Skagablaðið - 01.03.1985, Page 5

Skagablaðið - 01.03.1985, Page 5
% Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness. SFA finnst ekki á skrá - gloppa í heildaryfirliti mengunarvama Hollustuvemdar ríkisins efta bara dæmigerð „kerfismistök“? „Leyfi útþessa vertí6“ —segir Guðni Hall- dórsson, heilbrigöis- fulltníi „Sfldarverksmiðjan hefur leyfi út þessa vertíð", sagði Guðni Halldórsson heilbrigö- isfulltrúi þegar þetta var bor- ið undir hann. „Ég skil ekki afhverju hún er ekki á skrá, hún var skoðuð í hitteðfyrra. Ég var sjálfur með þeim frá mengunarvörnum. Sfldar- verksmiðjan hér var með þeim fyrstu sem var tekin fyrir.“ — En hvað verður gert í vertíðarlok? „Ætli þetta verði ekki lag- að þá. Mér skilst að þeir ætli að laga hjá sér þannig að allur reykurinn fari um stóra strompinn. Og svo stendur til að taka í notkun gufusjóð- ara, það er ekkert frekar til mengunarvarna, heldur til hagræðingar. Þeir nýta hrá- efnið betur þannig.“ Sveinbjörn Hákonarson hefur verið ráðinn íþróttavallavörður. Fjöldi manns sótti um þessa stöðu eins og áður þegar hún hefur verið auglýst laus til umsóknar. Sveinbjörn er einn fastamanna í meistaraflokksliði knattspyrnu- manna bæjarins og leysir annan knattspyrnukappa af hólmi, Sig- í síðustu viku var flutt þings- ályktunartillaga um herferð gegn „peningalyktinni“ úr fiskimjöls- verksmiðjum landsins. Lagt var til að mengunarvarnir þeirra yrðu bættar þannig að innan tveggja ári yrði mengun í viðun- andi lágmarki. Af 45 fiksimjöls- verksmiðjum á landinu eru að- eins 9 með fullt starfsleyfl og auk þess 5 aðrar sem bíða eftir af- greiðslu á umsóknum þar að lútandi. Blaðið talaði við starfsmann mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins og spurði um stöðu Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðjunnar á Akranesi. Eftir að hafa leitað í urð Halldórsson. Sigurður fer nú á næstu dögum til Húsavíkur, þar sem hann mun annast þjálfun 2. deildarliðs Vöslunga í sumar. Er Sigurður þriðji Skagamað- urinn, sem þjálfar Húsvíkingana á fáum árum, áður hafa bæði Jón Gunnlaugsson og Hörður Helga- son þjálfað Vöslungana. gögnum sínum tilkynnti hann að ekkert væri að finna hjá þeim um verksmiðjuna, hún væri ekki á neinni skrá og hefði eftir því að dæma aldrei fengið nein leyfi. Þessi leyfi, sem verksmiðjur hafa fengið eru tvenns konar. Annars vegar leyfi veitt á árunum 1972-1974, svo kölluð gömul leyfi, og hins vegar ný leyfi frá 1980 og þar eftir. En í hvorugum hópnum fannst SFA. Sú sem blað- ið ræddi við mundi ekki eftir að hafa heyrt né séð neitt um þessa verksmiðju. Hún hefði reyndar ekki unnið nema hálft ár hjá mengunarvörnum. Við spurðum hvernig lyktinni væri eytt, þar sem það væri gert. Hún kvað það vera mjög erfitt í gömlum verksmiðjum, á þeim þyrfti að gera svo dýrar og kostn- aðarsamar breytingar. Nýjar fiskimjölsverksmiðjur þurfa hins-j vegar að hafa svokallaðan þvotta- turn, þar sem reykurinn er kældur og „þveginn" og jafnvel eitthvað efnablandaður. Auk þess tíðkast að brenna lyktarefnunum í vinnsl- unni sjálfri og hyrfi þá lyktin, þó ýmis önnur efni kynnu að berast upp með reyknum. Algengast er að „peningalykt- in“ komi frá mengun í sjó við verksmiðjuna eða úr reyk. Þetta væri slæmt