Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 1
Sjö spólur fund- ust til viðbótar Sjö videóspólur til viðbótar þeim 13, sem rak á fjörur við frystihús Heimaskaga á þriðjudag, fundust á sömu slóðum á miðvikudag að sögn Svans Geirdal, yfirlögregluþjóns. Spólurnar eru allar af Fuji-gerð og ómerktar með öllu. Pykir það benda til þess að um sé að ræða óáteknar spólur til einkanota. Eins og nærri má geta eru spólurnar allar ónýtar en virðast ekki hafa legið lengi í sjó. Menn hafa mjög velt vöngum yfir þvx hvaðan spólurnar kunna að vera. Flestir hallast að því að hér sé komið fram brot þess smyglvarnings, sem fór um borð í Álafoss erlendis, en fannst aldrei hér heima þrátt fyrir ítarlega leit. Lögreglumenn leita í fjöruborðinu við Heimaskaga. Myndirnar segja e.t.v. meira en mörg orð um aðkomuna eftir innbrotið. Yfirþyimandi skemmdarfýsn —bortist inn í vélsmiðju SFA og allar læstar hurðir í húsinu sprengdar upp Hún var ófögur aðkoman hjá starfsmönnum vélsmiðju SFA við Akursbrautina er þeir komu til vinnu á þriðjudagsmorgun. Brot- ist hafði verið inn í fyrirtækið og allar læstar hirslur sprengdar upp. Ekki höfðu innbrotsvargarn- ir látið þar staðar numið heldur vaðið upp um allt húsið (gamla Akurs-húsið) og sprengt upp allar hurðir, sem urðu á vegi Að sögn lögreglu liggur enn ekki ljóst fyrir hvort eða hvaða verðmætum var stolið í innbrot- inu en ljóst er að skemmdirnar eru miklar. A.m.k. 3 rúður höfðu verið brotnar á neðstu hæðinni og má furðulegt þykja ef enginn hefur orðið þjófsins eða þjófanna var. Málið er í rannsókn. Þá var gerð tilraun til innbrots í Apótekið fyrir skemmstu en tókst ekki. Um fyrri helgi var brotin rúða í Bjarnalaug eftir að farið hafði verið yfir girðinguna umhverfis heita pottinn en einskis var saknað þaðan. Innbrotið í BSA, sem framið var undir lok síðustu viku, er nú að fullu upplýst. Þjófurinn braut rúðu í útihurð og lét greipar sópa um sælgætis- og tóbaksbirgðir stöðvarinnar. Hinn seki reyndist aðkomumaður, skipverji á loðnu- bát. Þýfið mun að mestu hafa komist til skila. „Verið að gera Irtið úr úttekt Magnúsar0 - skólastjóri tónlistarskólans óhress með ummæli bæjarfulltrúa „Ég vil nú aðeins lýsa vonbrigðum mínum með ummæli Guð- mundar Yésteinssonar, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, og mótmæla þeim um leið. Mér fmnst þarna sem verið sé að gera lítið úr þeirri úttekt Magnúsar Ólafssonar, sem hann gerði á gamla Iðnskólanum. Auðvitað er ekki hægt að koma fram með tölur yfir einhverjar framkvæmdir sem enginn veit með vissu hverjar eru. Það er hreint ekki Ijóst hversu mikið þarf að endurnýja húsnæðið til þess að nota megi það undir starfsemi á borð við þá sem um hefur verið rætt,“ sagði Jón Karl Einarsson, skólastjóri tónlistarskólans, í samtali við Skagablaðið í vikunni. Hann bætti svo við: „Til hvers er verið að leita álits manns með sérþekkingu ef ekki á að taka neitt mark á því?“ í úttekt Magnúsar segir m.a. orðrétt á einum stað: „Það verður ekki lagt á það mat hér hver kostnaðurinn við þessar breyting- ar verður, frekari athuganir þurfa að koma til, en ljóst er þrátt fyrir mikinn kostnað verður húsið aldr- ei fullnægjandi sem varanlegt hús- næði fyrir tónlistarskólann.“ „Númer eitt er auðvitað ný- bygging," sagði Jón Karl er blað- ið bar það undir hann hver væri vænlegasta lau'snin í húsnæðis- málum skólans. „Annar kostur er sá að nýta t.d. Þekjuna með tilheyrandi breytingum og sá þriðji er að kaupa hæðina fyrir húsnæði skólans að Skólabraut 21, sem mér hefur skilist að sé tjl sölu.“ Þá sagði Jón Karl þá hugmynd hafa komið upp að hýsa skólann á einni hæð í hinni nýju við- byggingu Brekkubæjarskóla en jafn ágæt og sú hugmynd nú væri hefði hún strandað, einhvers stað- ar í kerfinu. Hér væri að sínu mati aðlaðandi lausn á tvískiptingu húsnæðis skólans og um leið væri hægt að lækka rekstrarkostnað verulega frá þvr' sem nú er með því að nýta sameiginlega ýmsan tækjakost í Brekkubæjarskóla svo og kennslustofu svo dæmi væru nefnd. Sambærilegt hefði verið reynt á Húsavík með prýði- legum árangri. Þess má að lokum geta að í næsta blaði birtist grein eftir Jón Karl í Skagablaðinu undir fyrir- sögninni „Um þrjósku". Skáta-tívolí á sunnudag Skáta-tívolíið, sem notið hefur feikilegra vinsælda þau tvö skipti sem það hefur verið haldið til þessa, verður haldið þriðja sinni á sunnudag og hefst kl. 12 á hádegi. Þessi mynd var tekin eitt kvöldið í vikunni í Grundaskóla en þá stóð undirbúningur fyrir tívolíið sem hæst. Á myndinni eru fjórar skátastúlkur, sem unnið hafa ötullega við undirbúningsvinnu, við eitt nýju leiktækjanna. Frá vinstri: Anney Ágústsdóttir, Svava Sigríður Ragnarsdóttir, Unnur María Sólmundardóttir og Bergþóra Sigurðardóttir. Sjá nánar á bls. 2.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.