Skagablaðið


Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 15.02.1985, Blaðsíða 7
Gagnlegur fundur með t-g&-. sjavarutvegsraoherra Á fundi sjávarútvegsráðherra, sem haldinn var miðvikudaginn 30. janúar kom margt fróðlegt í Ijós. Jakob Jakobsson forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar og Halldór Ásgrímsson, ráðherra, fluttu framsöguræður, en eftir þær voru fyrirspumir og umræður. I máli Jakobs kom meðal ann- Til að staðla bergmálseiningu ars fram að þessir fundir eru (kvarða endurvarp) er notuð kop- ætlaðir til að bæta úr sambands- leysi og vantrausti milli sjómanna og fiskifræðinga. Til að ná þeim tilgangi útskýrði hann nákvæm- lega aðferðir sem fiskifræðingar nota við stofnstærðaráætlanir. Aðferðir við mat á stærð stofna eru aðallega tvær: í fyrsta lagi er farið út á miðin og mælt með bergmáls aðferð. Sú aðferð er notuð á uppsjávarfiska, svo sem loðnu og síld, og hefur vissulega marga galla en mun þó vera alláreiðanleg. Til að hægt sé að mæla fisk verður að vera sæmilegt veður, fiskurinn verður að vera tiltölulega kyrr (ekki á hraðri göngu), hann má ekki vera við botn eða yfirborð, og tegundir mega ekki vera blandaðar. arkúla sem er stillt af fjarlægð frá skipi og endurvarp hennar mælt. Pað sem kom blm. mest á óvart var hve stórt svæði rannsakað er. Má segja, að öll mið í kringum landið séu yfirfarin í leit að fisk. Hin aðferðin sem notuð er er svonefnd aldursaflagreining. Henni er beitt á botnfiska, þar á meðal þorsk. Aðferðin felst í því að fjöldi fiska í hverjum árgangi á ári er talinn, ár eftir ár. Pann fyrirvara verður að hafa að auk- inn afli getur stafað af aukinni tækni en ekki stækkandi stofni. Á þennan hátt er ekki hægt að áætla stærð og þol stofna fyrr en veiði hefur farið fram, þannig að matið er afturvirkt. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Jakob Jakobsson, fiskifrœðingur í rceðustól á fundinum. I bígerð er samvinna milli Haf- rannsóknarstofnunar og sjó- manna, sem felst í því að leigðir verða 5 togarar með stöðluð veiðarfæri sem veiða víðsvegar um iandið. Komið verður upp 300 togstöðvum sem sjómenn taka og á móti 300 sem fiskifræðingar taka. Þessi samvinna ætti að gefa dýrmætar upplýsingar, sem verða dýrari með hverju ári sem mæl- ingar fara fram. Að lokum spáði Jakob því að ástand þorskstofnsins myndi batna 1988 ef ekki yrðu veidd meira en 200-250.000 tonn á ári. Þá tók Halldór til máls og fjallaði mest um kvótann, orsakir Ingimundur Guðmundsscn tekur Þess <>ð hann var settur á og við viðurkenningunni úr hendi breytingar sem taka gildi nú í ár. Guðjóns Guðmundssonar, for- Helsta breytingin er sú, að nú seta bæjarstjórnar. (Sjá nánar á geta menn valið milli aflamarks síðunni til vinstri). °8 sóknarmarks. Aflamark er Séð yfir hluta fundarmanna. takmörkun á afla. Sóknarmark takmörkun úthaldsdaga. Einnig fjallaði hann um ósanngjarna samkeppnisaðstöðu okkar gagn- vart þeim þjóðum sem niður- greiða sínar fiskveiðar og sem dæmi nefndi hann að ef við eyddum samsvarandi upphæð í styrki til sjávarútvegs, og Norð- menn gera, þá væri það álíka og heildarfjármagnið sem fer til menntakerfisins. Það myndi sem sagt leggjast af ef við færum út í slíkt. Halldór kvað það ekki koma til greina að taka upp samsvarandi styrkjakerfi hér, heldur þyrftum við að láta þessar þjóðir skilja að sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur okkar. Umræður voru allmiklar og fróðlegar og til dæmis kom í ljós, að dragnótaveiðar verða ekki leyfðar í Faxaflóa á næstunni, eins og ýmsir voru hræddir við. Þó hélt Halldór að þær væru skaðlausar í hófi. Hvalveiðar verða áfram í rannsóknarskyni og reyndar eru viðræður í gangi um frekari veiðar en það mál mun vera á ákaflega viðkvæmu stigi. Talsvert var rætt um olfukostn- aðinn og ýmsar leiðir nefndar til að lækka hann. Sjávarútvegsráð- herra benti mönnum þó á að óhugsandi væri að hætta að kaupa olíu frá Sovétríkjunum vegna þess að þeir keyptu stóran hluta af okkar afurðum og væru hugs- anlega til í að kaupa meira, en það myndu þeir ekki gera ef við hættum þessum tiltölulega litla innflutningi frá þeim. Margt fleira var drepið á, forvitnileg var til dæmis fyrirspurn um hver bæri fjármagnskostnað vegna rað- smíðaverkefnisins sem iðnaðar- ráðneytið hóf. (Togarinn sem verið er að smíða niður í Þ&E). Þessu sagðist Halldór ekki geta svarað, það væri á hreinu að þessum skipum yrði ekki bætt í flotann hann ætti að minnka en ekki hitt. Ef þeim yrði bætt við þýddi það minni kvóta handa öllum hinum. Annars sagði hann þetta vera iðnaðarráðuneytisins að leysa þetta mál, þeir byrjuðu og þeir verða að enda það líka. Að lokum sagði Halldór Ás- grímsson að fundurinn hefði ver- ið „ánægjulegur, gagnlegur og fróðlegur." —SEÞ. Föstudagur: Kl. 21 Þrumufleygur (Gamli góði Bond) Kl. 23.15 Boys from Brazil. Frábær spennumynd um tilraunir nazista til hreinræktunar aría-stofns. Sunnudagur: Kl. 14.30 Supergirl Kl. 21 Star-trek II. Kl. 23.15 Boys from Brazil Auglýsið í Skagablaðinu Hvað er að ske í Hótelinu um helgina. Góö spurning, en alveg óþörf því það er alltaf sama fjöriö hjá okkur. Miðlarnir frá Suðurnesjum spila í kvöld og annað kvöld og sjá um að enginn yfirgefi dansgólfið. Báran opnar kl.1 8alla daga. Tommi. J® ÆMmm FpEj BARUGÖTU — SÍMAR (93) 2020 (93) 2144 myndbandstæki og spólur (VHS) VERZLUNIN SKOLABRAUTíO^ Vorumaðfánýjarmyndir,þaráineðal * Opið: virka daga frá 18-22 helgar frá 17-22 seríumyndir -1922. Ávallt velkomin! SKAGAVIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.