Skagablaðið


Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 5
Úr leikritinu Spenntir gikkir, sem varsíðasta verk Skagaleikflokksins. „Nei. það lielui ekki verið tekin nein ákvðrðnn uni slikt." stigði Ingimundui Sigurpálsson, bæjarstjðri, er Skagablaðið bar þær flugufregnir undir hann hvort rett væri að Akraneskaupstaður ætlaði að leggja Henson til málningu, innan luiss og utan, sem og lagningu flísa innanhúss. Fyrirspurn blaðsins kom i framhaldi afþ\íað forráðamenn eins fyTÍrtækis hér i bæ kváðust vilja vita hvort það væri rétt.sem þeii töldu sig hafa eftir traustum heimildum, að bærinn ætlaði að borga umræddar framkvæmdir. Forráðamenn fleiri fyrirtækja munu hafa verið sömu skoðunar en svarið er hreint og afdráttarlaust „nei.“ Amardalur fimm ára: Minjagripur gerður í tilefni afmælisins Æskulýðsheimili Skagamanna, Arnardalur, varð fímm ára þann 12. janúar síðastliðinn og verður afmælisins minnst með veglegri skemmtun fyrstu helgina í mars að því Elís Þór Sigurðsson, æsku- lýðsfulltrúi, tjáði Skagablaðinu. í tilefni afmælisins hefur verið ákveðið að láta gera minjagrip af einhverju tagi en enn hefur ekki verið ákveðið hvers kyns. Hug- myndin er að láta einhvern lista- manna bæjarins hanna gripinn þegar þar að kemur. „Er bara að breyta til“ „Ekki gróðafyrirtæki eins og margir halda“ — segir Svala Bragadóttir, formaður Skagaleikflokks- ins, um starfsemina Steinunn Sigurðardóttir. „Nei, ég er ekkert að fara héðan, bara að breyta til og minnnka við mig,“ saðgi Stein- unn Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, er Skaga- blaðið sveif á hana í vikunni í kjölfar uppsagnar hennar í starfí sínu sem hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Akraness. Steinunn sagðist vera með tvö lítil börn og þau þyrftu sinn tíma, en hitt hefði einnig komið til að sig langaði til þess að vinna við hjúkrunina á ný og því hefði hún viljað breyta til. Það hefur verið hljótt um Skagaleikflokkinn að undan- förnu, eða síðan sýningum hans á „Spenntum gikkjum“ lauk. Til að heyra hvemig hefði gengið og hvað væri að frétta af hópnum almennt fór blaðamaður og ræddi við formann leikhópsins, Svölu Bragadóttur, en hún lá þá heima með flensu. Hún reif sig samt upp, hellti á kaffí og byrjaði að segja frá: „Það gengur bara vel hjá okk- ur. „Spenntir gikkir“ voru sýndir á 10 sýningum og um það bil 1300 áhorfendur mættu. Það er mjög góð aðsókn, við hættum reyndar að sýna fyrir hálffullu húsi þannig ,að hún hefði getað orðið meiri. En þetta er ágætt.“ — Hvernig hefur mætingin ann- ars verið hj á ykkur svona yfirleitt? „Það hefur verið góð mæting, sérstaklega á barnaleikritin og annað léttmeti. Við höfum sýnt Litla Kláus og Stóra Kláus, Línu langsokk og síðast Dýrin í Hálsa- skógi og fengið afbragðsmætingu á allar þessar sýningar. Annars er það skrítið að fólk skuli ekki mæta betur á stykki, sem eru reglulega góð. Sjáðu til dæmis Eðlisfræðingana, þeir þóttu nógu góðir til að fara á fjalir Þjóðleikhússins, en fengu sára- litla mætingu hér heima.“ Það má líka alveg koma fram að margir, bæði leikstjórar og aðrir, hafa sagt að Skagaleik- flokkurinn sé besti áhugamanna- leikhópur á landinu. Það er kannski því að þakka að við höfum verið alveg einstaklega heppin með leikstjóra. Við höf- um alltaf haft alveg toppleik- stjóra. Það gerir nálægðin við Reykjavík, það er svo lítið mál fyrir þá að skreppa hingað að vinna.