Skagablaðið


Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 7
Á ferö um Akrafjall mei Jóni Péturssyni, síðari hluti: Um Skellibrekkur efst í Kirkjutungum Háihnjúkur eins og hann lítur út uppi á fjallinu sjálfu. Það var fastmælum bundið eftir síðustu ferð í Akrafjallið að fara aðra ferð seinna í vetur þegar gott væri veður og fara þá upp á háfjallið, ganga með brúnum og á hæstu staði þess. Ferðina fórum við svo þann 9. febrúar, sem var laugardagur og bauð upp á hið besta veður: sól og blíðu. Lagt var af stað utan af Skaga uppúr hádeginu og ekið sem leið liggur upp að Fossakoti. Þar skildum við bfl- inn eftir og héldum sömu leið upp og við fórum síðast, þ.e.a.s. inn með Berjadalsá og inn Þvergil en þar snerum við við í síðustu gönguferð. Nú hefjum við ferðina inn með ánni, ekki er gangfæri sem best því við vildum hafa harð- fenni svo hægt væri að ganga alveg niðri í árfarveginum en það er ekki hægt að þessu sinni svo við klöngrumst í brattri skriðunni vinstra megin við ána. Aðeins hefur skafið til snjó við börð og í lautir, annars er snjólétt í fjallinu þessa dag- ana ef frá eru taldir nokkrir stórir og harðir sk^flar efst í giljunum. Kirkjutungur Þrátt fyrir fremur erfitt færi miðar okkur þó drjúgan inn eftir. Á hægri hönd er Jóku- bungan en á vinstri hönd eru Kirkjutungur, sem við sjáum nú lítið í vegna brattans og svo kemur kast rétt fyrir ofan okk- ur. Kirkjutungur munu bera nafn af Garðakirkju, sem átti þær hér á árum áður. Efst í Kirkjutungunum eru Skelli- brekkur, sem ég gat um í síðasta spjalli. Kirkjutungur ná frá Þvergili og inn í Norður- gilið. Áin er undir ís og stöku skaflar við hana hér og þar, sumt er harðfenni en annað lausasnjór þannig að maður getur séð að einhver hefur verið hér á ferð á undan okkur. Sá hefur þó ekki verið á tveimur fótum heldur fjórum. Þetta eru sem sagt för eftir rebba, sem síðar kom í Ijós er á gönguna leið, að lágu um allt fjallið þvert og endilangt. Ekkert sáum við kvikt fyrr en við nálguðumst Suðurgilið. Þar flugu upp und- an okkur sex rjúpur, sem við áttum eftir að sjá oftar í förinni. Hér á hægri hönd fyrir innan Jókubungu kemur Suðurgilið. Það er frekar djúpt og þröngt hér neðst en efst uppi byrjar það í þúfnamóa og smádýpkar svo á leið niður að ánni. Hér innan við gilið er volga upp- sprettan, sem getið var um í Skagablaðinu fyrir nokkru. Hún er alveg niður við ána, svona um 5-6 metra frá henni, neðst í Lambatungunum. Við förum að henni og athugum hitann, sem auðvitað hefur ekk- ert breyst frá því ég mældi hann síðast. Þegar hér er komið er næst að ákveða hvort við ætlum að fara áfram upp Suðurgil eða áfram með ánni. Við tökum seinni kostinn. Þegar kemur hér inn eftir verður meiri gróður með ánni og betra að ganga. Enn fljúga rjúpurnar upp undan okkur og fljúga fram með ánni. Við göngum sömu leið. Eftir u.þ.b. 10 mínútna gang frá Suðurgilinu kvíslast áin á tvo vegu og fram undan eru tvö gil. Það til vinstri heitir Norðurgil en það sem er hægra megin heitir Austurgil. Lambatungur Við tökum stefnuna upp Austurgilið. Tungurnar á milli Norður- og Suðurgils heita Lambatungur. Þegar upp í gilið kemur verður gangfæri hið besta því hér er komið á harð- fennið og miðar því vel þó á brattann sé að sækja. Þegar upp úr gilinu kemur taka við sléttir melar, mosagrónir að mestu með stöku steinum upp úr. Við höldum áfram sömu stefnu og komum þá fram á brún á Kúlu- dal. Er þetta um 3-400 metra frá gilbotninum. Kúludalur er dálítil geil í fjallið að sunnan- verðu og lækurinn eða áin, sem eftir honum fellur heitir Kúlu- dalsá. Vestur af Kúludal taka við hamrabelti og snarbrattar skrið- ur með hamrabeltum hér og þar í hlíðunum, sem skorin eru sundur af skörðum oglækjar- farvegum á stöku stað. Öll suðurhlíðin að Háahnjúk er með þessu svipaða mynstri. Þó er nokkur gróður á syllum til og frá um hlíðina og eins eru grasflákar á stöku stað. í þetta graslendi mun fé sækja töluvert á sumrin og er því oft erfitt að smala því til rétta á haustin. Komið hefur fyrir, að fé náist ekki úr