Skagablaðið

Ulloq

Skagablaðið - 15.03.1985, Qupperneq 5

Skagablaðið - 15.03.1985, Qupperneq 5
Af hverju er Skagablaöið prentað í Reykjavík • svar til óánægðs lesanda: Hagkvæmnis- oq hagræð- ingarástæður veigamestar L.K. hafði samband og sagðist ósáttur við Skagablaðið. Það þættist bera hag Akraness fyrir brjósti en léti svo prenta blaðið í Reykjavik og hefði ristjóra sem býr í Reykjavík. Oskaði hann eftir skýringu á þessu hið fyrsta því hann og fleiri hefðu ekki áhuga á að styrkja höfuðborgina með því að kaupa Skagablaðið. Svar Skagablaðsins Því er fyrst til að svara, að Skagablaðið þykist ekki bera hag Akraness fyrir brjósti. Blaðið gerir það ljóst og leynt og þarf ekki annað en að fletta því til að sjá að svo er. Prentun blaðsins í Reykjavík er fyrst og fremst af hagkvæmnis- og hagræðingarástæðum. Þegar blaðið hóf göngu sína var leitað eftir því við Prentverk Akraness hvort það gæti tekið að sér vinnslu blaðsins. Þetta kann eitt- Styðja ein- dregið hæiri laun kennara ,,Göngum hiklaust út ef ekki semst“ Munið hina glæsilegu verðlauna- getraun,sem hefst í dag Neyðarblys að nætur- þeli reyndist gabb Síðasta forsíða Skagablaðsins. hvað að hafa breyst síðan en þá kom í ljós, að PA gat ekki annað nema hluta af vinnslu blaðsins, þ.e. prentuninni einni. Vel að merkja, prentun blaðsins er að- eins lítill hluti vinnslunnar. Setn- Á myndinni má sjá hluta breytinganna á Skeiðfaxa. Hagræðing í Sementsverksmiðjumi: Skeiðfaxa breytt —pökkunarstöðin í Ártúni lögð niður Undanfarnar tvær vikur hafa menn frá Þorgeir & Ellert unn- ið við breytingar á bátaþilfari Skeiðfaxa, sementsflutninga- skipi Sementsverksmiðjunnar. Hefur uppgangi á þilfarinu ver- ið breytt og settur þar á „kappi“. Einnig hefur þilfarið verið klætt timbri og rör færð af dekkinu. Styrktarbitar hafa ver- iðsettir undir þilfarið og einnig mun ákveðið að setja krana, sem lyft getur tveggja tonna sementsbrettum á þilfarið. Að sögn Friðriks Jónssonar, útgerðastjóra Sementsverk- smiðjunnar, eru þessar breyt- ingar liður í hagræðingu innan verksmiðjunnar. Framvegis verður öllu sementi pakkað hér heima og pökkunastöð fyrirtæk- isins í Ártúnshöfða lögð niður. Með vorinu verður stöflunarvél tekin í gagnið og þar með er „kastið" svokallaða, þ.e. röðun pokanna á brettin með hand- afli, úr sögunni. í hinni nýju vél mun plasti einnig vafið utan um brettin þannig að pokarnir verða betur varðir en áður. Tankbílar fyrirtækisins munu áfram flytja laust sement til stöðva úti á landi. ing, umbrot, filmuvinna og plötu- gerð tekur 90% vinnslutímans. Annar mikilvægur punktur er sá, að verðmunur á prentun á Akra- nesi og í Reykjavík (Borgar- prenti) var við upphaf göngu blaðsins verulegur. Síðast en ekki síst ber að nefna þá staðreynd, að skilafrestur efnis var og er rýmri hjá Borgarprenti en PA. Þessir þættir vega allir mjög þungt og þótt ekki hefði verið nema verð- munurinn einn hefði hann að mati aðstandenda blaðsins verið næg ástæða til að prenta í Borgar- prenti. Varðandi búsetu ritstjórans í Reykjavík skiptir það engu máli. Hann gæti allt eins búið á Akur- eyri. Búseta hefur engin áhrif á efnistök og innihald blaðsins á meðan viðkomandi getur sinnt sínu starfi eðlilega. Ritstjórinn nýtur góðrar aðstoðar starfsfólks blaðsins og velunnara þess við fréttaöflun og hefur