“ — Er það ekki alveg tvöföld vinna að standa í svona fyrirtæki? „Jú, það má segja það, þetta er svakaleg vinna. Maður kemur varla heim þann tíma sem æfingar standa nema til að sofa, yfir blánóttina. Þess vegna er það líka sárt að fólk mæti ekki, manni finnst þessi vinna þá einskis met- in. En á hinn bóginn gefur hún alveg óskaplega mikið. Ég vil eindregið hvetja fólk til að starfa að félagsmálum. Bara það að fara út og hitta fólk, sem er að gera HAB tekur 10 millj. doll ara skuldbreytingarlán Bæjarráð Akraness lagði á fundi á fímmtudag í síðustu viku blessun sína yfir 10 milljón doll- ara lántöku Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar en alls munu skuldir HAB nú nema um 30 milljónum doUara. Þetta stórlán er þó ekki við- bótarbyrði á erfiðan rekstur hita- veitunnar heldur er hér um ein- hverskonar skuldbreytingarlán að ræða til 10 ára. í stað þessa láns eru ýmis skammtímalán hreinsuð upp. Hagsýsla eins og gengur og gerist. það sama og maður sjálfur, er alveg stórkostlegt. Þetta er eins og annar heimur.“ — Hvenær byrjaðir þú í Skaga- leikflokknum? „Ég byrjaði í „Þvottakonu Napóleons“, 1976 held ég að það Svala Bragadóttir hafi venð, og hef starfað meira og minna síðan. Þetta hefur verið svona viss kjarni sem starfar gegnum árin en það eru samt alltaf einhverjir nýir. Núna eru krakkarnir úr barnaleikritunum að koma inn.“ — Hvernig standa fjármálin? „Úff, minnstu ekki á það. Þessi styrkur sem við fáum frá bænum fer beint upp í leiguna á kjall- aranum í íþróttahúsinu, þar sem við æfum. Síðan fara 60 miðar af hverri sýningu í leigu á Bíó- höllinni. Afgangurinn fer allur í kostnað. Þetta er ekki gróða- fyrirtæki eins og sumir virðast halda og við fáum ekkert í eigin vasa.“ — Hvað er framundan hjá ykkur núna? „Það stendur til að halda nám- skeið, núna í febrúar en svo er ekkert ákveðið. Við erum að velta fyrir okkur bæði leikritum og öðru en það er allt opið ennþá.“ Fyrirtækjakeppni í innanhússknattspyrnu ’85 Unglingaknattspyrnuráð boðar fulltrúa þeirra fyrirtækja sem áhuga hafa á þátt- töku í fyrirtækjakeppni í innanhússknatt- spyrnu 1985 til fundar í íþróttahúsinu miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20. Til umræðu eru hugmyndir um breytt leikfyr- irkomulag í keppninni o.fl. Að fundinum loknum fer fram skráning liða í keppnina. Þátttökugjald kr. 2.500 skal greiða við skráningu. u K R A Þetta nýja lán er til 10 ára og greiðist upp að þeim tíma liðnum. Með þessu fyrirkomulagi kemst HAB að hagstæðari vaxtakjörum en með mörgum smærri lánum. Ef að líkum lætur verður svo tekið annað lán eftir 10 ár til að greiða þetta niður. Oft var þörf en núer nauðsyn! Tveir stórleikir verða í íþróttahúsinu í kvöld. Kl. 20 mætast ÍA og ÍBV í 1. deild kvenna og þar berjast bæði lið fyrir lífi sínu í deildinni. Þarna verður ekki gefið eftir um þumlung. Kl. 21.15 leika svo ÍA og Reynir í 3. deildinni. Jafntefli dugar strákunum í úrslitin en ekkert nema sigur kemur til greina. Fjölmennið — hvetjið ÍA til sigurs! hkra 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.