Skagablaðið


Skagablaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 5
„Það varð að vera „fílingur" í þessu öllu.“ Sigrún Harðardóttir rœðir við blaðamann Skagablaðsins. Sömu ár og í fyrra en leyfin hækka um20-30% Nú er fólk unnvörpum farið að skipuleggja sumarleyfið þó aðeins séu liðnir tveir mánuðir af árinu. Eitt vinsælasta sumarsportið er stangveiðin, sem hjá mörgum er jafn ómissandi og smjör á brauðið. Einn af þessum sem ekki kunna við sig nema með stöngina milli hand- anna við árbakkann er formaður Stangveiðifélags Akraness, Tómas Runólfsson. Skagablaðið spjallaði við hann um hvernig síðasta ár gekk hjá félaginu. — Hvernig var veiðin í fyrra? „Það var nú lítil veiði, og hún hefur reyndar farið minnkandi með hverju ári undanfarið. Það hafa víst verið svo slæm skilyrði fyrir laxinn í ánum að sagt er. Ég er hérna með tölurnar; það voru 190 laxar í Flekkudalsá, sá stærsti þar var 19 pund, í Fáskrúð veidd- ust 166 laxar, sá stærsti þar var 20 pund, 105 veiddust í Andarkilsá, stærsti lax þar var 19 pund og síðan veiddust 30 stykki í Glerá, stærsti 18 pund.“ — Hver var með stærsta fiskinn í fyrra og eru ekki veitt verðlaun? „Jú, við veitum þrenn verðlaun, fyrir stærsta lax, sem karlmaður veiðir, fyrir stærsta lax, sem kona veiðir og stærsta flugulax. Verð- launin verða veitt núna á helginni á aðalfundinum og þau eru bara veitt félagsmönnum. — Hvað eru margir í félaginu? „Síaðsta ár voru um 300 manns í Stangveiðifélaginu, þetta er með alstærstu félögum í bænum.“ — Er einhver starfsemi önnur en aðalfundur og úthlutun veiðileyfa? „Nei, ekki lengur, en þ að voru víst skrautlegar árshátíðir hér áð- ur.“ — Hvenær úthlutið þið veiði- leyfum fyrir næsta sumar? „Það verður um mánaðamótin mars-apríl. Þetta verða sömu ár og í fyrra, við vorum einmitt að semja við bændur um helgina. Verðið verður 20-30% hærra en í fyrra. En þá var það frá 1000 kr. til 5500 kr. fyrir eina stöng í einn dag. Það er mismunandi eftir tíma.“ — SEÞ. Við Fjölbrautaskóla Akraness kennir kona nokkur, fyrrverandi poppsöngvari, (uppgötvuð af Ingimar Eydal á sínum tíma), bóndi, mannspekingur, stjörnu- pælari og sitthvað fleira. Sigrún Harðardóttir heitir kvinnan. Skagablaðið átti viðtal við Sig- rúnu um daginn og fer hér á eftir brot úr því, eitt er víst að af nógu var að taka. „Ég er fædd í Chatou í Frakk- landi, 10 ára gömul flutti ég til Reykjavíkur, var þar í 6 ár. Fór þá norður og gekk í Mennta- skólann á Akureyri næstu 4 ár, fór þá suður í 1 ár. Kenndi síðan einn vetur á Isafirði áður en ég fór í háskólann. Þar tók ég B A í frönsku og ensku á 2 árum. Ég kenndi einn vetur í Hamrahlíð og flutti síðan að Kletti í Gufu- dalssveit, Austur-Barðaströnd, þar bjó ég þegar sólóplatan kom út.