Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 3
„Byijuðum af alvöni í tíu ára bekk Yngsta og jafnframt elsta starf- andi unglingagrúppan á Skagan- um eru sú landsfræga Ofbirta sem náði þeim merka áfanga á dðg- unum að spila fyrir alþjóð í sjónvarpinu. Strákarnir í Ofbirtu eru aðeins 12 ára, en hafa verið saman í hljómsveit undanfarin tvö ár. Eins og sæmir með þvílíka stórgrúppu þurfti ómælda fyrir- höfn til að ná limunum saman til viðtals. Eftir nokkurra vikna um- Dýrara með Akraborg Fargjöld Akraborgar hafa ný- verið hækkað um 10% og er þetta í þriðja sinn, sem fargjöldin hækka á aðeins rúmu hálfu ári. Far fyrir gangandi kostar nú krónur 220 en var áður 200. Einn tekinn ölvaður Einn ökumaður var tekinn um helgina af lögreglunni, grunaður um ölvun við akstur. Helgin var að öðru leyti hin rólegasta að sögn lögreglu. sátur fengum við loks færi á þeim, en ekki var sopið kálið því meðan viðtalið fór fram voru þeir að husta á Pink Floyd þannig að við urðum að kallast á. Fer viðtalið hér á eftir: — Hvernig stóð eiginlega á því að þið byrjuðuð í hljómsveit svona ungir, aðeins 10 ára? „Sko, við vorum eiginlega byrj- aðir löngu fyrr. Strákar muniði ekki þegar við vorum að spila heima í bílskúr á málingadollur og eldgamlan kassagítar? Þá vor- um við bara smápollar.“ Þetta segir Pétur Heiðar, eða Pippi, eins og hann kallar sig. „Já, ég man það — þið voruð að stæla Kiss“ tekur Hrannar undir, en það mætir háværum mótmælum. Kiss er greinilega alltof barnalegt fyrir þá. „En svo byrjuðum við í alvöru í tíuárabekk, í mars minnir mig“, heldur Pétur áfram sögu sveitar- innar. „Kennarinn sem kenndi okkur þá, Flosi Einarsson (í Tí- brá) reddaði hljóðfærum og svo- leiðis. Grundaskóli keypti eitt- hvað af hljóðfærum sem hann lánar hljómsveitunum síðan,“ segir „Pippi“. „Síðan réðum við Hrannar og byrjuðum bara.“ „Pippi“, Pétur Heiðar Þórðar- son: „Eg syng og spila á gítar, ég sem líka lögin og textana, Jói, Jóhann Ágúst Sigurðsson leikur á trommur. Við tveir byrjuðum Ferðakynning At- lantik í Hótelinu Ferðaskrifstofan - Atlantik gengst á sunnudag fyrir ferða- kynningu fyrir alla fjölskylduna í Hótel Akranes og hefst hún klukkan 15. Að sögn Sveins Guðmundsson- ar, umboðsmanns Atlantik á Akranesi, verður ferðakynningin með því sniði að tilvalið er fyrir alla fjölskylduna að skella sér á hana. Auk þess sem sýndar verða myndir frá hinum ýmsu stöðum, sem skrifstofan skipuleggur ferðir til, verður efnt til bingós. Atlantik býður upp á mjög fjölbreyttar ferðir, jafnt til sól- arlanda, sem annarra landa og sérstaklega eru Mallorcaferðir skrifstofunnar hagstæðar. Við verðkönnun kemur best í ljós hve ótrúlega gott verð er á Atlantik- ferðunum. Þeir, sem ekki eiga þess kost að fara á ferðakynninguna geta nálg- ast bæklinga og allar upplýsingar hjá umboðsmanni Atlantik á Akranesi, Sveini Guðmundssyni, Skólabraut 31, sími 2330. Hljómsveitin Ofbirta. fyrstir — við erum aðalpoppar- arnir! Hrannar Örn Hauksson er bassaleikarinn og Pétur Atli Lár- usson spilar á hljómborð." — Hvernig var í sjónvarpinu? „Úff, við vorum svo stressaðir" segir Hrannar. „Ógeðslegur mat- ur þarna, jakk, einhver ömur- legur fiskur, maður,“ segir ein- hver af innlifun. — Eruð þið ekki frægir núna? Elta stelpurnar ykkur ekki? Pétur: „Jú, jú, þær skríða eftir okkur á hnjánum á göngunum uppi í skóla“. Jói: „Alveg í hrönnum maður...“ — Voðalega finnst mér skrítið að í öllum 7 hljómsveitum bæj- arins er ekki ein einasta stelpa. Hvernig stendur á þessu? „Það var stofnuð kvennahljóm- sveit upp í Grundaskóla, en hún hætti eftir viku“ sagði Hrannar. „Stelpurnar gefast svo fljótt upp.“ Pétur Atli: „Þær þora líka ekki að byrja, þær eru ekki nógu kaldar." —SEÞ ■AKRANES — BORGARNES — VESTURLAND- NYTSAMAR FERMINGARGJAFIR Skoðið í sýningarglugga verzlunarinnar Biblíur Sálmabækur Passíusálmar Orðabækur Atlasar Handbækur Gestabækur Myndaalbúm Pennasett Lingaphone Kassettutöskur Shap reiknitölvur Ritvélar frá Facit Brother, Olympia HEIMILISTOLVUR: BBC Commodore 64 Sharp MZ 700 Acorn Electron Amstrad Spectravideo Sinclair Spectrum Litsjáir frá: Sharp — BBC — Normende Tölvuprentarar Tölvuborð og stólar Forrit og tölvubækur Sendum í póstkröfu úrvali Hljómtækjasamtæður frá TECHNICS og PANASONIC Utvegum skrautritun og gyllingu á bækur og servíettur Mikið úrval af fermingarkortum, servíettum og gjafapappír BOKASKEMMAN Stekkjarholti 8-10 — Sími: 2840 B A R B RÓ Höfum opið alla daga vikunnar frá kl. 11-21. Bjóðum m.a.: Hina sívinsælu kjúklingabita, pizzur, vorrúllur (kína-rúllur), djúpsteiktan fisk í Orly-deigi, skötuselur og ýsa og franskar kartöflur heitt kakó, nýbakaðar vöfflur, ásamt kaffi, kleinum, pönnukökum og samlokum. Seljum út mat, tilvalið að taka með heim, góðar pakkningar. Erum með gott úrval af konfekti — tilvalið til tækifærisgjafa. ÞIÐ ERUÐ ÁVALLT VELKOMIN í BARBRÓ Skólabraut 37, sími 2241 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.