Skagablaðið


Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 1
Fráfundi nemendafélagsins á ' miðvikudag. „Göngum hiklaust út ef ekki semst“ „Það liggur ekkert raunhæft tilboð fyrir frá samninganefnd ríkisins, en hins vegar voru lagðir fram þrír umræðupunktar,“ sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari, er Skagablaðið náði tali af henni eftir að hún hafði sótt fund um kjaramál kennara í Reykjavík á þriðjudags- kvöld. „Umræðupunktarnir er þeir, að í fyrsta lagi verði tekið tillit til mismunar á kjörum kennara og annarra opinberra starfsmanna, í öðru lagi, að tekið verði tillit til niðurstöðu endurmatsnefndar og í þriðja lagi, að kennarar fái sömu hækkun á launum cg aðrir fá út úr samningum eða dómi Kjaradóms.“ í gær átti að efna til fundaraðar með samningaaðilum, síðan átti að vera fulltrúafundur HÍK og í gærkvöldi félagsfundur, þar sem ákvörðun átti að taka um fram- hald miðað við stöðuna eins og hún var í gærkvöld. Skagablaðið innti Danfríði eftir því hvort hún væri bjartsýn á framvindu mála. „Nei, ég er ekki bjartsýn eins og málin standa í dag. Kennarar eru almennt farnir að hugsa sér til hreyfings, leita sér að vinnu, en ástandið í atvinnumálum hér er þannig, að þeir sem hætta að kenna verða líklega að flytja héðan í ofanálag." Skagablaðið hafði einnig sam- band við Þorstein Gunnarsson, kennara í Fjölbrautaskóla Akra- ness, og spurði hann fregna af máli allra mála þessa dagana, uppsögnum kennara. „Það er harla lítið að frétta, engin hreyfing er enn komin á málið," sagði Þorsteinn er við hann var rætt á þriðjudagsmorg- Bæjarstjóm: Fundi frestað —fjárhagsáætlun í algleymingi Fundi bæjarstjórnar, sem vera átti á þriðjudag, var frestað vegna gífurlegra anna hjá bæjarstjórnarmeðlimum. Einkum munu það vera bæj- arráðsmenn, sem sitja í verk- efnum upp fyrir haus um þessar mundir því unnið er sleitulaust að því að fullgera fjárhagsáætlun bæjarins. Að því er Skagablaðið hef- ur fregnað er ráðstöfunarfé bæjarins umfram fastafram- kvæmdir af mjög skornum skammti, á bilinu 11-13 millj- ónir króna. náðst samningar þá.“ — Eru einhverjir búnir að ráða sig annars staðar? „Ég held að enginn kennari hér hafi ráðið sig í fasta vinnu annars staðar, en í Reykjavík eru nokkr- ir, sem hafa ráðið sig og snúa ekki aftur að kennslu." — Treysta kennarar á, að sam- ið verði þannig að þeir þurfi ekki að hætta? „Við treystum ekki á neitt í þeim efnum." —SEÞ/SSv. Nemendur Fjölbrautaskóla Akraness samþykktu með yfir- burðum stuðningsyfirlýsingu við kjarabaráttu kennara á fundi, sem nemdendafélag skólans efndi til kl. 9.15 á sal skólans á mið- vikudagsmorgun. Fyrir fundinn var talið að mjög tvísýnt kynni að verða um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar en þegar upp var staðið reyndust úrslitin ótvíræð. Rúm- lega 150 nemendur sóttu fundinn og við handauppréttingu komu 18 mótatkvæði í Ijós. Tillagan, sem atkvæði voru greidd um hljóðaði á þessa leið: „Nemendur hér á sal Fjölbrauta- skóla Akraness þann 27.2. 1985 samþykkja eftirfarandi ályktun. Við nemendur hér í Fjölbrauta- skóla Akraness krefjumst þess að laun kennara verði hækkuð svo að tryggt verði að við skólann verði ávallt hæfir kennarar. Auk þess er það skýlaus krafa okkar að flýtt verði fyrir framgangi þessa máls.“ Flutningsmenn tillögunnar voru fjórir og eftir að hún hafði verið lesin upp tók einn nemenda til máls og taldi sig ekki geta stutt tillöguna, þar sem í henni fælist ákveðin afstaða með kjarabar- áttu. Einn flutningsmanna tillög- unnar tók síðan til máls og sagði enga beina stuðningsyfirlýsingu við kröfur kennara felast í til- lögunni. Hins vegar væri það stuðningur við hærri laun kenn- ara en ekki kröfur þeirra sem slíkar. í millitíðinni tók þriðji nemandinn til máls og mælti með því að tillagan yrði samþykkt, sem og varð raunin á. Fremur dauft var yfir fundinum á miðvikudag og samkvæmt heim- ildum Skagablaðsins stafaði deyfðin m.a. af því að kvöldið fyrir fundinn hafði verið unnið ötullega að því að steypa mörgum tillögum saman í eina til þess að komast hjá klofningi á fundinum. glæsilegu verðlauna- getraun, sem hefstídag —Sjá fyrsta spurninga- seðilinn á bls. 3 — Ganga kennarar þá út á föstudag (í dag)? „Já, alveg hiklaust ef ekki hafa Alvariegur atburöur aftfaranótt föstudags: Neyðarblys að nætur- þeli reyndist gabb Skagablaðið frétti af því að neyðarblys hefði sést á lofti við strandlengjuna vestantil í bæn- um aðfaranótt föstudags. Um tfma var óttast að skip kynni að vera í nauðum statt hér skammt undan ströndinni en þegar blað- ið leitaði staðfestingar lögregl- unnar á þessu kom í Ijós, að einhverjir gálausir náungar höfðu skotið blysinu upp að því er virtist sé til skemmtunar. Er lögreglunni barst tilkynn- ing um neyðarblysið var þegar haft samband við tilkynningar- skylduna og í framhaldi af þvf við höfuðstöðvar Slysavarnar- félags íslands, þar sem allt var sett í viðbragðsstöðu. Ekki kom þó til neinnar leitar því í ijós kom að engin skip voru á ferð hér undan ströndinni. Mál þetta er nú í rannsókn. Ekki þarf að taka það fram hve hættulegur fíflagangur á borð við þetta er. Neyðarblys er til þess eins að nota í neyð ekki til að skemmta fólki að nætur- lagi. Menn hugsa kannski ekki málið til enda á þeirri stundu, sem skotið er upp, en svona blys gætu hæglega sett af stað umfangsmikla leit. Nemendafélagsfundur í Fjölbrautinni: Styðja ein- dregið hærri laun kennara

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.