Skagablaðið - 22.03.1985, Side 1

Skagablaðið - 22.03.1985, Side 1
íslandsmótið í handknattleik, 3, deild: Úrslitakeppnin hefst hér í kvöld Það verður væntanlega mikið fjör í íþróttahúsinu við Vesturgötu í kvöld þegar fyrri hluti úrslitakeppni 3. deildar í handknattleik hefst þar. Fjögur lið hefja þá úrslitaslaginn um sætin tvö, sem gefa setu í 2. deild næsta vetur. Liðin fjögur, sem etja kappi saman, eru Akranes, Afturelding, ÍR og Týr, Vestmannaeyjum. elding og Týr og síðan Akranes og ÍR. Síðari umferð úrslita- keppninnar fer fram að Varmá í Mosfellssveit. Ekki þarf að tíunda það hversu mikilvægt það er 3. deildarliði Skagamanna að ná góðum ár- angri í fyrri hlutanum hér heima ef sætið langþráða í 2. deildinni á loks að nást. Skagamenn hafa átt hvern stórleikinn á fætur öðrum undanfamar vikur og rutt hverj- um andstæðingnum á fætur öðr- um úr vegi en nú er komið að stóru stundinni. Fram til þessa hafa allar tilraunir til að komast upp runnið út í sandinn en nú er gullið tækifæri. í innbyrðisviðureignum Akra- ness og Aftureldingar í vetur fór hvort lið með sigur af hólmi einu sinni. Afturelding vann leikinn hér heima en Skagamenn unnu svo frækilegan sigur að Varmá. Það verða Akranes og Aftur- elding sem mætast í fyrsta leikn- um í kvöld klukkan 20 og þar á eftir mætast ÍR og Týr. Önnur umferðin verður svo á morgun. Þá mætast ÍA og Týr klukkan 14 og svo Afturelding og ÍR. Þriðja umferðin verður síðan á sunnu- dag og þá mætast kl. 14 Aftur- ÁTVRí næsta hús ÁTVR hefur loks fest kaup á húsnæði. Óhætt er að segja, að ekki hafi verið leitað langt yfir skammt því „ríkið“ keypti núver- andi verslunarhúsnæði Sigurjóns & Þorbergs. Stórkostlegir Kínverjar Óhætt er að segja að kínversku tónlistarsnillingarnir, sem skemmtu í Bíóhöllinni á mánudagskvöld hafi átt hug og hjörtu allra sem til sáu og heyrðu. Var fögnuður áheyrenda svo mikill að þeir tóku tvö aukanúmer. Jón Karl Einarsson, skólastjóri tónlistarskólans, var mjög ánægður með heimsóknina og þá ekki síður aðsóknina. „Það var gaman að sjá hversu margir unglingar sóttu skemmtunina,“ sagði hann. Meðfylgjandi mynd var tekin á skemmtuninni. Ótrúleg vinna—frábært tívolí Það fór víst ekki framhjá neinum í bænum, að skátarnir voru með tívólí sitt um síðustu helgi. Eins og í fyrri skiptin tvö heppnaðist það einkar vel og var aðsóknin til marks um það. Alls komu um 1300 manns í íþróttahúsið þá fimm klukkutíma, sem skemmtunin stóð yfir. Var feikilegt fjör í húsinu enda margt til skemmtunar. Meðfylgjandi mynd segir meira en mörg orð en ekki er hægt að láta hjá líða að þakka skátunum fyrir þetta frábæra framlag þeirra. Vinnan að baki þessu er ótrúleg og þeir eru sennilega fáir, sem gera sér fulla grein fyrir henni. Brfreiðaskoðun lýkur á miðvikudaginn: Klippunum verður beitt á skussana Aðalskoðun bifreiða hér á Akranesi lýkur næstkomandi miðvikudag. Að kvöldi þess dags eiga allar bifreiðar á Akranesi að hafa veir skoðaðar en samkvæmt upplýsingum Guðmundar Sig- urðssonar, umdæmisfulltrúa Bif- reiðaeftirlits ríkisins á Vestur- landi, gæti svo farið, að einhverjir bflar yrðu þá enn óskoðaðir. Fari svo mun lögreglan fara á stjá með klippurnar illræmdu og mun nú unnið ötullega að því að brýna þær. Guðmundur sagði skoðun hafa gengið ágætlega en þó hefði heimtur mátt vera betri. „Þær mega náttúrlega alltaf vera betri,“ sagði hann en var samt á því að það stefndi í slakari heimt- ur í ár en undanfarin ár að öllu óbreyttu. Skagamenn hafa um áraraðir verið með mjög góða útkomu í bifreiðaskoðun og leitun að henni betri á landinu. Tveir bílar hafa fengið rauða miða í ár og er það svipað og verið hefur. Skagablaðið vill að lokum skora á bæjarbúa að drífa sig með bíla sína til skoðunar. Ekki er skoðað á mánudag en siðustu forvöð eru á þriðjudag og mið- vikudag. Hafi menn þá enn ekki fært bílinn til skoðunar þarf það ekki að koma á óvart þótt núm- erin verði á bak og burt einhvern morguninn er eigandinn kemur út. Leynir held- ur upp á 20 ára afmæliö —sjábls.6-7 Hafnarpist- illinn er á sínum staö — sjábls.7 Viöbótin fylgir blaö- inu í dag Aldargömul Skagakona í viötali —sjá baksíðu Lokaumferö getrauna- leiksins — sjá bls. 2

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.