Skagablaðið - 01.03.1985, Side 6

Skagablaðið - 01.03.1985, Side 6
„Súrt regif drap 2000 seiði — Grundartangamenn halda þó ótrauðir áfram tilraunum sínum með fiskeldi Bergmann Porleifsson. Hundagæslumaður Mælt með Þorfoergi Allt bendir til þess að Þor- bergur Þórðarson verði ráð- inn hundaeftirlitsmaður Akra- nessbæjar en starfið var aug- lýst laust til umsóknar fyrir nokkru. Mælt var með Þor- bergi úr hópi margra um- sækjenda en ráðing hans verður ekki staðfest fyrr en á bæjarstjórnarfundi í næstu viku ef að líkum lætur. Mikill varmi fer til spiliis á Grundartanga með heitu vatni af tveimur stórum kæligrindum sem þar eru. Þar er kalt vatn leitt í grindum um rör með heitum reyknum úr ofnhúsinu. En hann þarf að kæla til að hægt sé að sigta rykið úr honum með þar til gerðum nælonpokum. Þarna er ónotuð orka sem nemur alls 60 megawöttum. Liður í tilraunum til að nýta þennan varma er seiðaeldi. Uppeldismaður seiðanna er Bergmann Þorleifsson, og fræddi hann okkur fús um það er að þeim laut. Hann sagði ekki mikla vinnu í daglegu viðhaldi, hann þyrfti að hreinsa kerin og skipta um vatn, en síðan væri sjálfvirkur fæðu- skammtari sem sæi um gjafir. Kerin eru alls 12, en aðeins 9 væru í notkun núna. 1 þau 4 sem eftir eru yrðu sett svokölluð kviðpoka- seiði, þ.e. seiði frá þvi í haust. Þau seiði sem núna eru í rækt- un í hinum kerjunum eru núna rúmlega eins árs, en þegar þau „srnolta" sig, hreistra sig, verða þau flutt í salt vatn á einhverri sjóeldisstöð. Ekki hjá Grundar- tanga, a.m.k. ekki til að byrja með því útbúnaður til slíks er dýr og óþarfur ef tilraunin misheppn- aðist. Lán í óláni Þessi seiði komu 7. desember, þá um 8000 stykki. Það óhapp varð þrem vikum síðar að „súrt regn“ komst í kerin og drap líklega ein 2000 seiði. Þetta gerð- ist í mikilli rigningu, sem talin er hafa skolað óhreinindum af kæli- grindunum niður í kerin með Nokkur seiðanna úr kerjunum. Botnasamkeppni IA og Amarflugs til lykta leidd: Geysileg þátttaka og fjöldi góora botna var sendur inn í blaði, sem íA gaf út rétt fyrir jólin var efnt til botnasamkeppni í samvinnu við flugfélagið Arnar- flug. Þátttakan í keppninni varð meiri en nokkum óraði fyrir. Alls bárust 95 botnar við fyrripartinn, sem birtur var í blaðinu, og tafði þessi mikli fjöldi störf dómnefnd- arinnar. Höfundar botnanna voru 51. Upphaflega hafði verið ákveð- ið að veita verðlaun fyrir 10 bestu botnana en þegar til kom reynd- ust 15 botnar á úrslitalistanum. Við nánari athugun kom í ljós, að þrír höfundar áttu fleiri en einn botn á þessum lista og alls voru 11 höfundar sem kepptu um 10 verð- launasett. Eins og allir vita eru 11 leikmenn í fullskipuðu knatt- spyrnuliði og því þótti prýðilega við hæfi að verðlauna 11 þátt- takendur. Þrír þátttakendur skipa svo varamannabekkinn ef svo mætti að orði komast en kannski ætti að skipa þá í skemmtinefnd fyrir liðið því þeir fá aukaverðlaun fyrir fyndna botna. Allir þátttakendur fá svo viður- kenningar frá Arnarflugi fyrir þátttökuna og verða verðlaun og viðurkenningar borin í hús á næstu dögum. Verðlaunin eru Iíkan af Arnarflugsvél. Hér á eftir fylgja síðan allir verðlaunabotnarnir en fyrst er hér fyrriparturinn, sem varð til- efni hinnar miklu þátttöku: Örninn flýgur fugla hæst, í fylgd með Skagamönnum. 