Skagablaðið


Skagablaðið - 01.03.1985, Síða 3

Skagablaðið - 01.03.1985, Síða 3
Atvinnulíf á Akranesi/Sfuðlasfá! Sjö herbergi og eldhús auk 40m2 bílskúrs. Möguleiki á skiptum. ALLAR UPPLÝSINGAR veitir Fasteignasalan Skólabraut 31, Sími 2330 Til sölu við Jaðarsbraut Skagablaðið hefur ákveðið að taka upp nýja þáttaröð um at- vinnumál á Akranesi. Tekin verða fyrir ýmis fyrirtæki og þau kynnt í stuttum greinum. Þor- valdur Loftsson, einn af eigend- um Stuðlastáls ríður á vaðið og segir okkur IítiIIega frá sínu fyr- irtæki. „Við gerum allt mögulegt. Hér er öll þjónusta í sambandi við járniðnað, við getum soðið alla málma, við höfum rennibekk og færa og góða járniðnaðarmenn. Já, ég er ekkert að ljúga því“ segir hann og heldur að blaðamaður- inn haldi að hann sé að reka áróður. „Já, við setjum til dæmis saman þessa ofna“ og bendir á einn slíkan. „Fáum þá senda frá Skorra á plötum. Hér eru allra- handa viðgerðir og nýsmíðar, við höfðum t.d. menn í 6 mánuði í að byggja stálgrindahús síðasta ár. Ég er nú orðinn leiður á að tala um sorpbrennsluofnana. Það hef- ur verið skrifað um þá áður.“ Þorvaldur hallar sér aftur í stóln- um þreytulegur á svip. —Ætlið þið að fara að byggja? „Ja, við höfum náttúrulega eng- in tök á því nema hafa vísa sölu á þessu húsnæði. Það er til sölu. En ef við byggjum, byggjum við auðvitað stálgrindahús, þá bæði útvegum við okkur vinnu og spörum heilmikinn pening. Við stefnum á 800 fermetra sal, það er bara svo dýrt að standa í þessu, bara byggingaleyfisgjöldin eru 325.000 krónur. Það er augljóst að við getum bætt við vinnu og mannskap ef við fáum stærra hús. Fólk kemur til okkar með smærri verkefni af því það fær fljótt og vel leyst úr vandanum. — Hvað er fyrirtækið gamalt? „Hvenær byrjuðum við aftur? Ég held að það hafi verið ’79. Ég veit ekki hvað skal segja um æviferilinn. Það má segja að æviferill fyrirtækisins hefjist að morgni og ljúki að kvöldi. Fjár- magn er svona rúllandi, það þolir ekkert áfall. En við viljum vinna eftir til- boðum. Þá veit fólk hvað verkið kemur til með að kosta og því verður ekki hnikað. Ef við bjóð- um í eitthvað þá stendur það.“ —SEÞ. „Ef við bjóðum í eitt- hvað þá stendur það“ —segir Þorvaldur Loftsson, einn eigendanna, við Skagablaöið — Smíðið þið svoleiðis? „Já. Við erum reyndar með einn sérkennilegan í athugun núna, tvöfaldan, fyrir Fáskrúðs- fjörð. Hugmyndin er að nýta varmann í að hita vatna fyrir fiskeldi. Við gerðum bænum til- boð á sínum tíma, um að smíða ofn, koma honum fyrir, steypa vegg við hann og ganga frá öllu á verði sem var líklega helmingur- inn af verði sorpbílsins, sem var að brenna þarna um daginn. En nei, nei, bæjartæknifræðingur vill heldur jarða það áfram. Eins og óþrifnaðurinn er af þessum jarð- arförum, rusl og sót milli allra þúfna á leiðinni til bæjarins, sem síðan þarf að eyða peningum í að þrífa.“ Auk járniðnaðarins gerum við tilboð í allskonar jarðvinnu og leigjum út gröfur og vörubíla. Við þurfum að eiga töluverðan bílaflota til að nota í ýmsum verkefnum, til dæmis úti á landi. Við erum eiginlega verktakafyrir- tæki. 80% af okkar vinnu er tilboðsvinna og í fyrra var 60% af vinnunni unnin utan bæjarins. Eins höfum við unnið talsvert fyrir Járnblendifélagið. — Hvernig gengur reksturinn, er þetta ekki blómlegt fyrirtæki? „Blómlegt? Þetta svona drull- ast áfram. Nei, ég segi það kannski ekki, reyndar höfum við aldrei haft jafn mikið að gera, verkefnin hafa jafnvel komið inn- um dyrnar núna eftir áramót. Að koma inn um dyrnar köllum við það þegar fólk kemur að fyrra bragði til okkar með verkefni. Annars þurfum við að fara að stækka við okkur. Við sóttum um lóð hér við hliðina, en fengum þau svör að við hefðum bara átt að byggja annarsstaðar, því þörfin á stækkun hefði verið fyrirsjáan- leg. en við höfum fengið úthlut- aðri lóð fyrir ofan iðngarðanna. Hluti starfsmanna Stuðlastáls. HK akraneskaupstaður Frá innheimtu Akraneskaupstaðar Annar gjalddagi fasteignagjalda 1985 var þann 15. febrúar síðast- liðinn. Annar gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara er í dag, 1. mars. Dráttarvextir verða reiknaðir þann 15. mars næstkomandi og verða þá 4% á mánuði. Innheimta Akraneskaupstaðar Verðlaunagetraun (D Samvinnuferða/Landsýnar, Skag 1. Fyrir hverja er blái liturinn í vi Samvinnuferða/ Landsýnar? 2. í ferðum Samvinnuferða/Lanc hæsta turn veraldar. í hvaða 3. Hver er nýjasti smellur unga í Evrópu? Sva • Svörin við spurningunum er að finna í hii Samvinnuferða/Landsýnar, sem hægt er Kirkjubraut 5. • Klippið þennan seðil út úr Skagablaðinu oi alls verða getraunaseðlarnir 3. Heftið þá s til gerðan kassa á Skáta-tívolíinu þann 1 ablaðsins og Skáta-tívolísins erðskrá sumarbæklings Svar: Isýnartil Kanada er hægt að sjá borg er hann? Svar: fólksins r: num nýja og glæsilega bæklingi að nálgast í versluninni Óðni, g geymið þar til sá síðasti hefur birst en íðan saman,merkið ykkur og skilið í þar 7. mars. Vorum að fá nýjar myndir, þ.á.m. Hunter I-VI, Honeyboy, Bounty man og Wild women, ásamt fjöldamörgum öðrum. Verið ávallt velkomin! Opid: virka daga frá 18-22 helgarfrá 17-22 SKAGAVIDEÓ Kirkjubraut 6, sími 2422 3

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.