Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 8
„Viöse mjurn betri lö n “ Ml —Skagablaðið ræðir við eina af unglinga- hljómsveitum bæjaríns, F-929 í bænum er starfandi unglinga- hljómsveit að nafni F-929. Með talsverðri fyrirhöfn náði ég upp- lýsingum um nafn og númer eins meðlima hennar. Ég hringdi og spurði hvenær þeir æfðu, við- komandi var ekki viss en bauðst til að láta mig vita. Nú, ég þakkaði fyrir og kvaddi, en var varla búin að leggja á og snúa mér við þegar vinurinn hafði skipulagt æfingu og hringt aftur. Síðan mætti ég á stefnumótið í brunagaddi með kúlupennann milli tannanna en blm. möppuna á bögglaberanum, og bjóst við ærandi hljómsveitaræfingu. Drengirnir sátu hins vegar hinir rólegustu (eða þannig...) úti í horni: „Við megum ekki æfa fyrr en korter í 6“ sögðu þeir og létu reyndar vel valin orð fylgja sem óþaft er að birta. „Pað er fundur uppi. Það getur líka verið að við verðum reknir héðan — það eru alltaf fundir,“ sagði einhver dap- urri röddu. — Af hverju heitið þið F-929? „Það er eftir flottum bíl sem kennarinn okkar á,“ segir Bjarni. Guðmundur leiðréttir: „Það er bíll með flottu númeri, það er það eina við hann“. — Hvaða kennari er þetta? „Æ hann Maggi þú veist.“ Nokkrar athugasemdir ekki ætl- aðar birtingu fylgja. — En hvað heitið þið annars? „Jón Tryggvi Njarðarson heiti ég en ég er eiginlega ekki með,“ segir sá fyrsti við öflug mótmæli hinna. „Jú, hvað er þetta maður, vertu með“. Og niðurstaðan varð sú að maðurinn var ráðinn á staðnum og spilar á hljómborð. Söguleg stund. Hinir heita Gunn- ar Kristmannsson, söngvari, Halldór Geir Þorgeirsson, bassi, Bjarni Þór Hjaltason, trymbill og skemmtiatriði skjóta tveir með- limir Fidus inní en þeir voru áhorfendur og -heyrendur að við- talinu), og Guðmundur Þórir Sig- urðsson, gítar. — Hvað er þetta gömul hljómsveit? „Við byrjuðum 1. desember ’84,“ segir Gunnar, greinilega með það á tæru. „Ja, svo tókum við pásu frá miðjum desember fram að miðjum janúar," bætti einhver við þó sussað væri á hann. „Við höfum ekki spilað neitt opinberlega ennþá, en á laugar- daginn verður tekin upp videó- mynd með okkur niðri í Bíóhöll. Hún verður leikin, Maggi leikur m.a. í henni og svo verður mynd af okkur að spila,“ svarar Bjarni spurningu blaðamannsins. „Þetta er framlag okkar í hæfileika- keppni sem skólinn ætlar að halda,“ útskýrir Gunnar. „Nei, það er löngu hætt við hana“ mótmælir annar og málið er rök- rætt áður en lengra er haldið. „Bjarni Þór tekur upp og hjálpar okkur,“ segir Bjarni enn. Þess má geta að hann talaði mest og voru mjög skiptar skoðanir um ágæti þess innan bandsins. Þ.e. honum fannst það ágætt — hinum ekki. (Fyrirgefðu Bjarni, ég gat ekki stillt mig.) — Hvernig tónlist spilið þið? Halldór Geir: „Þungarokk". Guðmundur: „Klassísktrokk.“ Gunnar: „Bara rokk.“ Jón Tryggvi: „Allskonarrokk“ (Sbr.skonrokk). Bjarni. „Æ, svona eins og Fidus spilar.“ Hann er baulaður niður. „Móðgun," æpa viðstaddir Fid- usar. En öðrum finnst niðurlæg- ingin vera sín megin. — Er Fidus. aðalhljómsveitin? spyr blm. lúmskur, og uppsker öngþveiti. „Móðgandi spurning,“ svaraði Gunnar sár, „þeir byrjuðu bara aðeins fyrr. Jú og við erum með flestar græjurnar þeirra, — en við semjum betri lög.