vandamál víða á Aust- fjörðum en engin kvörtun hefði komið frá Akranesi, enda mikil hreyfing á lofti þar. Sveinbjöm ráðinn íþróttavallarvörður Fagurs útsýnis get- stofnar ekki öörum ur ökumaöur ekki vegfarendum í . / T \ ot> notiö ööruvisi en hættu (eöa tefur aöra umferð). UTSY m þar sem hann iJU^JFERÐAR Bjöm Pétursson, framkvæmdastjóri SFA: „Finnst þetta vera furöuleg t“ „Nei, það eru engar breytingar fyrirhugaðar hjá okkur í bráð“, sagði Björn Pétursson fram- kvæmdastjóri Sfldar- og flski- mjölsverksmiðjunnar. „Við er- um að fylgjast með tilraunum sem eru í gangi fyrir austan, en það er ekkert ákveðið.“ — Nú rennur út starfsleyfið hjá ykkur í vertíðarlok hvað gerist þá? „Ég býst við að við leitum eftir að fá það endurnýjað eins og aðrar verksmiðjur." — Hvaða mengunarvarnir haf- ið þið hugsað ykkur í framtíðinni? „Það er helst um tvenns konar leiðir að ræða, að breyta þurrkun mjölsins yfir í gufuþurrkara eða setja upp skolun á reyknum sem nú fer út um skorsteininn. Fyrri aðferðin er mikið dýrari og erfitt að fjármagna hana eins og tím- arnir eru nú, en unnið er að rannsóknum á skolunarkerfunum sem henta mundu íslenskum verksmiðjum vel. Með skolunar- aðferðinni er líka hægt að endur- nýta hluta varmans aftur. Mikil hreyfing hefur komið á þessi mál í vetur og ef niðurstöður rann- sóknanna verða fullnægjandi, og fjármagn leyfir munum við að sjálfsögðu nýta okkur þær. En hvenær er ómögulegt að segja.“ — Ég talaði við starfsmann hjá Mengunarvörnum og hann fann ykkur hvergi á skrá. Hvernig stendur á þessu? „Ég skil það ekki, eftir því sem ég best veit höfum við fullgilt starfsleyfi. Mér finnst þetta vera furðulegt." Aðalskoðun bifreiða á Akranesi 1985 Aðalskoðun bifreiða og bifhjóla fer fram við skrifstofu bifreiðaeftirlitsins að Garðabraut 2, Akranesi, eftirtalda daga sem hér segir: Þriðjudaginn 5. mars E-1 til E-200 Miðvikudaginn 6. mars E-201 til E-400 Fimmtudaginn 7. mars E-401 til E-600 Föstudaginn 8. mars E-601 til E-800 Þriðjudaginn 12. mars E-801 til E-1000 Miðvikudaginn 13. mars E-1001 til E-1200 Fimmtudaginn 14. mars E-1201 til E-1400 Föstudaginn 15. mars E-1401 til E-1700 Þriðjudaginn 19. mars E-1701 til E-2000 Miðvikudaginn 20. mars E-2001 til E-2200 Fimmtudaginn 21. mars E-2201 til E-2400 Föstudaginn 22. mars E-2401 til E-2600 Þriðjudaginn 26. mars E-2601 til E-2800 Miðvikudaginn 27. mars E-2801 og þaryfir Skoðun fer fram alla fyrrgreinda daga kl. 9-12 og 13-16.30. Engin skoðun fer fram á mánudögum. Bifreiðar nýskráðar á árunum 1983 og 1984 þurfa ekki að mæta til skoðunar. Endurskoðun fer fram dagana 28., 29. og 30. maí n.k. Númeraspjöld ber að endurnýja fyrir skoðun, séu þau eigi vel skýr og læsileg. Ljósastilling skal hafa farið fram eftir 1/8 1984. Bifreiða- stjórar skulu hafa með sér ökuskírteini sín og sýna þau. Við skoðun ber að sanna að lögboðin gjöld af bifreiðum séu greidd. Vanræksla á að koma bifreiðum til skoðunar, án þess að um lögmæt forföll sé að ræða, varða sektum og stöðvun bifreiðarinnar. Ofangreind farartæki, sem eigi eru færð til skoðunar á tilskildum tíma, verða leituð uppi á kostnað eiganda, ef ekki eru tilkynnt forföll. ■MHiBæjarfógetinn á AkranesÍH* 5

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.