Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 3
Nýr veitingastaður - Barfaró: „Fæ fólk á öllum aldri hingai" - segir eigandinn, Hanna Rúna Jóhannsdóttir Þá eru það listar mynd- bandaleiganna rétt eina ferð- ina en að þessu sinni eru þeir aðeins tveir og verður svo um ókomna framtíð, þar sem Ás hefur dregið sinn lista til baka. Við orðlengjum þetta ekki frekar en vindum oss af stað. Skaga-Video 1. (5) Strumparnir 2. (1) Hunter 3. (-) The naked face 4. (-) Mister T 5. (-) Under the volcano 6. (-) Mr. Horn 7. (-) Summer girl 8. (-) Benny Hill Show 9. (2) Augu Láru Mars 10. (3) Cujo VHS-videóleigan Háholti 9 1. (1) Chiefs, I II 2. (2) í blíðu og stríðu 3. (3) An officer & a gentleman 4. (4) Princess Daisy 5. (5) Ertu blindur maður? 6. (8) Bloodline 7. (-) Scarface 8. (-) Gambler I-III 9. (-) Beat Street 10. (-) The woman in red Ekki ber á öðru en nýtt efni streymi inn í báðar leig- urnar því hjá Skaga-videó eru eigi færri en 6 nýjar myndir og hjá Vilmundi í Háholtinu eru 4 nýjar. Margar af nýju myndunum á leigunum eru nánast nýjar af nálinni og virðist þjónustan sífellt vera að aukast. „Af hverju Barbró? Bara, ég rakst á þetta nafn og það heillaði mig,“ sagði Hanna Rúna Jó- hannsdóttir er Skagablaðið leit inn til hennar á mánudagskvöld til þess að fá sér í svanginn og fræðast örlítið um þessa nýjustu viðbót í matsölumenningu bæjar- ins. Barbró var opnaður á sunnu- dag kl. 14 og hér er um lítinn veitingastað að ræða. Hann tekur um 20 manns í sæti og matseð- illinn er einfaldur. Smáréttir og kaffibrauð er uppistaðan en einn- ig er þarna selt sælgæti, tóbak og gosdrykkir. Þegar Skagablaðið leit inn var salurinn þéttskipaður og bar ekki á öðru en allir væru í óða önn að raða í sig veitingunum. Hanna Rúna var sjálf við afgreiðslu ásamt tveimur börnum sínum, Rakel og Birni Gústaf Hilmars- börnum. Eins og alls staðar þar sem Hanna Rúna kemur nærri er snyrtimennskan í hávegum höfð og þar er Barbró engin undan- tekning. Veitingasalurinn er skemmti- lega innréttaður og rauðir og hvítir litir eru þar ráðandi. Mikið er af blómum í salnum og litlir blómapottar á snotrum hillum í gluggunum setja svip á umhverf- ið. Inn af veitingasalnum er snyrt- ing fyrir bæði kynin. „Þetta fór nú rólega af stað í gærdag,“ sagði Hanna Rúna,“ en var ágætt þegar leið á kvöldið. f dag hefur svo verið nóg að gera og ég er mest ánægð með að fá hingað fólk á öllum aldri.“ Veitingastaðurinn Barbró er að Skólabraut 37 og þar er opið frá 11 á morgnana til 21 á kvöldin. Skagablaðið mælir eindregið með því að bæjarbúar lfti þarna inn í kaffi eða mat því ef marka má kínversku vorrúllurnar og með- lætið sem Skagablaðsmenn sporð- renndu ætti enginn að vera svik- inn af heimsókn í Barbró. — SSv. Hanna Rúna Jóhannsdóttir við afgreiðsluborðið í nýja veitinga- staðnum. Henni til hvorrar handar eru börnin Rakel og Björn Gústaf. Stærðir Fæst í Fæst í frá 29-35 3 litum 3 litum Sendum gegn póstkröfu Staðarfell, skóverslun - Sími 1165 - Akranesi Fermiugarskóruir ern famir að koma í verslunma Hér að neðan getur að líta örlítinn hluta úrvalsins: Verðlaunagetraun P Samvinnuferóa/Landsýnar, Skagablaðsins og Skáta-tívolísins 7. Hægt er að auðvelda sér greiðslu ferðakostnaðar með því að beita hyggjuvitinu eilítið. Samvinnuferðir/Landsýn bjóða upp á slíka möguleika, hvað kallast sparnaðarfyrirkomulagið? Svar: ....................................................................... 8. Ferðir Samvinnuferða/Landsýnar til Rimini/Fticcione hafa aflað sér fádæma vinsælda. Þar er ekki aðeins látlaus sól og sumar heldur er boðið upp áfjölbreyttar skoðunarferðir. Ein þeirra er til borgar, þar sem menn aka ekki um göturnar, heldur sigla. Hver er þessi sögufræga borg? Svar: ....................................................................... 9. Sæluhúsin í Hollandi slógu eftirminnilega í gegn í fyrra. Húsin í Kempervennen þóttu frábær en í sumar bjóða Samvinnuferðir/Landsýn ekki bara upp á aðstöðuna í Kempervennen heldur einnig á nýjum stað. Hver er hann? Svar: .......................................... • Svörin við spurningunum er að finna í hinum nýja og glæsilega bæklingi Samvinnuferða/Landsýnar, sem hægt er að nálgast í versluninni Óðni, Kirkjubraut 5. • Klippið þennan seðil út úr Skagablaðinu og geymið þar til sá síðasti hefur birst en alls verða getraunaseðlarnir 3. Heftið þá síðan saman, merkið ykkur og skilið í þar til gerðan kassa á Skáta-tívolíinu þann 17. mars. jopp-ny* videó 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.