Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 22.02.1985, Qupperneq 1

Skagablaðið - 22.02.1985, Qupperneq 1
„Rassía“ á mynd- bandaleigunum - lögreglan hafði lítið upp úr krafsinu Lögreglan gerði á mánudag „rassíu" á myndbandaleigum bæjarins að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Fengu lögregluyfirvöld um land allt fyrirskipanir um að kemba allar myndbandaleigur í sínu umdæmi í leit að myndum, sem ráðuneytið taldi óæskilegar. Samkvæmt beiðni ráðuneytis- ins fór lögreglan á þær þrjár myndbandaleigur, sem hér eru starfræktar, Skaga-videó, VHS- videóleigu við Háholt 9 og Mynd- bandaleiguna Ás. Eigendur tóku leitinni með jafnaðargeði, en af- raksturinn varð fremur rýr og hafði lögreglan aðeins 17 myndir upp úr krafsinu. Þykir það lítið og e.t.v. sýna öðru fremur hversu góðar myndir eru hér á boð- stólum. Við yfirreiðina á leigunum hafði lögreglan sérstakan „bann- lista“ frá ráðuneytinu við hönd- ina. Á honum eru m.a. myndir sem sýndar hafa verið athuga- semdarlaust í kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar og aðrar, sem verið hafa á myndbandaleigum í allt að 2 ár og aldrei þótt neitt athugaverðar. Margir eru þeirrar skoðunar, að þessi vinnubrögð ráðuneyt- isins séu hreint ekki til fyrir- myndar og „rassían“ lítið annað en yfirklór eitt í kjölfar umræðu um fjölda hrottalegra ofbeldis- mynda á myndbandaleigum um land allt. Ein myndanna, sem gerð var upptæk vart.d. „Classof 1984“ og hafa margir eflaust séð hana og geta borið vitni um að hún er síst hrottafengnari en margar þeirra mynda, sem eru í útleigu en ekki á umræddum „bannlista“. Síðasta sunnudag var mikill erill við höfnina. Þar voru tveir gúmbátar hringsólandi, menn í skærappelsínugulum göllum og kafarar steyptu sér í ískaldan sjóinn. Skagablaðið þóttist vita Nýtt sýning- artjald Sýningar í Bíóhöllinni falla niður ■ kvöld vegna þess að verið er að setja upp nýtt sýningartjald í húsinu. Bíó- gestir geta þó tekið gleði sína á ný því sýningar hefjast aftur á sunnudag. Að sögn Jóhanns Jóhanns- sonar, forstjóraBíóhallarinn- ar, var kominn tími til að skipta um gamla tjaldið, sem gegnt hafði hlutverki sínu með sóma í áratug. Nýja tjaldið er svipað að gerð og stærð og hið fyrra. Nýja tjaldið verður vígt með myndinni Star-Trek II á barnasýningu á sunnudag en um kvöldið er stórmyndin Firestarter. Eins og myndin sýnir er kanturinn á bryggjunni ekki hár og lítil vörn íhonum. að þetta fólk væri ekki að leika sér í góða veðrinu svo við tókum stefnuna á skærklæddu björgun- arsveitarmennina og náðum þar tali af Þóri Magnússyni, formanni Hjálparinnar. — Þór, hvað er að gerast? „Við erum að leita að piltinum á jeppanum, sem hvarf. Þetta er liður í einskonar útilokunarað- ferð. Allar hafnir á SV-horninu eru rannsakaðar, sérstaklega þær sem eru hættulegar. Þessi bryggja er til dæmis stórhættuleg, aðal- lega frá beygju og útúr. (Hér á Þór við „stóru“ bryggjuna). Okk- ur til aðstoðar eru 7 menn úr björgunarsveitinni Ingólfi í Reykjavík, þar af 4 kafarar. Við höfyn einn kafara þannig að þeir eru 5 alls. Það er bara verst að höfnin er svo gruggug að það sést ekkert. Það er mikil drulla í henni. Best væri ef við hefðum svona bergmálsdýptarmæli eins og þeir nota til að mæla dýpið hér í höfninni, það liggur við að hver steinn sjáist með honum. Ef við hefðum slíkt tæki væri ekkert mál að yfirfara allar hafnir á SV- horninu með mun meira öryggi en við gerun; nú.“ — Hvar sást hann síðast? „Það er talið víst að hann hafi sést við bensínsölu í Borgarnesi. Búið er að kanna höfnina þar. Einnig hafnirnar í Hvalfirði og við Grundartanga. Reyndarhefð- um við ekki þurft að kanna höfnina í Hvalfirði, hún er það örugg. Kantarnir eru það háir að það fer enginn þar í sjóinn að segja má. Við notuðum þá aðferð í Grundartangahöfn að við dróg- um kafarana með bátunum. Þeir nota þá krossviðsplötur til að stýra sér með. Þessi aðferð hefur þann kost að þeir þurfa ekki að synda og líka hverfur hættan á að þeir hreinlega villist ofan í sjón- um. Ef skyggni er lélegt sjá þeir ekki hvað þeir fara og vita ekki hvaða svæði þeir hafa skoðað. Ef við drögum þá getum við alveg stjórnað leitarsvæðinu." Nú var leitinni að ljúka og kafararnir komu upp á bryggjuna bláir í gegn af kulda. Þór kallaði í einn og spurði um hitastigið. „Það var 1 gráða“, sagði hann „og skyggnið var ekkert. Ég sá ekki á mér lúkurnar, bara grillti í dýpt- armælinn því hann er sjálflýs- andi“. Þór fussaði samúðarfullur og sagði þetta vera erfiða leit vegna óhreinindanna í höfninni. Að lokum bað hann okkur að nefna það hve hræðilega óörugg bryggjan hérna er ekki hvað síst í hálkunni sem nú er. Einmitt þar sem flestir snúa við á bryggjunni er aðeins nokkurra sentimetra kantur, sáralítil vörn geng óæski- legum sjóferðum. —SEÞ. Hluti úrvalsins á einni af myndbandaleigum bœjarins. Glæsileg verðlauna- getraun Samvinnuferðir-Landsýn, Skagablaðið og Skáta-tívolíið hafa tekið höndum saman um að hleypa af stokkunum glæsilegri verðlaunagetraun. Spurninga- seðlar verða birtir í 3 næstu Skagablöðum og eru 1. verðlaun 25.000 króna ferðavinningur. Lesið nánar um getraunina á bls. 7 í blaðinu í dag. Innbrota- faraldur um helgina Innbrotafaraldur gekk yfir bæinn aðfararnótt laugar- dags og var ýmist brotist inn eða tilraunir til slíks gerðar á mörgum stöðum í gamla mið- bænum. Sem dæmi má nefna, að farið var inn í bílskúra við Skólabraut, reynt var að brjótast inn í bíla, sem stóðu úti, og þá var stolið rafgeymi úr einum bíl við Suðurgötu. Jafnframt var gerð tilraun til að brjótast inn í verslunina Traðarbakka en hætt við hana eftir að rúða hafði verið brotin í versluninni. Samkvæmt heimildum blaðsins leikur grunur á að öll þessi innbrot og innbrotstil- raunir tengist innbrotinu og íkvcikjunni í Brekkubæjar- skóla síðla nætur á föstudag.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.