Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 5
- segir Svandís Ásgeirsdóttir í viðtali um tvíburana sína Ekkert mál—ef þeir bara sofa á nóttunni“ — Eru þeir farnir að labba? spyr blm. horfandi á þá klifra hvor yfir annan í leikgrindinni. „Þeir voru eiginlega byrjaðir, en svo kom afturkippur í þá því þeir hafa verið veikir undan- farið. Þeir voru með vatn á bakvið hljóðhimnuna, og grétu allar nætur, svo var stungið á þessu, en þá fengu þeir í eyrun. Og núna eru þeir með einhverja umgangspest greyin, ef þú vilt fá alla sjúkrasöguna," segir Svandís og hlær, finnst þetta greinilega ekki blaðamatur. „En núna er þetta búið vona ég. Ég get alveg viðurkennt, að ég var að gefast upp á tímabili, þeir sváfu ekki nema rétt á meðan þeim var keyrt í vagn- inum, aldrei á nóttunni. Maður svaf kannski 4 tíma á nóttu og það ekki í einu. Við vorum alveg orðin uppgefin, Bjössi ekkert síður, hann hugsar um þá alveg til móts við mig þegar hann er heima. En það er ekkert mál að vera með tvö — ef þau bara sofa á nóttinni, það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Svandís að lokum og hún veit greinilega um hvað hún er að tala. — SEP. Nýr þáttur hefur nú feril sinn í Skagablaðinu. Hefur hann hlotið nafnið „Innlitið". í þættinum verða stutt viðtöl við fólk á fömum vegi, eða bankað upp á hjá einhverjum og spjallað um daginn og veginn. Við byrjuðum á að líta inn hjá Svandísi Asgeirsdóttur og þiggja þar tesopa, síðan barst talið að því sem beinast lá við, að sjálfsögðu börnunum. Svandís á tvíbura sem eru að verða eins árs, eineggja stráka, Hjalta og Hauk. Fyrsta spurningin var sú klassíska: „Er ekki nóg að gera?“ Svandís hló: „Ég hef nú heyrt þessa fyrr, það spyrja allir að þessu. Sumar konur stoppa mig meira að segja úti á götu til að spyrja hvort ég eigi ekki góða þvottavél...“ — Hvernig varð þér við fyrst þegar þú vissir að þú gekkst með tvíbura? „Ég hrökk náttúrulega við, fyrst ætlaði ég ekki að trúa þessu, en svo varð ég alveg rugluð — vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. En þetta uppgötvaðist svo snemma, ég var ekki komin nema 2-2VÚ mánuð á leið, svo ég hafði nógan tíma til að venjast til- hugsuninni.“ — En þegar þú varst búin að eiga, kom þér eitthvað sérstak- lega á óvart í sambandi við að vera með tvö? „Æ, ég veit það ekki, það eru náttúrulega alltaf viðbrigði að vera með lítil börn hvort sem þau eru eitt eða fleiri. Fyrst eftir að égkom heim með þá gerði ég eiginlega ekki annað en að gefa þeim brjóst. Þeir fæddust mán- uði fyrir tímann, svo ég þurfti að gefa þeim á þriggja tíma fresti og það var svona Vi tími í hvert skipti. Við bjuggum fyrst heima hjá mömmu og hún og Bjössi, maðurinn minn, þvoðu og gerðu eiginlega allt annað. Annars var maður bara svo ánægður að hafa fengið heil- brigð og velsköpuð börn að annað skiptEekki máli.“ Á meðan við töluðum saman höfðu tvíburarnir látið greipar sópa um allt sem var á borðinu. Haukur rannsakaði útvarpið og lét sér ekki bregða þó það dytti öðru hvoru ofan á puttana á honum, en Hjalti einbeitti sér að því að mylja allar kex- og ostagnir vandlega niður og sópa þeim síðan á gólfið. Svo leit hann forvitnislega á blaða- manninn til að athuga hvort hann væri ekki hrifinn af dugn- aðinum. — Eru þeir ólíkir í skapinu? „Nei, ekkert sérstaklega, en það er gaman að því hvað þeir passa hvor upp á annan. Bæði passa þeir, að hinn fái ekki of mikla athygli, eða fái eitthvað, sem hinn fær ekki, og svo líka ef þeir eru einir einhversstaðar, þar sem þeir þekkja ekki vel til, þá er allt í lagi ef þeir eru saman, en ómögulegt ef þeir eru aðskildir.“ Símstöðin á Akranesi stækkar 400númer bætast við I þessum mánuði bætast við 400 númer á símstöðina hér á Akranesi. Núna eru um 2000 númer en það er of lítið að sögn Hermanns Guðmundssonar sím- stöðvarstjóra, og fólk þarf oft að bíða lengi eftir síma. Meðalbið- timi er tveir mánuðir hélt hann áfram. Þannig að fyrir mánaða- mót ættu þeir 20 sem bíða núna að vera komnir í símasamband við umheiminn. Við spurðum Hermann hvort það gæti verið vegna smæðar stöðvarinnar sem óvenjumikið væri af truflunum um þessar mundir, en ekki kannaðist hann við það, og sagðist ekki hafa heyrt neitt um kvartanir nýlega. Sagði reyndar að það hlyti að vera eitthvað yfirskilvitlegt ef svo væri, en vísaði að öðru leyti á Friðrik Alfreðsson, svæðisum- sjónarmann. Friðrik hafði heldur ekki heyrt um neinar truflanir undanfarið, það hefði verið svolítið um það fyrir tveimur og hálfum mánuði, en það væri komið í lag. Hann vildi eindregið hvetja fólk til að láta vita ef það hefði yfir ein- hverju að kvarta, því að öðrum kosti vissi hann ekki um það og ekkert lagaðist. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði og fullnaðarfrá- gang verkstæðis- og bifreiðageymslu Pósts og síma á Akranesi. Útboðs- gögn fást afhent á skrifstofu Umsýslu- deildar, Landsímahúsinu, Reykjavík og hjá stöðvarstjóra Pósts og síma, Akranesi, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Umsýsludeildar miðvikudaginn 10. apríl kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin AKRANESKAUPSTAÐUR Lausar stöður við vinnuskóla Æskulýðsnefnd óskar að ráða í eftirtaldar stöður við vinnuskóla: Vinnustjóra, verkstjóra og vél- stjóra. Störfin eru hlutastörf fram í endaðan maí en fullt starf í júní, júlí og ágúst. Leitað er eftir duglegum og áhugasömum aðilum með hæfi- leika til stjórnunar. Aldurslágmark er 20 ár. Allar nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást hjá Æskulýðsfulltrúa í Arnardal. Um- sóknum skal skila þangað í síðasta lagi 29. mars. Aðrar stöður við vinnuskólann og leiktækjanámskeið verða auglýstar síðar. Æskulýðsnefnd 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.