“ — Augnablik, hvernig stóð á því að þú gerðist bóndakona? „Það var þannig að Júpíter fór í nautsmerkið þar af leiðandi fékk ég löngun til að borða hollan mat. Ég hafði lifað á kóki og harðfiski svo ég var orðin hálfveik af vannæringu. Reyndar fékk ég mat 2 kvöld í viku þegar ég kom fram í Þjóðleikhúskjallaranum. Mig langaði að rækta mitt eigið grænmeti eftir aðferðum Find- horns, sem ég hafði lesið um. Systir mín var búin með sitt háskólanám og langaði til að prófa búskap svo við fórum við þriðja mann og fjögurra ára syni mínum að Kletti. Ég átti strákinn strax eftir að ég kláraði mennta- skólann, var trúlofuð og allt það en ég hef aldrei verið sérstakur snillingur í sambúð. Hugmyndin var að vera sjálfum okkur nóg, en það var ekki hægt, því við vorum að byrja. Við keyptum vélar og kindur, og leigðum bæinn svo við urðum að vinna með búskapnum. Við vorum með skólann þarna fyrsta veturinn, 8-10 ára krakka, systir mín var farkennari næsta vetur og maðurinn sem var þarna með okkur fór á eina vertíð. En okkur tókst að hafa hæsta fall- þunga í sveitinni eftir fyrsta árið og náðum rekstrarkostnaði við skólann niður úr öllu valdi. Þetta var heimavistarskóli og ég eldaði og vaskaði upp 5 sinnum á dag, jakk! Kenndi ensku, tónmennt og sá um kýrnar. Á meðan ég var bóndakona gaf ég út sólóplötuna mína. Keyrði alltaf suður á 9 ára gömlum Skóda og var aldrei minna en 10 tíma á leiðinni. Og veturinn á eftir vann ég í franska sendiráðinu. í öllum þessum önnum gleymdist til hvers ég var komin þangað. Svo um vorið komu allir af fjöllum þegar ég ætlaði út í garð að rækta. Búskapur með „fíling“ Ég náði því þó í gegn að fá mitt gróðurhús úr plasti, óupphitað að vísu en betra en ekki. Svo fengum við okkur íslenskt fiðurfé. Það varð að vera „fílingur" í þessu öllu, maður þurfti að hafa hyrnda hrúta og allskyns bölvaða vitleysu í stað þess að stunda venjulega ræktun. Nema hvað þessar hænur flugu og flugu yfir girðinguna svo fyrstu dagana vorum við í því að elta ungana útum allt. Það var hryllilegt, við vorum alveg skraut- leg. Svo byrjaði þetta að verpa mjög snemma, pínulitlum eggj- um og ég var að leita að þessu út um allt, í súrheysturninum, í heyinu og uppum allt. En það undarlega var að það voru alltaf að finnast fleiri og fleiri hanar, á „Vöknuðum á hverjum einasta morgni við sjö hana gala“ - Skagablaðið ræðir við Sigrúnu Harðardóttur, kennara, mannspeking, stjömupælara, fymim bónda og poppsöngvara, jurtaætu og kvemalistakonu endanum voru þeir orðnir 7 og örfáar hænur eftir. Við vökn- uðum á hverjum einasta morgni við sjö hana gala. Þegar við fórum gáfum við þá á bæina í kring, þeir voru svo æðislega fallegir, tvö- faldir kambar, flott stél og marg- litir, en það var ekki hægt að hafa þá. —Afhverju hœttuð þið að búa? „Þetta sveitalíf var svo erfitt. Við vorum ofsalega einangruð og einangrun krefst mikils af fólki, en við áttum ekki skap saman. En þarna lærði ég mikið um ræktun og vildi gjarnan læra hana betur. Ég sá t.d. að til að geta ræktað án eiturs yrði ég að læra að gera safnhaug. Svo ég fékk bækling frá skóla sem mér fannst alveg ofboðslega spennandi og það kom yfir mig þessi tilfinning að ég ætti að gera þetta. Ég fór og talaði við þá á Hvanneyri, lánastofnun og niður í ráðuneyti og sannfærði þá alla á innan við hálftíma að einhver fslendingur þyrfti að læra þetta óhefðbundna. Ég rann gegnum allar hindranir eins og hnífur gegnum smjör vegna þess að ég var svo sannfærð. Áður en ég vissi af var ég komin til Englands, ég fékk náms- lán, lifði þarna í sárustu fátækt. Það eina sem ég leyfði mér var 1 súkkulaðimoli á sunnudögum og stöku sinnum á föstudögum fór ég með könum