“ Aftur uppþot, greinielga metnaður milli sveit- anna, sem er ekki nema eðlilegt. — Hver er uppáhaldshljóm- sveitin ykkar? Þetta var erfið spurning og hver svaraði um annan þveran: „F-929, Saga, U2, Bob Marley, Bruce Springstein, dire Straits.“ Nú var klukkan orðin tuttugu mínútur í sex en þeir létu sig hafa það og tóku eitt lag fyrir mig. Það var lagið Duran Duran. Lag og texti F 929. Góður texti og frambærilegt lag, ekki síst ef miðað er við hve sveitin er bráðung. Strákarnir auðsæilega frjóir og efnilegir í „bransanum". Ég spurði þá hvernig þeir semdu, hver í sínu lagi eða saman. Guðmundur sagði það vera ýmist, stundum kæmi einhver með hugmynd og þeir ynnu úr henni saman, eða lögin kæmu eins og af sjálfu sér á æfingum. Síðasta spurningin var samviskuspurning: — Bitnar hljómsveitin á skólalærdómnum? „Nei, skólinn gengur fyrir." „Ertu vitlaus maður, skólinn gengur sko ekkert fyrir.“ „Það er nú ekki að marka þig, þú getur hvort eð er ekkert lært...“ F-929 er ekki sú alsamstilltasta grúppa sem maður hefur kynnst en varðandi þetta síðasta þá varpar það ljósi á málið að ónafn- greindur náungi var að sækja skólatöskuna sína sem þá hafði legið í viku úti í horni. Enda sögðu hinir að hann nánast byggi þarna. Virðingarverður áhugi ekki satt? Sýnishorn úr texta (Guðmund- ur og Gunnar). Af hverju eru að þvælast í þessu Taylor því fórstu ekki á sjóinn og gerðist „sailor" Þið hafið lengi staðið í stað en hvað þið eruð lengi að fatta það. Viðlag: Duran Duran Duran Duran Duran Duran Duran.SEÞ Fjölmenn afmælis- hátíð í Amardal —fimm ára afmælis æskulýðsheimilisins minnst Hva, fœr ekki forstöðumaðurinn koss frá fegurðar dísinni? Ljósm.: Guðm. Guðjónsson. Um fyrri helgi var haldin afmælishátíð í Arnardal í tilefni 5 ára afmælis æskulýðsheimilisins. Lögðu unglingarnir mikla vinnu í undirbúning fjölbreyttrar dagskrár fyrir hátíðisdaginn, til dæmis voru gerðir bæði útvarps- og sjónvarpsþættir. Dagskráin hófst laugardagskvöld með borðhaldi fyrir krakka frá 13 ára aldri og upp úr. Eftir matinn voru skemmtiatriði og síðan stiginn dans til hálftvö um nóttina. Að sögn Steinunnar Árnadóttur starfsmanns æsku- lýðsráðs var hátíðin í alla staði vel heppnuð og var uppselt í matinn, en alls mættu 120 manns í borðhald og 180 á ballið. Meðal skemmtiatriða voru hársýning Brynju Guð- mundsdóttur, og tískusýning, sýnd voru fermingar- fötin í ár frá Nínu og Portinu. Sýnd var myndbands- upptaka þar sem líkt var eftir sjónvarpsdagskrá og haldin var keppni um ungrú og herra Arnardal 1985. Sigurvegarar í henni voru herra Gylfi Már Karlsson og ungfrú Sofffa Dóra Sigurðardóttir. Einnig voru afhent verðlaun frá breakdanskeppninni og að lokum var fjöldasöngur viðstaddra. Útvarp Arnardalur átti að vera á föstudagskvöld en vegna óviðráðanlegra orsaka frestaðist það fram á miðvikudag, en þá var sent frá 18.30 og fram á miðnætti. Sendirinn var fenginn að láni frá verk- menntaskólanum á Akureyri, magnari frá Ármúla- skóla og loftnet og fleira frá Pósti og síma. Steinunn vildi að síðustu geta þess að samstarfið við krakkanna við undirbúning hátíðarinnar hefði verið bæði gott og skemmtilegt. __ F-929 í öllu sínu veldi. 8

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.