Skagablaðið


Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðió Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudagafrá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. rBllianŒllllilllfillHIflll íbúi við Jörundarholt skrifar: Gatnamál hér á Akranesi hafa löngum verið til umræðu í blöðum bæjarins og hafa marg- ar götur verið nefndar í því tilliti. Jörundarholtið er þar hreint engin undantekning. Einn afleggjarinn (botnlang- inn) við götuna er svo svaka- legur þegar rignir, að þar mynd- ast tjörn á stærð við sundlaug og nær yfir hartnær helming alls afleggjarans og alla leið inn á bílastæði hjá einum íbúanna. Þegar svo frystir myndast á götunni eitt allsherjar skauta- svell. Auðvitað hafa krakkarnir í götunni gaman af því að fá þarna skautasvell frá náttúr- unnar hendi þegar frystir og að geta síðan sullað í pollunum í þíðunni. En bílar eru farartæki, sem hvorki kunna skautalistina né sundtökin. Hér með vil ég beina þeim tilmælum til bæjaryfirvalda og þá einkum tæknideildar, sem hefur gatnamálin á sinni könnu hvort ekki sé hægt að bæta þarna úr skák með frárennsli af einu eða öðru tagi. Dagbókin Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30-16.00 og svo aftur frá kl. 19.00- 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviötöl og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara 2358 á öðrum tímum. Undirbúningur fyrir Skáta- trvolfið senn á fulla ferð Bókasafniö: Safniö er opið sem hér segir: mánudaga 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga 15-19, fimmtudaga 16-21 og föstudaga 15-19. Útlánatími er 20 dagar, dagsektir 50 aurar á bók. Slökkviliöið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266 og 1977. Sjúkrabfll: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið er mánudaga-mið- vikudaga sem hér segir: 7-8.45, 17- 18.30 og 20-21.15, fimmtudaga 7-8.45, 17-18.30, 20-21 og 21-21.45 (fyrir konur), föstudaga 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45 og á sunnu- dögum frá 10-11.45. Al-Anon: Félagsskapur fyrir aðstand- endur drykkjufólks. Fundir alla mánu- daga kl. 21 að Suðurgötu 102. Auglýsið í Skagablaðinu Senn líður að því að undir- búningur fyrir Skátatívolíið, sem haldið verður þann 17. mars eins og reyndar hefur áður verið skýrt frá í Skagablaðinu, komist á fulla ferð. Eins og bæði hin fyrri skiptin, sem tívolíið hefur verið haldið, þ.e. árin 1981 og 1983, verður mikið um dýrðir í íþrótta- húsinu þennan dag. Eins og áður verða heimatil- búin leiktæki á staðnum, þar sem keppt er um alls kyns vinninga, skemmtiatriði, sem reyndar eru enn í mótun enda góður tími til stefnu, bingó, dúndrandi tónlist og veitingasala. Að þessu sinni mun það væntanlega setja sterk- an svip á tívolíið að dregið verður úr verðlaunagetrauninni, sem skátarnir standa að í samvinnu við Skagablaðið og Samvinnu- ferðir/Landsýn áður en bingóið, sem verður lokahnykkurinn í þessari skemmtun, hefst. Fyrsti getraunaseðillinn í sam- keppninni er hér á síðunni til hægri en alls verða þeir þrír. Þá ber að klippa úr Skagablaðinu, hefta svo saman og merkja sér og skila í þar til gerðan bauk eða tunnu á tívolíinu. Á sama stað munu liggja frammi þau tölublöð Skagablaðsins, sem seðlarnir birt- ust í, sem og sumarbæklingur Samvinnuferða/Landsýnar þann- ig að gestum tívolísins gefst kost- ur á að svara getrauninni á staðnum. tívolísins. Ingibj. Arsenal-West Ham 1 Aston Villa - Leicester 1 Liverpool - Nottm. Forest 1 Luton - Sunderland 2 Manch. Utd. - Everton 1 Newcastle - Watford 1 Southampton - WBA 1 Stoke - Tottenham 2 Balckburn - Manc. City X Middlesboro - Leeds 2 Oxford - Birmingham 1 Wolves - Portsmouth 2 Hörður Ragnh. Páll 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 2 2 2 X 1 X 2 2 2 1 X 1 2 2 1 [>að er hreint með ólíkindum hversu líkir seðlar spámannanna eru þessa vikuna. Venjulega hefur seðill Skagablaðsins skorið sig dálítið úr enda höfum við alltaf „tippað“ eftir að niðurstaða hinna lá fyrir og því oft á tíðum reynt að brjóta upp augljóst mynstur. Það hefur gefið vægast sagt afleita raun enda situr Skagablaðið á botninum nú þegar aðeins 4 umferðir eru eftir í keppninni um koníakið og konfektið góða. Verður því gerð úrslitatilraun til að bjarga andlitinu. Ingibjörg lætur engan bilbug á sér finna. Hún fékk 6 rétta síðast og er með samtals 37. Páll náði bara 5 og er með 35 samtals, Hörður fékk sömuleiðis 5 og er með 30 samtals, Ragnheiður fékk aðeins 3 og er með 23 samtals en Skagablaðið bætti um núllið frá vikunni áður og fékk 4 rétta. Er því með 21 réttan samtals. Fróðlegt verður hins vegar að sjá útkomuna núna, þar sem niðurstaða spámanna er jafn lík og raun ber vitni. Að sögn Guðbjarts Hannes- sonar, og Valgeirs Gestssonar, skátafrömuða, hefur tívolíið ver- ið stór liður í fjáröflun skátanna. Bæði hin fyrri skiptin fór ágóðinn óskiptur í skátaskálann í Skorra- dal en í ár verður fé einnig veitt til Hjálparsveitar skáta hér á Akra- nesi. Jopp-10“ videó Listinn yfir 10 vinsælustu myndirnar á videóleigum bæjarins er nú aftur á sínum stað og við erum ekki með neinar vífilengjur heldur vindum okkur rakleiðis í listana. Skaga-videó 1. (1) Augu Láru Mars 2. (2) Cujo 3. (3) Bílasalarnir 4. (4) The nurse 5. (5) Mystery of paradise 6. (6) Evil judgement 7. (7) „1922“ 8. (-) The hunter, I-VI 9. (9) Stríðsins blóðuga helvíti 10. (8) Minstral’s daughter Myndbandaleigan As 1. (1) An officer and a gentleman 2. (3) Bloodline 3. (2) Educating Rita 4. (4) Augu Láru Mars 5. (-) í blíðu og stríðu 6. (-) Hunter 7. (7) Mommie dearest 8. (9) Escape from New York 9. (8) „1922“ 10. (10) Hollywood-stjörnur VHS-videóleiga Háholti 9 1. (1) Chiefs, I-II 2. (-) í blíðu og stríðu 3. (3) An officer and a gentleman 4. (-) Bloodline 5. (-) The nurse 6. (-) The Sting, II 7. (-) Flying high, II 8. (-) Princess Daisy 9. (2) Killer on board 10. (-) 48 hours Ótrúlega 1 lítil hreyfing er á listunum hjá Skagavideó og Ási en hins vegar iðar allt af fjöri hjá Vilmundi á Háholt- inu, hvorki fleiri né færri en 7 nýjar myndir og aðeins topp- arnir úr síðustu viku standast áhlaup nýju myndanna. Spuming vikunnar Ert þú hrifin af blómum? Magga Bára Guðmundsdóttir: — Já, obboslega. Gunnar Hákonarson: — Því ekki það? Valgerður Sigurðardóttir: —Já, mjög. hrifin af blómum. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.