og brasilíufólkinu, sem var þarna, á krá og við skemmtum okkur saman og feng- um bjór. Pöbbarnir þarna eru alveg yndislegir. LandbúnaðardeUd dulspekiskóla í þessum skóla lærði ég svo- kallaða „bidoynamic" og ég vissi ekki fyrr til en ég var komin á kaf í dulspeki. Þá var þetta dulspeki- skóli, byggður á kenningu Rudolf Steiner. Hann skiptist í margar deildir og ég var í landbúnaðar- deild, það var eina deildin sem þú gast gengið í án þess að taka undirbúning. Við fengum reynd- ar nokkra tíma í undirbúning þar sem við lærðum heirnsmynd mannspekinga (Anthroposopha). Maður stundaði semsagt fyrir- lestra á morgnana, en eftir mat lögðum við stund á yndislegustu list, sem ég hef kynnst fyrr eða síðar. Það var eurythmy, hreyfi- list á íslensku. Þar eru tónar og stafir túlkaðir með hreyfingu. Og þetta hafði mig dreymt upp á Islandi áður en ég fór til Eng- lands. Mig dreymdi fólk í hvítum kyrtlum sem dansaði einhvern einkennilegan dans, þar sem það stóð kyrrt og horfði fram fyrir sig og hreyfði bara handleggina. Síð- an kom ég í þennan tíma og sá nákvæmlega þctta sama! Það að stunda þetta er afar erfitt og krefst alveg óskaplega mikils bæði af sál og líkama. Þó það séu engin líkamleg átök. Ef lifrin er t.d. tæp þá kemur það fram, því þú ert ekki að leika þér, þú ert að nota aðra krafta en vanalega. Eftir þessa tíma er maður upp- lyftur og hreinsaður á sálinni. Þarna hreinsast maður af allskyns orku sem þetta þjóðfélag býður ekki upp á að leysa. í þjóðfélagi þar sem eina lausnin er að fara á blindafyllerí og öskra úti á götu’, þá hrærast þessi öfl bara inní fólki og þeim er beitt á ákaflega nei- kvæðan hátt ef maður ekki passar sig. Ég hef þessa orku í tölu- verðum mæli og á vissna hátt finnst mér þetta samfélag okkar skemmandi. Ég fæ enga útrás fyrir þessa skapandi orku, áður söng ég, nú nú er ég hætt því. Heimþrá Á þessu eina ári sem ég var úti uppgötvaðist ný Sigrún, en vandamálið var það, að eftir árið var ég orðin hálfveik af heimþrá, ég gat bara alls ekki verið lengur. Það var það versta. En á vorönninni kom í þennan skóla skyggn maður sem var ákaflega hrifinn af Findhornsam- félaginu og vildi sameina þessa tvo skóla. Þeir áttu svo margt sameiginlegt; voru jafngamlir, á báðum stöðum voru leiðtogar sem voru að draga sig í hlé og láta aðra taka við. Steiner fólkið var mikið fyrir að þroska viljann og láta viljann, hugann og tilfinn- ingarnar vinna saman. Findhorn- fólkið er aftur mjög opið fyrir andlegum öflum. Þar er skyggnt fólk sem t.d. hefur samband við þær verur, sem starfa við plöntur. Nú ég var valin ásamt 4 öðrum konum í sendinefnd sem fór til Findhorn og þar varð ég fyrir hugljómun ef svo má segja. Ég uppgötvaði enn eina aðferð við að vera til, nýja vídd, nýja Sig- rúnu. Og það var einmitt daginn sem Júpíter fór inn í krabbann," segir Sigrún og hlær. „En það fann ég út seinna. Nú, þetta entist stutt, það er ekki nóg að fá einu sinni útvíkkun á sinni sál og uppgötva að sálin er stærri og hæfileikar þínir meiri en hvers- dagslegt stúss uppi á íslandi krefst. Það er mjög erfitt fyrir einstakling, sem hefur rétt bragð- að á því hvað sálin, manneskjan og andinn eru stór, að koma í þjóðfélag, þar sem ekkert