akratorgi Ferðamálanefnd hélt fund um útimarkað í Stúkuhúsinu á laug- ardaginn var. Fundarmenn voru rúmlega tuttugu og voru þeir mjög áhugasamir og bjartsýnir. Danfríður Skarphéðinsdóttir ferðamálafulltrúi opnaði fundinn og kynnti hugmyndir nefndarinn- ar um væntanlegan útimarkað. Hugmyndin er sú að ferða- málanefnd sjái um að útvega sölutjöld eða skúra og leigi þá síðan gegn vægu gjaldi. Stað- setning markaðarins er hugsuð við gafl Landsbankans þar sem ávaxta- og grænmetismarkaður- inn var í fyrra. (Sjá teikningu). Hugsanlegt væri að fá fastan starfsmann í afgreiðslu, fyrir kannski nokkra aðila, ef fram- leiðsla er lítil. Einnig gæti fólk skipst á að selja hvert fyrir annað eftir samkomulagi. Verðlagning er í höndum hvers framleiðanda/ sölumanns. Markaðurinn yrði auglýstur rækilega, í útvarpi, í göngugötum í Reykjavík og Ak- ureyri, í Akraborg og víðar. Meðal hugmynda sem komu fram var: gangstéttarkaffihús, uppákomur eins og tónlistarflutn- ingur (t.d. nemenda úr tónlistar- skólanum), leiklistarfólk gæti komið fram og fleira. Hægt yrði að nota bílastæði við bankann þegar hann væri lokaður, ef um semdist. Róttæk hugmynd um að loka götunni alveg kom fram, en ákveðið var bæði í gamni og alvöru að geyma það til þarnæsta sumars. Aðalmarkaðsdagur er fyrirhug- aður á föstudögum því þá verða hópferðir um bæinn með ferða- menn, en ef fólk vildi gæti það einnig selt aðra daga, þar með á laugardögum. Ferðamálanefndin hugsar nokkrar búðir sem fasta pósta, t.d. ávaxta- og grænmet- issölu, keramik- og harðfisksölu, en aðrar gæti fólk eða félög leigt kannski eitt eða tvö skipti. Fundarmenn höfðu ótrúlega fjölbreyttar hugmyndir um mögu- legan söluvaming, þar var allt frá uppstoppuðum fuglum, barna- leikföngum og tágavörum til ull- arfata og hannyrða. D.'infríður benti sérstaklega á að ullarföt yrðu eflaust vinsæl í sumar hjá útlendingum sem búa við kulda- kast núna, en búa sig undir næsta vetur með fyrirhyggju. Sölufólk þarf ekki að ganga í fyrirhugað hlutafélag frekar en það vill og sölumennskan getur hafist „strax og snjóa leysir“ eins og það var orðað. Fyrsta hóp- ferðin verður farin í apríl en fastar ferðir verða að öllum lík- indum hafnar um mánaðamótin maí/júní. Að loknum fundinum ræddi blaðamaður við þær Þórdísi og Danfríði yfir uppvaskinu og voru þær hinar hressustu með áhug- ann. Þær sögðust allsstaðar mæta jákvæðum straumum, allir sem við væri rætt væru áhugasamir og allir af vilja gerðir að greiða fyrir þeim. Einnig bentu þær á að þetta yrði fjórða F-ið í bæjarlífinu. Fyrst var fiskur, þá fótbolti, síðan fjölbraut og loks ferðamál. —SEÞ. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.