Skagablaðið


Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 10
AUGLYSINGA- SÍMINN ER 2261 ASKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Hefur játað að hafa kveikt í Maðurinn, sem handtekinn var hér á Akranesi á fyrra laugardag, grunaður um að hafa kveikt í stjómunarálmu Brekkubæjar- skóla, hefur játað á sig íkveikj- Ekki flensa en vírus Vegna orðróms um flensu, sem væri að ganga í bænum og leggð- ist sérlega þungt á konur og börn, höfðum við samband við Reyni Þorsteinsson og spurðum nánar út í þetta. Hann sagði, að þetta væri reyndar ekki inflúensa sem væri að ganga, heldur annar vírus- sjúkdómur með svipuðum ein- kennum. Þau eru höfuðverkur, hiti og beinverkir, sem leggst helst á yngra fólk og börn. Að- spurður um hvað væri helst til ráða gegn veiki þessari vildi hann helst benda fólki á að fara vel með sig á allan hátt og taka magnyl eða panodil við verkjum og hita. Að öðru leyti kvað hann heilsu- far Skagamanna hafa verið ágætt þar til fyrir svona 4 vikum þegar þessi vírus fór á kreik. Lögreglunni barst á sunnu- dag tilkynning um mann, sem var önnum kafinn við að stela krómhringjum af bifreið einni í bænum. Voru það athugulir nágrannar, sem létu lögregluna vita, þar sem þeir töldu hringina þarna vera á leið í eigu einhvers, sem ætlaði að eignast þá með vafasömum hætti. Eitthvað hefur þjófurinn verið óvarkár um sig því til hans sást, þar sem hann tók hringina af bíinum og gekk síðan með þá spölkorn og lagði í farangursgeymslu bif- reiðar sinnar. Að því búnu lokaði hann skottinu og hélt inn í nærliggjandi hús. Það var því lítið annað fyrir lög- regluna að gera en banka þar upp á og afgreiða málið. Þjófnaðurinn hefur verið kærður. una. Staðfesti lögreglan þetta í samtali við Skagablaðið í gær. Umræddur maður hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Eins og Skagablaðið skýrði frá fyrir réttri viku varð mikið tjón í eldsvoðanum, en að sögn um- boðsmanns Brunabótafélagsins liggja ekki fyrir neinar endan- legar tölur um tjónið. Matsmaður kom úr Reykjavík til þess að kanna skemmdir. Sveit ÉlwM Freyr Njarðarson las úr bókinni „Ekkert mál" ogsvaraðifyrirspurnum. Fíkniefnadagur í Fjölbrautinni á miðvikudag: Sveit Alfreðs Viktorssonar héðan frá Akranesi varð Vestur- landsmeistari í bridge um síðustu helgi. Unnu Alfreð og félagar með miklum yfirburðum, hlutu 190 stig. Næstu sveitir, sem komu úr Borgarfirði og Borgarnesi, voru með 160 og 159 stig. Þessi sigur sveitarinnar gefur henni rétt til að taka þátt í undankeppni íslandsmótsins fyrir hönd Vesturlands. Auk Alfreðs spiluðu eftirtaldir í sveitinni: Karl Alfreðsson, Guðjón Guðmunds- son, og Ólafur G. Ólafsson. Island ekki of fámennt til að heróín fái þrifist hér — sagði Freyr Njarðarson, höfundur bókarinnar „Ekkert mál“ Sú staðhæfíng, að ísland sé of fámennt rfki til þess að stórfelld neysla og sala heróíns geti þrifist hér, er argasti misskilningur að mati Freys Njarðarsonar, annars höfundar bókarinnar „Ekkert mál“, sem kom út fyrir jólin og fjallaði um miskunnarlausan heim eiturlyfjanna. Freyr samdi bókina í samvinnu við föður sinn og þótt margir haldi því fram, að í henni sé verið að lýsa ævi Freys, hefur það aldrei verið staðfest og hann sjálfur neitað að ræða það. Freyr las upp úr bókinni sinni á sýnd í Bíóhöllinni. í henni er sérstökum fíkniefnadegi í Fjöl- brautaskóla