þessum stöðum fyrr en komið er langt fram á vetur. Hæsti hluti suðurbrúnarinnar heitir Háihnjúkur og er kollur hans um 555 metra yfir sjávar- máli. Þegar við höfum gengið eftir brúnunum út á Háahnjúk snúum við aftur sömu leið til baka inn að Kúludal. Þessi leið eftir brúnunum er ágæt yfir- ferðar. Austan Kúludals er klettahöfði með svipuðu sniði og hlíðarnar vestur af honum. Þar inn af er talsvert lægra, stórt gil eða dalur. Þetta er Grafar- dalur, sem endar í klettóttu gili þegar neðar kemur. Þetta gil mun heita Grafargil. Við höldum göngu okkar áfram fyrirofan Grafardal, þar er slétt og gott gangfæri. Fram- undan eru dálitlar hæðir. Þegar komið er hér austur á fjallið lækka klettabeltin og hverfa í líðandi og ávalar bungur. Þessi hluti fjallsins heitir Háfanna- hlíðar, en í daglegu tali er þetta svæði nefnt Hlíðar. Þar sem við stöndum hér á Háhlíðunum blasir við hið besta útsýni. Suður undan er Esjan og Kjósarfjöll, sem ég kann ekki nöfnin á. Lengra inn með Hvalfirði eru Botnssúlur einna mest áberandi ásamt Hvalfellinu. Þá sést Brekku- kambur mjög vel. Norður af kambinum taka við fjöllin innst í Svínadal, þá kemur Skarðs- heiðin og fjöllin vestur af henni, Ölver og Hafnarfjall. Vestur á Mýrar sést mjög vel og fjöllin þar fyrir ofan og um allt Snæ- fellsnes með Snæfellsjökul sem útvörð. Tófan á ferð Þegar við höfum virt fyrir okkur útsýnið dágóða stund höldum við áfram og tökum stefnu á Jökul eins og sagt er til sjós. Þegar vestar kemur lækk- ar til muna, þar sem gilin eru fyrir sunnan okkur, en fyrir norðan fer að halla í Fells- axlargilið. Fyrir ofan Þvergilið er töluvert grýtt. Sá ég merki þess, að tófan hafði verið að draga til ullarlagð einn mik- inn, hafði komið með hann ofan af hæðinni fyrir sunnan gilið, þ.e.a.s. úr Skellibrekk- um. Þarna sá ég líka brot úr flugvélinni, sem fórst á þessum slóðum með tveimur mönnum fyrir mörgum árum. Við höldum áfram ferðinni, nú hækkar aftur og eftir skamma stund stöndum við á brúnum Kjalardals. Það er hvelfd kvos með klettabeltum efst að vestanverðu og mun hann draga nafn af lögun sinni. Eftir honum fellur lækjarsytra, sem mun heita Kjalardalslækur. Við höldum áfram vestur með brúninni, sem smáhækkar. Hér erum við farin að sjá vel í Geirmundartind. Fyrir austan tindinn kemur geil í fjallið. Það er eins og stykki hafi hrunið úr fjallinu, sem alls ekki er ólík- legt, því undir eru pyttir, en það eru hólar gerðir af grjóti og möl með klettum fremst, sem snúa að veginum sem liggur þar skammt fyrir neðan. Áfram er ferðinni haldið vest- ur með brúninni og nú snar- hækkar upp á Geirmundartind, sem er ávalur og grasi gróinn að sunnanverðu en það sem sést í norður er þverhnípt hamra- belti. Þetta er hæsti staður á fjallinu, 643 metrar yfir sjávar- máli. Þaðan höfum við mjög gott útsýni til allra átta. Guðfinnuþúfa - Sandhóll Nú er degi tekið að halla þannig að við förum heldur að hraða okkur niður á við. Sæmi- legt er að ganga niður brúnirnar þar til við komum að Guð- finnuþúfu. Þar er brött og grýtt skriða, erfið yfirferðar. Fyrir neðan Guðfinnuþúfu er hóll einn mikill, sem sést vH neðan af Skaga. Þessi hóll he, Sand- hóll og er hann neðst vió rætur fjallsins. Fyrir utan Sandhól er mikill vantsagi undan rótum fjallsins. Þetta svæði heitir Slaga. Fyrir nokkrum árum voru þessi vatnsaugu grafin upp og settir í þau brunnar, sem gera það að verkum að nú er vatnið úr þeim leitt í vatnsveitu okkar. Þetta svæði hefur nú verið girt þannig að nú er þar fjárheld girðing, sem aðeins er farið að planta í trjágróðri, með mis- jöfnun árangri sýnist mér. Nú er orðið stutt niður í Selbrekk- una. Við göngum því greitt þennan síðasta spöl, sem eftir er að bílnum. Þegar þangað kemur er klukkan farin að ganga sjö og við höfum því verið á ferðinni í 5 klukku- stundir og dálítil þreyta farin að gera vart við sig. Þar með er komið að leiðarlokum og ekki annað eftir en að þakka sam- fylgdina. Jón Pétursson. Útsýnið er glœsilegt ofan af fjallinu. 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.