þar af leið- andi ágætt yfirlit yfir rás atburða í bænum. Það endurspeglast svo aftur á síðum blaðsins. Hvað varðar „styrk til handa höfuðborginni“ með því að kaupa Skagablaðið virði,st sem hér sé einhver misskilningur á ferðinni. Fimm af sex starfs- mönnum blaðsins eru búsettir á Akranesi. f raun er Skagablaðið að umbuna kaupendum sínum með því að leita eftir sem lægstu prentverði. Hærri vinnslukostn- aður leiddi óhjákvæmilega af sér hækkun á verði blaðsins. Vel má vera að L.K. og ein- hverjir vilji ekki kaupa Skaga- blaðið af framangreindum ástæð- um enda verður seint gert svo öllum líki. Sú staðreynd, að yfir 1000 eintök af Skagablaðinu selj- ast í viku hverri segir okkur hins vegar það, sem miklu meira máli skiptir; að fólk vill kaupa og lesa lifandi vikublað, óháð prentunar- stað eða búsetu ritstjórans. Slíkt er okkur margfalt mikilvægara en fáeinir óánægðir, sem hengja hatt sinn á smáatriði, sem engu máli skipta. Sigurður Sverrisson ritstjóri. Stillholt flytur senn Senn styttist í að veitingahúsið Stillhoit flytji sig um set og taki til starfa að Garðabraut 2, sem áður gekk undir nafninu Gamia mjólk- urstöðin. Egiil Egilsson, veitinga- maður, hefur fest kaup á 3A húsnæðisins. Unnið er að teikn- ingum á innréttingum og fljót- lega verður farið að vinna að breytingum á húsnæðinu. Egill sagði í samtali við Skaga- blaðið, að hann stefndi að því að opna á nýja staðnum í byrjun maí færi allt samkvæmt áætlun. Hann sagði nýja veitingastaðinn líklega verða með svipuðu sniði og hinn, það er veitingasalur, grill og vín- veitingar, þó væri það ekki alveg ákveðið. Ham settí svip á bæim fyrir 25 ámm: Manni „me“ Þeir eru trúlega margir Skagamennirnir, sem komnir eru um og yfir þrítugt og muna eftir þessum heiðursmanni, en hann setti svip sinn á bæjarlífið á árunum 1950-1965. Fullu nafni hét hann Hermann Ágúst Sigurðsson en gekk ávallt undir nafninu Manni, oft kallaður Manni „me“. Manni var fæddur undir Jökli í ágústmánuði aldamótaárið. Hann andaðist í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi fyrir allmörgum árum og hafði þá dvalið um nokkurra ára skeið í Ólafsvík og á fleiri stöðum undir Jökli. Hér á Akranesi stundaði hann almenna verkamannavinnu, einkum þó fiskvinnu og vegavinnu. Það sem einkum gerði það öðru fremur, að eftir honum var tekið var málið sem hann talaði. Það var sannkallað „Mannamál". Fólk þurfti að hafa umgengist hann talsvert lengi til að skilja málið, sem hann talaði, og veittist flestum það erfitt. Þessa mynd af Manna tók Jón Pétursson árið 1958 fyrir utan húsið Skagabraut 28, en þar var Manni tíður gestur og vel skilinn af heimilisfólki. „Athugaþettameivorinu“ - segir Hinrik HaraMsson, rakari, um hugsaneigan kráarrekstur I framhaldi af fréttinni um að Veitingahúsið Stillholt er að flytja úr núverandi húsnæði sínu, hafði blaðið samband við Hinrik Haraldsson, rakara og bílasala, sem sögur herma að sé tilvonandi kráareigandi, og innti hann eftir fyrirhuguðum kráarrekstri. Þegar Hinrik heyrði að Egill ætlaði að vera fluttir í maíbyrjun, sagðist hann mundi athuga þetta með vorinu. Hann sagðist hafa trú á að slíkur rekstur gæti staðið undir sér á Akranesi, en vildi þó ekki viðurkenna að hann væri á döfinni hjá sér á næstunni. 5

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.