Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 4
i-E H (S □ E E ® 11E] [d] [u] H-, Skagamenn eiga von á góðum gestum á mánudag en þá kemur hingað 10-12 manna hópur kín- verskra listamanna. Hópurinn mun að einhverju leyti koma hingað fyrir tilstilli forráðamanna kórs Oldutúnsskóla í Hafnarfirði, sem hélt ■ fyrra í eftirminnilega tónleikaferð til Kína. Skólanemendur munu fá að njóta hæfileika kínverjanna á sjálfum mánudeginum þar sem þeir munu fara um og kynna hljóðfærin sín og tónlist. Um kvöldið kl. 20.30 verður svo efnt til tónleika í Bíóhöllinni. Er aðgangseyrir kr. 200 en kr. 100 fyrir skólafólk. Fyrir félaga í tónlistarfélaginu eru þetta síð- ustu tónleikar starfsársins. Rétt er að hvetja bæjarbúa til þess að berja þessa snillinga aug- um því ef marka má fyrri heim- sóknir listamanna frá milljarða- ríkinu Kína verður enginn svik- inn af kvöldstund í návist þeirra. Bjóðum mjög ódýrar ferðir til Nallorca. Gerið verðsamanburð. OTCO<VTHC • Stóra myndin sýnir hið glæsilega íbúða- hótel Royal Playa de Palma. Innfellda mynd- in er úr einni stúdíóíbúðanna á hótelinu. AKRANESUMBOÐ Sveinn Guðmundsson Skólabraut 31, s. 2230 Breiðin lokuð I.esandi skrifar: Einn góðviðrisdaginn núna fyrir stuttu kom í heimsókn til mín hingað á Skaga gamall Akurnesingur, brottfluttur fyr- ir 30 árum. Við ókum eins og gengur vítt og breitt um bæinn því hann langaði að skoða sem flest í sínum gamla bæ. Einn af þeim stöðum, sem hann langaði að sjá, var Breiðin og gamli vitinn. Ég taldi það ekki mikið mál en átti eftir að komast á aðra skoðun áður en yfir lauk. Þegar komið var niður á Breiðina blasti við manni 2-3 metra há girðing, sem liggur úr fiskverkunarhúsi í suðri og þvert yfir Breiðina í girðingar, sem olíufélögin tvö hafa reist um athafnasvæði sín. Mikið hlið er þarna á veginum, sem liggur fram Breiðina, en ekki var fært þar um því hliðið var harðlæst. Ég vildi ekki gefast upp og ók því vestur fyrir tankinn sem Esso á og hugðist fara fjöruna fyrir neðan hann og frameftir. Ékki höfðum við lengi gengið er sú leið lokaðist því þarna gengur sjórinn upp að steyptum vegg sem er undir girðingunni, sem umlykur áðurnefnt svæði Esso. Að sunnanverðu verður ekki farið ef hásjávað er því húsin eru byggð alveg niður að sjó þeim megin. Það fór því aldrei svo að þessi aldni heiðurs- maður gæti gengið um gamlar æskuslóðir sínar. Nú væri fróðlegt að vita hverjum þessi háu girðingar- mannvirki eiga að þjóna. Ég gæti sætt mig við girðingarnar í kringum tankana án athuga- semda úr því sem komið er, en að girða af Breiðina án þess að hægt sé að komast þar um finnst mér einum of langt gengið. Mér finnst alveg sjálfsagt að ekki sé hægt að aka þar um nema af þeim sem hafa lykil að hliðinu góða en að hafa smá glufu á girðingunni fyrir gangandi finnst mér ekki vera nema sjálf- sögð mannréttindi. Mér hefur alltaf fundist mjög skemmtilegt að ganga fram að vitanum og njóta þar ágætis útsýnis og rólegheita. Fuglalíf er þama mjög fjölbreytt og einkum eru kvöld- og morgun- stundir á vorin skemmtilegar þarna niðurfrá. Nú vil ég biðja hlutaðeigandi að rjúfa smá- glufu á girðingarmúrinn þannig að hinn aldni vinur minn geti komist niður að vitanum næst þegar hann verður hér á ferð. Um leið yrði komið til móts við okkur náttúruunnendur á Akra- nesi. STÁLGRINDAHÚS • Mjög hagstætt verð • Seit á öllum byggingarstigum og í einíngum • Framleiðum flekahurðir • Öli málmsuða og verkstæðisvinna • Alit fagmenn (hvað annað?) Myrtdimar sýna 220mJ stálgrindahús frá Stuðlastáli frá tveimur sjónarhornum. STUÐLA ||STAL|hf ÆGISBRAUT 9 - 300 AKRANESl SÍMI U23 Guðlaug var ráðin Guðlaug Bergþórsdóttir hefur verið ráðinn afgreiðsluritari hjá Akraneskaupstað og leysir hún Ingibjörgu Björnsdóttur af hólmi í því starfi. Ingibjörg tekur við starfi launafulltrúa bæjarins af Sigurbirni Sveinssyni, sem svo aftur er að hefja störf hjá varn- arliðinu. Starf afgreiðsluritara virðist vera með eindæmum eftirsóknar- vert því alls barst 21 umsókn, þar af ein frá karlmanni. Esja lestaði lOOOtunnur Strandferðaskipið Esja lagðist að bryggju á mánudag til þess að taka um eitt þúsund tunnur af saltsíld frá HB & Co., sem fara áttu til niðursuðu hja K. Jónsson á Akureyri. Alls voru saltaðar um 11.500 tunnur af síld fyrir K. Jónsson hja HB & Co. og hefur umtalsverður hluti þess magns þegar verið fluttur norður. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.