11. verðlaunabotnar: Megi ferðin gefa glæst gullverðlaun í hrönnum. Rut Guðmundsdóttir, Stóragerði 34, Rvk. Fer þar saman fleyið glæst og frábært Iið í önnum. Jóhannes Ingibjartsson. Árangurinn aðeins næst með elju og krafti sönnum. Kjartan Guðmundsson Höfðabraut 16. Meistarar því munu næst mörkin skora í hrönnum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Höfðabraut 10. Ymsar hafa óskir ræst hjá afreksdrengjum sönnum. Valbjörg Kristmundsdóttir, Suðurgötu 36. Árangur í íþrótt næst með IA krafti sönnum. Þórey Jónsdóttir Vallarbraut 19 Árangur þá eflaust næst hjá afrekspiltum sönnum. Gréta Gunnarsdóttir. Garðabraut 20 í safnið hafa í surnar bæst silfurker í hrönnum. Stefán Pálsson, Deildartúni 10. Ennþá hefur bikar bæst í bú hjá drengjum sönnum. Böðvar Þorsteinsson. Þyrli, Hvalfjarðarströnd. sem eflaust vinna aftur næst afrekslaun í hrönnum. Brandur Einarsson, Vesturgötu 148. Árangur því alltaf næst hjá afreksdrengjum sönnum. Elsa Sigurðardóttir, Deildartúni 10. Þrenn aukaverðlaun: Á Skaganum er skatan kæst það skásta sem í matinn fæst. Sigurður Jónsson, Víðigrund 22. hvar englahjörðin ofurglæst er að stanga úr tönnum. Margrét Guðbjörnsdóttir Jaðarsbraut 33. Einar Skúla hefur hæst af hressum vönum mönnum. Guttormur Jónsson Bjarkargrund 20. Án efa voru margir aðrir botn- ar og höfundar þeirra vel að verðlaunum komnir, en það er eins með þetta og að velja menn í lið. það geta bara ekki allir komist að í einu. Vonandi verður þjálfurum Skagamanna jafnmik- ill vandi á höndum á sumri kom- andi: Að svo margir góðir komi til greina, að erfitt verði að velja í liðið. Og þess er heils hugar óskað að ekki sé jafnmikill vafi á í þeim efnum og höfundar þessa botns vilja vera láta: Og aftur vinnum alla næst, Ef við liðið mönnum! Arnarflug færir Skagamönnum bestu þakkir fyrir þátttökuna í þessari botnasamkeppni og óskar verðlaunahöfum til hamingju. Auglýsið í Skagablaðinu fyrrgreindum afleiðingum. Það var lán í óláni að þetta skyldi koma fyrir strax, tjáði Bergmann okkur, því meiri eftirsjá hefði verið að eldri seiðum. Auk þess lærðist þá strax, að lokin voru ekki nógu þétt og úr því er búið að bæta. Við spurðum hvort ekki væri mikil mengun hjá seiðunum vegna ryksins sem allsstaðar smýgur um á verksmiðjusvæðinu, en okkur til undrunar sagði Berg- mann það engin sjáanleg áhrif hafa, hávaðinn truflar þau ekki heldur og vatnið er gott. Þannig að öll skilyrði eru góð til rækt- unar. Þar sem þetta er tilraunaeldi eru samanburðarker fyrir utan verksmiðjusvæðið, en enn er eng- inn munur greinanlegur á seiðum úr kerjunum. Þau dafna öll vel og hafa stækkað úr 8-10 cm í um það bil 12 og allt upp í 17 cm. Þegar seiðin eru orðin 2-214: árs eru þau orðin 5-6 pund og hæf til neyslu og eru þá ótal möguleikar á sölu þeirra, en ekkert er þó afráðið með framtíð þeirra að sögn Berg- manns nema það að ýtarlegar rannsóknir verða gerðar á þeim til að kanna hugsanlega mengun áður en laxinn fer til neyslu. (Hinum sportlega ljósmyndara blaðsins og uppalandanum bar þó saman um gæði þeirrar hug- myndar að hleypa laxinum í þar- tilgerða skurði og selja síðan veiðileyfi — pottþétt, sýnd og gefin veiði...) Oboðinn gestur Þessi fiskeldistilraun nýtir um 35 megawött af þeim 60, sem annars rjúka útí veður og vind, og munu vera fjölbreyttar hugmynd- ir um nýtingu hinna 25 mega- wattanna sem þá eru eftir þó Bergmann vildi ekki nefna okkur nein dæmi þar um. Einn var samt sá gestúr sem kærði sig kollóttan um skort á rannsóknum á hollustu seiðanna, enda fór illa fyrir honum, því daginn áður en Skagablaðið bar að, varð Bergmann að slæða greyið uppúr einu kerinu. Óboðni gesturinn var köttur sem hefur ætlað að fá sér góðan bita en með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Kœligrindurnar, sem um rœðir í greininni. 6

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.