Akraness á miðviku- dag. Frá klukkan 11 til 15 var stöðug dagskrá um eiturlyf og kl. 17 var myndin Dýragarðsbörn fjallað á raunsæjan en átakan- legan hátt um unglinga, sem ánetjast eiturlyfjum, sálarkvölum þeirra og baráttu við að losna úr viðjum eitursins. Bókin „Ekkert mál“ fjallar ein- mitt um sama viðfangsefni og kvikmyndin Dýragarðsbörn, þ.e. heróínneyslu. Eftir að hafa lesið upp úr bókinni sat Freyr fyrir svörum og var þá m.a. spurður hvort hann væri sjálfur aðalper- sóna bókarinnar. Hann vildi ekki segja að svo væri en sagði atburði bókarinnar raunverulega. Neit- aði að öðru leyti að tjá sig um einkamál sín, m.a. hvort hann hefði sjálfur neytt heróíns enda Þorgeir Ástvaldsson um slæm hlustunarskilyrði rásar 2: „Kann ekki neina skýringu á þessu“ „Nei, ég kann ekki neina skýringu á þessu,“ sagði Þorgeir Astvaldsson, forstöðumaður rásar 2, er hann sat fyrir svörum í morgunþætti rásar 2 á þriðjudag, og svaraði spurningum hlustenda. Ofangreint svar var við spurningu frá hlustanda rásar 2 á Selfossi, sem kvartaði sáran undan lélegum hlustunarskilyrðum. Það eru fleiri en Selfyssingar, sem kvartað hafa undan lélegum hlustunarskilyrðum rásar 2 og erum við Skagamenn sennilega þar í fylkingarbrjósti og það ekki að ófyrirsynju. Hér í bæ þurfa menn að vera vopnaðir öflugum loftnetum til þess að ná útsend- ingum stöðvarinnar en þó mun það nokkuð misjafnt eftir bæjar- hverfum. Á sínum tíma var mál- inu skotið til bæjarstjórnar, sem aftur óskaði eftir úrbótum í þessu efni. Enn hefur ekkert gerst. Þorgeir Ástvaldsson sagði einn- ig í umræddum þætti, að hann hefði leitað álits Pósts og síma á þessum vanda en hér virtist um vandamál tæknilegs eðlis að ræða, sem erfitt væri að leysa. Hlustunarskilyrði eru slæm víðar en á landsbyggðinni. Þess eru mörg dæmi, að útsendingar rásar 2 hreinlega „týnist" hér og þar á höfuðborgarsvæðinu og stafar það af því að FM-bylgjan er endurvarpsbylgja og má því lítið verða á vegi hennar ef það á ekki að hafa áhrif á útsendingarskil- yrðin. kæmi það engum við nema hon- um sjálfum. Eins og vænta mátti voru um- ræður fjörugar og snerust um tíma um ástand mála hérlendis. Freyr fjallaði lítillega um það og taldi tölur DV um neyslu og fótfestu fíknefna vera rhjög óáreiðanlegar og hefði litla trú á sannleiksgildi þeirra. Hann sagði þá íslendinga, sem ánetjast hefðu heróíni, skipta tugum. Oftast gerðist slíkt erlendis en þeit sem ánetjuðust drægju fljótlega aðra með sér til þess að fjármagna eigin neyslu. Sem dæmi um hversu mikið fjármagn væri í umferð í fíkniefnaheiminum nefndi hann að söluverð heróín- gramms hér væri 2.500-3.000 krónur en væri keypt erlendis á sem svaraði 200 krónum. Áður en Freyr las upp úr bókinni höfðu þrír fyrirlesarar frætt nemendur um skaðsemi fíkniefna. Stefán Sveinsson, læknir við Sjúkrahús Akraness, fræddi nemendur um tegundir eiturefna, áhrifum þeirra og af- leiðingar. Ómar Ægisson, starfs- maður hjá SÁÁ, sagði frá reynslu sinni af neyslu vtmuefna og Edda Ólafsdóttir, starfsmaður útideild- ar í Reykjavík, lýsti starfsemi deildarinnar og reynslu unglinga af neyslu fíkniefna. Almenn ánægja mun hafa verið með dagskrána á miðvikudag. Hugmyndin kom upp fyrir 10 dögum eða svo og var hrundið í framkvæmd á mettíma. Báru kennarar veg og vanda af skipu- lagningu.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.