Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 7
0 [H H [0 [a] EIU H Frá framkvœmdunum á þjóðveginum austan Akranesvegamótanna. Bundið slitlag eykst stöðugt Þessar vikurnar er verið að vinna við undirbyggingu fyrir bundið slitlag á vegaspottanum frá Eystra-Miðfelli að Akranes- vegamótunum. Þegar tíðinda- maður blaðsins var þar á ferð um fyrri helgi var unnið af fullum krafti að þessum framkvæmdum. Ofaníburður er sóttur í melana við Galtarholt og Lambhaga. Fjórir bílar voru við akstur en ýta jafnaði úr hlössunum. Verktaka- félagið Ós hf. norðan úr Skaga- firði annast þessar framkvæmdir og verður ekki annað séð en að þær gangi vel. Alltaf er því að lengjast vegurinn, sem við ökum á bundnu slitlagi út frá Akranesi. Vonandi verða Akranesvega- mótin lagfærð í framhaldi af þess- um framkvæmdum þannig að menn geti áttað sig á því að um vegamót er að ræða áður en um seinan. Eins og þau eru núna eru þau síst betri en heimreið að einhverjum sveitabænum, en þær eru oft illa eða ekki merktar. Mörgum finnast vegamótin óeðli- lega þröng miðað við alla þá umferð, sem um þau fer. Senni- lega hafa „fræðingarnir“ hjá Vegagerðinni ekki átt annað en reglustikur með 90 gráðu horni þegar vegamótin voru hönnuð. Frá uppsetningu söngleiksins í Bíóhöllinni. Lærður sjúkraliöi, vinn- ur á ,Tan<|anum“ og ger- ir við skó i aukavinnu —Skagablaðið rabbar við skósmið bæjarins, Sigurð Sigurðsson verður líka þreyttur á þessu stundum, sérstaklega eftir tarn- ir og þá langar mann helst að selja allt saman og kaupa eitt- hvað tilbúið.“ — Ég hef heyrt að þú sért líka lærður sjúkraliði er það rétt? „Já, það passar. Ég tók það sem millifag á sínum tíma. Ég ætlaði í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, en hann tekur bara inn nema annað hvert ár, þannig að ég hafði eitt ár laust og notaði það til að taka sjúkra- liðann. Hélt að ég stæði betur að vígi með það, en komst svo ekki inn samt. Skósmíðina tók ég svo svona með hinu.“ — íþróttakennaraskólann segir þú, ertu þá ekki fyrr- verandi íþróttakappi? „Nei, ég er það nú ekki, maður var að gutla í hinu og þessu aðallega samt handbolt- anum. Ég æfði hér fram á síðustu áramót, þá sleit ég hásin og varð að hætta en nú fer ég að byrja aftur.“ sagði Sigurður skósmiður, sjúkraliði, ofn- gæslumaður og handboltaspil- ari. — SEÞ. Sigurður Sigurðsson, frístundaskóari, á vinnustofu sinni. Skagamönnum hefur hingað til haldist illa á skósmiðum sínum, en nú virðist einn hafa búið um sig fyrir alvöru. Verkstæðið sjálft lætur þó lítið yfir sér, einu merki þess eru lítill miði á bakdyrum, þar sem stendur hvenær opið er. Blaðamaður leit við hjá skósmiðnum einn „vordaginn,, fyrir skömmu til að heyra hvernig fyrirtækið gengi. „Það gengur bara sæmilega, þetta er nú aukavinna hjá mér“, segir Sigurður Sigurðsson, skó- smiður. „Ég er annars ofngæslu- maður uppi í Grundartanga. En það er ágætt, að gera, — misjafnt eftir veðri. Það er meira að gera í góðu veðri, ef það er slæmt fer fólk ekki útúr húsi nema nauðsyn krefji.“ — Þú hafðir reynt áður er það ekki? „Jú, ég byrjaði 1979, þar sem Dýralíf er núna. Það var efa- laust ekkert nema óþolinmæði í manni að hætta svona fljótt þá. Þetta tekur tíma, fólk þarf að venjast því að hafa skósmið í bænum. Mér finnst viðskiptin vera vaxandi, það er mesta furða hvað þetta spyrst því ég hef ekkert auglýst, hef ekki einu sinni spjald úti í glugga eins og ég hafði fyrst.“ — Tímir þú ekki að hafa það í nýju gluggunum? spyr blaða- maðurinn skilningsríkur (hafði með næmu auga húsbyggjand- ans séð nýja glugga og klæðn- ingu hússins). „Tja, ekki bara það heldur var það of stórt í nýju glugg- ana.“ — Hefurðu ekki lagt mikla vinnu í að gera húsið upp? „Já, ég hef verið að breyta og bæta síðan ég flutti, fyrir 3 árum, samt er nóg eftir enn. Bæði megnið af neðri hæðinni og svo lokafrágangur, listar, gerekti og þess háttar.“ —Hefur þú gaman af þessu? „Já, já, ég hef líka getað gert svo mikið sjálfur. En maður Sjóræningjamir frá Pen* sance festir á myndband Búið er að taka upp söng- leikinn Sjóræningjarnir frá Pens- ance á myndband. Hljóðið var tekið upp laugardaginn 2. mars í BíóhölUnni og var þá hluta Vest- urgötunnar lokað til að fá næði. Myndin var síðan tekin upp sl. laugardag. Þá var hljóðupptakan spiluð í kerfi bíósins meðan upp- taka á myndband fór fram. Jón Karl Einarsson, skólastjóri Tónlistarskólans sagði að í þetta hefði verið ráðist aðallega til að eiga minjagrip um þennan flutn- ing, flytjendanna vegna og fyrir tónlistarskólann í framtíðinni. Hann sagði ennfremur að það yrði athugað hvort sjónvarpið vildi fá verkið til flutnings en það væri ekki aðalmálið. Jón Karl sagði að aðsóknin hefði verið stórgóð sýnt hefði verið 6 sinnum og alls mætt um 1400 manns. Væri það algjört met hjá tónlistarskól- anum í aðsókn á þeirra uppá- komur. Eins sagði hann að sá áhugi og þakklæti sme mætti aðstandendum sýningarinnar ekki síst eftir á, væri einstakur. Auglýsið í Skagablaðinu - Kaupfélagið með VISA, Traðarbakki byijar í sumar, en Einarsbúð hyggst ekki taka iw notkun kortanna Kaupfélagið hefur tekið við VISA kortum síðan 22. desem- ber, að sögn Sigurðar Arnórs- sonar kaupfélagsstjóra. Hafa þessi viðskipti gengið mjög vel og sagði hann að það væri engin spuming, að viðskiptavinum hefði fjölgað við þetta, kannski ekki svo stórkostlega en þó greini- lega. Sigurður kvaðst hiklaust halda þessari þjónustu áfram, því eins og hann sagði. „Þetta er framtíðin.“ Verslunin Traðarbakki mun einnig vera að íhuga að veita þessa þjónustu fyrir sumarið og að sögn Aðalbjargar Guðmundsdóttur, annars eiganda verslunarinnar, er stefnt að því að vera komin með hana í apríl. Þá verða þrjár af fimm mat- arbúðum bæjarins komnar með VISA kort en eins og áður hefur komið fram ætlar Skagaver ekki að taka upp notkun kortanna til að geta haldið lágu vöruverði og samkvæmt heimildum blaðsins er sama upp á teningnum í Ein- arsbúð. 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.