Skagablaðið


Skagablaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 1
8. TBL. 2. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985 VERÐ KR. 30.- Frá höfninni: Mokfiskirí hjá trillukörlunum Um síðustu helgi lögðu minni bátarnir — þar er átt við báta um og undir 10 tonnum — net sín. Afli hefur verið afbragðs- góður, frá fjórum og upp í á áttunda tonn eftir nóttina á hvern bát. Tveir og þrír menn eru á hverjum bát. Eins og háfls til tveggja tíma sigling er á miðin. Lítil hreyfing er áöðrum skip- um hér í höfninni nema hvað Rauðsey og Víkingur fóru til loðnuveiða á mánudags- kvöld. Togararnir lágu í gær bundnir við bryggju en gætu látið úr höfn næstu daga verði samkomulagið sem náðist í gærmorgun staðfest. Eitt aðkomuskip liggur við hafnargarðinn, Sigurbjörg ÓF- 1. Verið er að vinna í togar- anum og er það lið frá Þ&E, sem er þar að verki. Breyta mun eiga skipinu í frystitogara og er áætlað að verkið taki um þrjá og hálfan mánuð. Ekki er þó ætlunin að skipið liggi allan þann tíma við bryggju heldur á það að fara að viðlegukanti hjá skipasmíðastöð Þ&E þegar lok- ið verður við lagfæringar á Ásbirni RE, sem liggur þar eins og er. Vinnu við hann mun senn lokið. Þessa dagana er verið að vinna við að slétta og bera ofan í hafnargarðinn, þar sem grjót- fyllingin er fremst. Mjög verður það til bóta því þetta svæði er mjög grýtt og erfitt yfirferðar. Grjóti og möl er mokað þarna upp á bíla og því ekið í vænt- anlegt flotbryggjusvæði, sem mun eiga að koma fyrir neðan skemmuna hjá SFA. Ætlunin mun vera að koma flotbryggj- unni þarna fyrir áður en langt um líður og helst þyrfti að ljúka því áður en trilluflotinn fer á flot en það verður trúlega um páska. Um 20. apríl má fara að leggja fyrir grásleppuna og munu flestar trillurnar stunda þær veiðar ef að líkum lætur. ^Framkvœmdir^i^mfnargarðini^ Sigurður Lárusson, forstöðumaður Hennes, í hinu glœsilega húsnœði fyrirtækisins. Starfsemi Hennes hefst í dag: „Nýtt og spennandi" —segir Sigurður Lárusson, forstööumaiur fyrirtækisins „Maður er alveg upp fyrir haus í vinnu,“ sagði Sigurður Lárus- son, forstöðumaður Hennes, dótturfyrirtækis Henson, er Skagablaðið náði tali af honum seint á miðvikudagskvöld. „Við erum að koma tækjunum hér fyrir núna þannig að vonandi verður hægt að hefja sníðingu hér á föstudag (í dag) og síðan saum á mánudag,“ bætti hann við. Síðar x dag verður efnt til hanastélsboðs í húsakynnum fyr- irtækisins, þar sem viðstöddum verður kynnt húsnæðið og vænt- anleg starfsemi. Húsið er í alla staði hið snyrtilegasta og aðstaða eins og best verður á kosið. Hefur meira að segja verið haft á orði, að snyrtilegra iðnaðarhús- næði fyrirfyndist vart. Starfsfólk Hennes verður í fyrstunni um 20 manns, þar af allt konur utan Sigurðar. Hann sagð- ist alla tíð hafa unnið með karl- mönnum þannig að þetta væri sér ný reynsla. Hann efaðist þó ekki um að sér semdi vel við konurnar nú sem endranær. „Þetta er mér nýtt og það verður spennandi að reyna þetta,“ sagði Sigurður Lár- usson. „Fleiri lækka en hækka“ —segja kennarar Fjölbrautaskólans og brosa ai tilboii fjármálaráiuneytisins „Það tilboð sem fjármálaráðu- neytið gerði kennurum hljóðaði upp á 5% launahækkanir að Skagablaðsmótið í köifuknattleik Samkomulag hefur orðið á milli Skagablaðsins og körfuknattleiksmanna bæjarins að efna til heljarmikils móts í körfuknattleik um miðjan apr- ílmánuð. Þátttökuliðin verða væntanlega 8 talsins og verður leikið föstudag og laugardag. Verður fyrirkomulagið með eins konar hraðmótsformi. Ef að líkum lætur munu a.m.k. 3 lið úr úrvalsdeildinni taka þátt í mótinu auk Skaga- manna og annarra liða. Keppt verður í tveimur 4 liða riðlum, þar sem allir mæta öllum, og síðan verður leikið um sæti. I mótslok verður síðan efnt til hófs fyrir alla þátttakendur. Eins og nærri má geta mun mótið bera nafn Skagablaðsins en blaðið veitir jafnframt öll verðlaun. Sigurliðið fær glæsi- legan farandgrip auk þess sem þrjú efstu liðin fá eignarbikara. Allir leikmenn þriggja efstu liðanna fá verðlaunapeninga. Ennfremur verða veitt einstakl- ingsverðlaun. Undirbúningur fyrir mótið er þegar kominn af stað en Skaga- blaðið mun skýra nánar frá mótinu þegar nær því dregur. meðaltali en þó myndu fleiri lækka í launum en hækka,“ sögðu kennarar Fjölbrautaskól- ans og hlógu greinilega að tilboði ráðuneytisins er þeir gerðu grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að hætta kennslu þann 1. mars sl. á fundi með blaðamönnum í golf- skála Leynis á miðvikudag. í máli kennaranna kom fram, að þeir hefðu beitt því neyðarúrræði að segja upp til þess að knýja á um bætt kjör. Kennarar hefðu ekki verkfallsrétt en væru orðnir langþjakaðir af lágum launum og fordómum gagnvart starfi þeirra. Þeir sögðu að þá langaði ekki til að hætta að kenna og hefðu m.a. af þeim sökum samþykkt að bíða með að fastráða sig til 14. mars. Margir væru þó farnir að vinna annars staðar og einn nefndi sem dæmi að á 5 dögum hefði hann unnið sér inn 40% af þeim mán- aðarlaunum, sem hann hefði sem kennari. Kennurum bar saman um að hluti bættra kjara væri minna vinnuálag en það væri óheyrilegt í flestum tilfellum. Einn kennar- anna kvaðst hafa haldið nákvæma vinnudagbók a vorönn en kennslustundir hans voru 24. Heildarvinnutíminn var hins veg- ar að meðaltali 50-60 stundir á viku, hæst 70, lægst 35. Þeir kennarar, sem blaðið ræddi við, voru hins vegar sammála að ekki væri hægt að mæla vinnu þeirra einvörðungu í mínútum, eðli starfsins væri þannig. Kennarar hafa sætt ámæli fyrir að ganga út þrátt fyrir fram- lengingu uppsagnarfrests. Þeir svöruðu því á þann veg, að lögin um framlenginguna væru það óljós að túlka mætti þau nánast að vild. Menntamálaráðherra væri ekki stætt á að lögsækja kenn- arana fyrir útgönguna enda væri hann þá þegar búinn að því. „Við erum alveg tilbúin að láta reyna á þetta fyrir dómstólum en ég held að ráðuneytið treysti sér ekki í mál. Það væri raunar meira spennandi ef nemendur færu í mál við ríkið fyrir að hafa eyðilagt fyrir sér önnina,“ sagði einn kenn- aranna. SEÞ.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.