Skagablaðið


Skagablaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 08.03.1985, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Gamla lönskólahúsnædid í brennidepli: Listasafn, leik- skóli eða tón- listarskóli? Verður gamla Iðnskólahúsið við Skólabraut nýtt sem listasafn, tónlistarskóli eða e.t.v. dagvistar- heimili? Allar þessa hugmyndir komu fram á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag í umræðu, sem spannst í kjölfar bréfs skóla- stjórnar tónlistarskólans um hús- næðisvanda hans. Hörður Pálsson (S) hóf umræð- una og sagði Ieiðinlegt til þess að vita að enginn skyldi vilja nýta þetta ágæta húsnæði. Taldi hann það þrjósku í tónlistarskólanum að vilja ekki nota það því í því væru stór og björt herbergi. „Fyr- ir leikmenn eins og mig er eriftt að átta sig á því hvers vegna ekki er hægt að nýta húsnæðið,“ sagði Hjörtur og bætti þvf við að það hefði staðið að mestu ónotað frá 1977. í framhaldi af þessu varpaði Hörður því fram hvort ekki væri tilvalið að nýta húsnæðið sem listasafn bæjarins og skóla fyrir frístundamálara. Slíkir skólar væru reknir víða um land með góðum árangri og hefðu alið af sér margan hæfan listamanninn. Ragnheiður Ólafsdóttir (S) tók undir orð Harðar og sagðist myndu verða með þeim fyrstu til að skrá sig á námskeið í listum. Dagheimili Engilbert Guðmundsson (AB) sagðist ekki alveg sammála þeirri niðurstöðu Magnúsar Ólafssonar arkitekt að húsið hentaði ekki starfsemi tónlistarskólans. Hins vegar þýddi ekkert að ætla sér að neyða skólann í þetta húsnæði. Engilbert vék einnig að því að ekki væri rétt að enginn vildi nýta húsnæðið. Nægði þar að vitna í fundargerð félagsmálaráðs frá 18. desember sl., þar sem lagt væri til að bráðabirgðaendurbætur yrðu gerðar á neðri hæð hússins þannig að nýta mætti það sem dagheim- ili. Astandið í dagvistundarmál- um væri afar bágborið og brýnt að bæta úr því. Ljóst væri að fjár- hagur bæjarins væri þröngur og því væri þessi kostur vænlegri sem bráðabirgðalausn en að fullgera leikskólann við Skarðsbraut. Það væri framkvæmd upp á rúmlega 3 milljónir en áætlun sýndi að kostnaður við nauðsynlegar breytingar á Iðnskólahúsinu væri um 700.000. f framhaldi af þessu benti Engilbert á, að tilvalið væri að nýta efri hæð hússins sem Framhald á bls. 4 Ljósasti punkturiim: Arekstrum snarfækkað Árekstrum fyrstu tvo mán- uði ársins hefúr fækkað stór- lega samanborið við síðasta ár að sögn Svans Geirdal, yfirlögregluþjóns. Má að iík- indum þakka betra tíðarfari fyrir að árekstrar urðu ekki fleiri í janúar og febrúar. Samkvæmt skýrslum lög- reglunnar urðu árekstrar í janúar 10 talsins en ekki nema 5 í febrúar. í sömu mánuðum ffyrraurðu þeir 22 og 23, samtals 45 en aðeins 15 í ár. Sannarlega ánægjuleg staðreynd í umferðarmálum bæjarins og óneitanlega Ijós- asti punkturinn í bæjanífjnu það sem af er mánuðinum. Gamli Iðnskólinn við Skólabraut. „Kjúklingaræktin er áhættubúskapur“ -segir Kristján Gunnarsson, kjúklingabóndi að Fögmbrekku Nýlega tók til starfa kjúklingabú að Fögrubrekku. Bóndinn þar, Kristján Gunnarsson, stendur í ströngu við að breyta og bæta húnsæðið fyrir unga sína. Þegar blaðamaður renndi í hlað var Matti Hallgríms á kafi í rafmagnsvinnu og bóndinn í önnum að ala kjúklingana. Hann gaf sér þó tíma til að ræða ögn við blaðamanninn og sýna honum bústofninn. Kristján kvað búskapinn ganga vonum framar, fiðurféð braggaðist vel og eftir mánuð færi fyrsti farmur í sláturhús. Fuglunum er slátrað hjá ísfugl og þar seldir undir merki fyrir- tækisins, enda ómögulegt að standa í því að koma slátrun- araðstöðu upp hér. Þeir fuglar sem Kristján er með koma frá kynbótabúunum á Þórisstöðum og Reykjum, strax og þeir eru skriðnir úr eggi. Við fengum að sjá viku- gamla unga, sem voru óðum aði missa sakleysislegt dúnhnoðra- útlit frumbernskunnar þó ald- urinn væri ekki hærri. Enda er ekki langur hjá þessum greyj- um ævidagurinn, tveggja mán- aða fara þeir í sitt hinsta ferða- lag. Kristján er að taka í notkun nýtt húsnæði og stefnir að þvi að ljúka því eftir 2-3 vikur, og hefur þá rúm fyrir 2.200 fugla í viðbót. Núverandi húsnæði rúmar 5.200 kjúklinga. Auk þess á hann eftir að koma upp sjálfvirkum fóðurskammtara og loftræstingu í núverandi húsakynnum, þannig að hann hefur í nógu að snúast. Hann sagði að vinnudagurinn hæfist um sjöleytið á morgnana og stæði yfirleitt fram til hálfeitt- eitt á nóttinni. Sérstaklegá þarf að fylgjast vel með ungunum fyrst eftir komuna. Pegar sjálf- virki fóðurskammtarinn verður kominn verður nóg að fara 1-2 yfirferðir á dag hélt Kristján. Aðspurður kvaðst hann vera bjartsýnn á framtíðina, kjúkl- inganeysla færi vaxandi með hverju ári og vonandi lækkaði verðið er fóðurbætisskatturinn yrði leiðréttur. Hann sagði samt að kjúklingarækt væri áhættubúskapur og fengi enga styrki eða niðurgreiðslur heldur væri í samkeppni við hefð- bundnar búgreinar. SSv. Stofnfundur hlutafélags um fiskeldi á næsta leiti Eftir eina eða tvær vikur verð- ur formlega gengið frá stofnun hlutafélags um fiskeldi. Að sögn Njarðar Tryggvasonar er verið að vinna að því að stokka upp undirbúningsfélagið sem stofnað var í ágúst og ganga frá hluta- fjárskiptingu í nýja félaginu. „Það sem er að gerast", sagði Njörður, er að félagið stækkar og leggur áherslu á önnur atriði, en það er ekki rétt að vera að segja frá því hver þau eru fyrr en formlega hefur verið gerð sam- þykkt var um í stofnsamningi hlutafélagsins. Það sem vantar nú eru tölur frá aðstandendum um hvort hlutafjárprósenta þeirra stækkar í samræmi við stækkun félagsins eða ekki. Að líkindum koma þær í vikunni og þá mun stofnfundur verða boð- aður. íslandsmótið í innanhúss- um helgina og hefst kl. 12 á knattspyrnu yngri flokka morgun. Keppt er í 2. og 3. kvenna fer fram hér á Akranesi flokki kvenna.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.