Skagablaðið


Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 9
Meðfylgjandi myndir tók hann Árni Ijósmyndari á öskudaginn og þær segja meira en mörg orð, eða hvað finnst ykkur? „Upp er runninn öskudagur ákaflega skír og fagur„.“ — Skagablaöið fylgist með húllumhæi bama bæjarins þennan merkisdag Öskudagurinn var haldinn með pomp og prakt hér á Akranesi þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir veðurguða til að hindra útisamkomuna. Það vantaði lítið upp á raunverulega karnivalstemmingu; litríkur farði og skrautlegir búningar, skrúðganga undir dynjandi trommuleik og spenna í loftinu setti hátíðarsvip á bæinn. En skortur á sól og sambatakti var það sem gerði herslumuninn. Hvoru tveggja ku vera ómissandi á slíkum hátíðum. En hin nýja öskudagskynslóð lét það ekki aftra sér, fyrstu furðufatafríkin sáust fljótlega eftir að búðir opnuðu og síðan var stanslaus umferð galdra- manna og kvenna, kúreka, kell- inga, trúða, súpermanna og sjóræningja auk þeirra hverra búningar voru óskilgreinanleg- ir. Þetta lið söng fyrir af- greiðslufólk í verslunum og stofnunum, verksmiðjum og öðrum vinnustöðum, oft gegn greiðslu í freistandi varningi svo sem límmiðum, nammi og glansmyndum. Hápunktur dagsins var þegar kötturinn var sleginn úr tunn- unni niður á torgi. Tunnan brast að lokum eftir ótal stór (og smá) högg og út hrundi tuskuköttur. Tunnukóngurinn Elmar Gunnarsson fékk að halda gripnum í heiðursskyni. Um þetta leyti fór veðrið einnig að rífa sig upp, það fór að hellirigna og rokið færðist í aukana. Krakkarnir voru samt ekki aldeilis á því að fara heim strax, en upp úr fjögur hafði þó fækkað ískyggilega á götunum og eftir fimm var undantekning að mæta þó ekki væri nema pönkara eða fínum frúm í flugu- vigt að berjast gegn vindinum. STZh Föstudagur: Kl. 21.00 Harry and son Kl. 23.15 Final mission Sunnudagur: kl. 14.30 Geimstríð II Kl. 21.00 Uppgjörið (Thehit) Kl. 23.15 Final mission Mánudagur: Kl. 21.00 Uppgjörið Næsta mynd: Heiðurskonsúllinn Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 STALGRINDAHUS • Mjög hagstætt verð • Selt á 6Hum byggingarstigum og í einingum • Framleiðum fiekahurðir • ÖH málmsuða og verkstæðisvinna • Altt fagmenn (hvað annað?) 300 AKRANESI ÆGISBRAUT 9 frá tveimur sjdnarhornum. STUÐLA STAL I hf 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.