mark er tekið á slíku og engin markviss þjálfun fer fram og engin trú á þessu. Þó ég sé þrjósk þá vinnur samfélagið á smátt og smátt þang- að til maður er orðin eins og samfélagið. En erfiðleikinn hjá mér er að ísland kallar, ekki íslendingar, andinn hér á fslandi er samtengdur mér, ég get bara ekki verið úti. Svo ég kom heim og það fyrsta sem ég gerði var að fara hringinn í kringum landið og segja bænd- um, sem ég þekki, hvað ég hefði lært. Það var mjög skemmtilegt, ég fór á puttanum. Ég hafði með mér tarótspilin og dró stundum áður en bíll kom og það var ævinlega rétt. Kínversk véfrétt — Ertu á kafi í tarotspilum líka, með stjörnuspekinni og berdreym- inu og því öllu? „Nei, ekki á kafi, ég nota þetta ekki mikið. En aðalráðgjafi minn er I Ching. Það er kínversk véfrétt, sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég ber ekki eins mikla virðingu fyrir tarotspilunum." Sigrún sýnir mér bókina með véfréttinni, þykka skruddu á ensku og virðist mjög flókin. Byggist á túlkunum á mynstri 6 stanga. „Það er mjög óhollt að nota mikið þessi spil og annað, ef erfitt er framundan er betra að vita það ekki, annars kvíðir maður fyrir og það verður verra. Ef ég spái fyrir aðra fer ég ekki djúpt í hlutina. Fólk er skíthrætt við þetta og ég kæri mig heldur ekki um að þekkja mjög persónulega hluti, þannig að ég hef tamið yfirborðs- lega spá. — En hvar kemur stjörnuspekin inn í? „Hún var löngu komin, það var strax í Háskóla. Ég þekkti ungan mann sem var að læra þetta og kenndi mér jafn óðum, hann lærði af konu, sem aftur lærði þetta bréflega frá Svartaskóla.“ Sigrún ræðir dágóða stund um stjörnuspeki og áhrif stjarnanna á fólk en loks segir hún: „Mann- eskjan hefur frjálsan vilja og það er mikilvægt að þjálfa hann þann- ig að sterk áhrif plánetanna frá degi til dags ráði ekki algerlega. Þetta er eins og að venja sig á að láta ekki tilfinningarnar stjórna sér fullkomlega.“ Nú er þetta spjall orðið of langt, en það sem við ræddum fleira er þó nægt efni í heilt Skagablað, það er ef ritstjórinn myndi einhvern tíma leyfa slíkt. Við eigum t.d. eftir að ræða popparann Sigrúnu, jurtaætuna, ræktandann, heimspekiþýðand- ann, dreymandann og kvenna- listakonuna. Auk þess, sem hún hefði eflaust getað rætt meira um stjörnuspeki og dulspeki en gert var hér. En — hingað og ekki lengra — punktur. —SEÞ. „Topp-10“ videó Sökum þrengsla — nú var það efnisframboð ekki aug- lýsingamagnið sem þrengdi að okkur — urðum við að fella listann yfir vinsælustu videómyndirnar út úr Skaga- blaðinu í síðustu viku. Von- andi fékk enginn taugaáfall við þetta en hér birtast list- arnir að nýju eins og þeir voru í vikubyrjun. Skaga-videó 1. Augu Láru Mars 2. Cujo 3. Bílasalarnir 4. The nurse 5. Mystery of paradise 6. Evil judgement 7. „1922“ 8. Mistral’s daughter 9. Stríðsins blóðuga helvíti 10. Ninja, IV-VI Myndbandaleigan ÁS 1. An officer and a gentleman 2. Educating Rita 3. Bloodline 4. Augu Láru Mars 5. Húsið 6. Skólaklíkan 7. Mommie dearest 8. „1922“ 9. Escape from New York 10. Hollywoodstjarna VHS-videoleigan Háholti 9 1. Chiefs, I og II 2. Killer on board 3. An officer and a gentleman 4. í heljargreipum óttans 5. Angelique, I-V 6. Ninja master, IV-VI. 7. Bad cats 8. Masters of the universe 9. Ertu blindur maður? 