Skagablaðið


Skagablaðið - 15.02.1985, Síða 8

Skagablaðið - 15.02.1985, Síða 8
AUGLYSINGA- SÍMINN ER 2261 ASKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 „Bærinn hefur ekki staðið sig í stykkinu“ —segir Hörður Pálsson (S) og telur nauðsynlegt að bæta hótelaðstöðu í bænum Hörður Pálsson (S) gerði það að umtalsefni á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag hve bágborin hótelaðstaða á Akranesi væri. Sagði Hörður illt til þess að vita að 4-5 stærstu fyrirtæki bæjarins hefðu leitað út fyrir bæinn með árshátíðir sínar. Hörður sagði ennfremur, að ekki hefði alla tíð verið við eigendurna að sakast. Þeir hefðu oftast verið allir af vilja gerðir til að gera sitt besta en það hefði bara ekki verið nægilegt. „Hótelið er nú einu sinni eins og það er,“ sagði Hörður og vitnaði til ytra útlits hússins. Hörður Pálsson. Lögreglan í bænum fékk heldur betur að reyna á þol- rifin á farskjóta sínum um helgina er tilkynning barst um undarlegt aksturslag bif- reiðar með utanbæjarnúmeri á götum bæjarins. Er kauði varð »ar rið lögregluna »ar hann ekkert á þeim buxunum að láta góma sig heldur herli ferðina. Þrátt fyri góða til- burði tókst honum ekki að hrista Iögregluna af sér og náðist eftir snarpan eltingar- leik. Ökumaðurinn er grun- aður um ölvun við akstur. Að sögn Svans Geirdais, yfirlögregluþjóns, var helgin nokkuð fjörug eftír blessun- arlega tíðindalitla viku þar á undan. Urðu þá nokkrar ryskingar og ólæti, sem lög- reglan þurfti að hafa afskipti af. I»a var á mánudag haft samband við lögregluna vegna taísverðs sinubruna fyrir innan Steinsstaði en ekki var talin þörf á að- gerðum. Víldi Svanur brýna það fyrir börnum og þá ekki síður foreldrum þeirra, að sínubruni getur verið stór- hættulegur. Ættu foreldrar að forðast það af fremsta megní að börn þeirra séu að leika sér mcð eldspýtur því „af litlum neista verður oft mikið bál“ eins og segir í dægurlagatextanum. „Bærinn hefur ekki staðið sig í stykkinu," sagði Hörður og sagði átaks nú þörf. Átaks til að byggja myndarlegt félagsheimili. Margfalt minni bæjarfélög víðs vegar um land gætu státað af glæsilegum félagsheimilum á sama tíma og aðstaða til stór- funda, skemmtana og árshátíða hér í bæ væri óviðundandi. Hörður tók til máls eftir að Ingibjörg Pálmadóttir (F) tók til máls þegar ferðamálanefnd bæj- arins bar á góma. Lýsti hún yfir mikilli ánægju með undirbúnings- störf nefndarinnar og kvað hér vonandi vera á ferðinni „næsta óskabarn Akraness." Fleiri bæj- arfulltrúar tóku undir orð hennar. Þriðji togarinn í eigu Krossvíkur? Hörður Pálsson (S) og Guð- mundur Vésteinsson (A) lögðu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag fram tillögu, þar sem þeim til- mælum var beint til bæjarráðs að hafa forgöngu um að Krossvík hf. leiti allra ráða til að eignast togarann, sem er í smíðum í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ell- erts hf. Hörður fylgdi tillögunni úr hlaði með nokkrum orðum og undirstrikaði þá enn frekar hve Snjór, hvað er nú þaö? Þaö er ekki ofsögum sagt af snjóleysinu hér um slóðir þessa dagana. Venjulega hefðu Skagamenn ekki æst sig yfir því þótt snjóinn vantaði en hér í bæ er nú starfandi fjölmennt skíðafélag sem bíður snjókomunnar með álíka mikilli eftirvæntingu og kálfarnir vorinu. Þessi mynd var tekin þegar snjóaði í desember og minnir okkur á að enn er hávetur hvað sem öllu snjóleysi líður. mikla lyftistöng hann teldi skipið geta orðið atvinnulífi á Akranesi. Guðmundur Vésteinsson tók undir orð hans og það gerðu reyndar fleiri bæjarfulltrúar. Nokkrar umræður urðu um tillöguna áður en henni var vísað í bæjarráð til frekari umfjöllunar. Skip eins og það, sem hér um ræðir, kostar væntanlega um eða yfir 100 milljónir og eins og fjárhagsstaða bæjarins hefur ver- ið er ekki mikið til skiptanna. Slökkviliðsmerai vilja hærra kaup - eni með maigra áia gamlan samning Togarinn Oskar Magnússon nú Höfðavík, við bryggju. I bréfi, sem tekið var fyrir hjá bæjarráði í síðustu viku kemur fram, að slökkviliðsmenn bæjar- ins segja upp launalið kjarasamn- ings síns. Slökkviliðsmenn eru nokkuð margir, þar af þrír slökkviliðsstjórar. Slökkvilið bæjarins fær þóknun fyrir útkall og æfingar og munu greiðslurnar inntar af hendi í samræmi við samning, sem gerð- ur var í lok síðasta áratugar og því kominn nokkuð vel til ára Bæjairáðsmenn á fullum launum í framtíðinni? Ragnheiður Ólafsdóttir (S) varpaði þeirri hugmynd fram á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudag hvort ekki Ragnheiður Ólafsdóttir. væri viðeigandi að athuga hvort ekki væri orðið tímabært að hafa bæjarráðsmenn á fullum „mann- sæmandi launum" eins og hún orðaði það. „Það liggur við að álagið á þessu fólki sé ekki hund- um bjóðandi," sagði Ragnheiður. Hugmyndinni varpaði hún fram eftir að Jón Sveinsson (F) vakti athygli á því óheyrilega álagi, sem væri á bæjarráði. Keyrt hefði um þverbak að undanförnu þar sem bæjarráðsfólk (í bæjar- ráði eru tveir karlar og ein kona) hefði setið hvern maraþonfund- inn á fætur öðrum langt fram á nætur í samningaviðræðum við STAK og VFLA eða þá við undir- búning og gerð fjárhagsáætlunar. Sagði Jón það eðlilegt að reynt yrði að dreifa störfum bæjarráðs meira en verið hefði. Ráðið væri skipað dugmiklu fólki en álagið væri orðið of mikið. Hörður Páls- son (S) tók undir orð Jóns. sinna. Slökkviliðsmenn skipta starfinu á milli sín með vakta- fyrirkomulagi og hafa ákveðna viðveruskyldu, þannig að hægt sé að ná í þá þegar á þarf að halda. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins hefur rekstur slökkviliðsins verið mjög hagkvæmur undanfar- in ár enda brunavarnir hér í bæ góðar og útköll ótrúlega fá. í ljósi þessa verður væntanlega gengið til samninga við slökkviliðsmenn bæjarins snarlega svo ekki komi til verkfallsaðgerða af þeirra hálfu. Gísli nýr varðstjóri Gísli Björnsson hefur verið skipaður varðstjóri hjá lögregl- unni og fyllir hann því það skarð, sem myndaðist við það að Svanur Geirdal var skipaður yfirlögreglu- þjónn. Pétur Jóhannesson var hins vegar settur varðstjóri frá áramótum og þar til Gísli tók við. Gísli hefur starfað innan lög- reglunnar á Akranesi allt frá árinu 1976.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.