10. Mystery of paradise á „Tanganum“ Þegar við Skagablaðsfólk vor- um á ferð upp í Grundartanga á dögunum rákumst við á högg- mynd sem verið er að vinna þar. Hún er unnin úr steypu, bland- aðri kísilryki. Listakonan er Ragnhildur Stefánsdóttir, Reyk- víkingur, en kemur hingað nokkra daga í viku til að vinna við Guddu. — Hvernig stóð á því að þú fórst að gera Tyrkja-Guddu? „Það var þannig að Árni John- sen kom að máli við mig þegar ég var með sýninguna á Kjarvals- stöðum og sagði mér að Vest- mannaeyingar vildu fá Guddu aftur heim. — Er þetta í tilefni af einhverju afmæli eða slíku? „Nei, ég held ekki. Nema það eru um það bil 350 ár síðan hún kom frá AIsír.“ — Hvernig undirbýrðu þig und- ir svona verk. Ég meina af því þetta er ekki eins og „stytta“ af henni, heldur skúlptúr, hvernig hugsar þú verkið? „Ég byrjaði á að fara til Eyja og skoða staðinn þar sem verkið á að standa, síðan las ég það litla sem til er um hana og út frá því þróuðust hugmyndir mínar um hana. Hún hlýtur að hafa verið mjög sterk bæði andlega og lík- amlega, því hún þurfti að mæta miklu mótlæti í lífi sínu en stóð alltaf uppúr erfiðleikunum eins og klettur. Þess vegna geri ég Guðríði Símonardóttur eins og klett sem rís eins og einn af eindröngunum í Vestmannaeyj- um upp úr öldunum og stendur af sér öll veður.“ Þegar ég byrjaði að gera mynd- ina, gerði ég fyrst leirmynd, fékk aðstoð til að gera hana í gömlu kókverksmiðjunni á Hagamel í Reykjavík, Vífilfelli. Upphaflega ætlaði ég að gera hana úr gifsi eða bronsi, en svo frétti ég af þessum tilraunum með kísilblandaða steypu sem fóru fram í Grundartanga. Ég fór að spyrjast fyrir um þær, og var þá boðið að taka þátt í þeim líka. Þannig að það má segja að það hafi verið hálfgerð tilviljun. — Hvemig vinnur þú síðan með steypunni? Slærðu upp mót- um eins og múrarar? „Já, fyrst var gerð járngrind, hún síðan fyllt með steypu, til að gera verkið massíft, en svo móta ég steypuna bara eins og leir. — Hvenær verður Tyrkja- Gudda sett upp í Eyjum? „Það er ekkert ákveðið, ég get tekið mér þann tíma sem ég vil. En ég hugsa að hún verði sett upp í vor.“ — Svo við tölum aðeins um þig sjálfa, hvaða menntun hefur þú? „Ég var í Myndlista g hand- íðaskólanum, útskrifaðis, þaðan 1981, en tók auka ár þannig að ég hætti ekki fyrr en 1982. Síðan hef ég gert hitt og þetta meðal annars verið aðstoðarmaður annars höggmyndara, Ragnars Kjartans- sonar. Nú, ég hef haldið eina sýningu á leir-skúlptúrverkum, það var í apríl í fyrra. Þetta er eina stóra verkið, sem ég hef gert.“ — Hvert er þitt uppáhaldsefni að vinna úr? „Ég hef eiginlega ekki komið mér niður á neitt. Það er einna helst leirinn, ég hef unnið mest við hann. Nú, og steypan líka, a.m.k. þessi steypa, enda er hún svo lík leirnum." — Hvað gerir þú þegar Gudda er búin? „Þá langar mig að fara til Bandaríkjanna í framhaldsnám í skúlptúr. Annars erþað skemmti- leg tilviljun, að mynd Guddu skuli vera sköpuð á Hvalfjarðar- strönd, skammt frá þeim stað sem hún er grafin. Þeir eru til, sem telja hana eiga einhvern hlut í þeirri tilviljun." 4 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.