Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 7
Golfklúbburinn Leynir fagnar 20 ára afrnæli sínu - rætt við núverandi og fyrrverandi formann og saga klúbbsins rakin Þessi mynd er frá árinu 1971 og sýnir nokkra þeirra unglinga, sem þá stunduðu golfið. Frá vinstri: Grétar Kristinsson, Björn H. Björnsson (í Liverpool-skyrtunni góðu), Tómas R. Tómasson, Guðni Orn Jónsson, Grétar Guðmundsson, Stefán Jónsson, Björn Þórhallsson og Ómar Örn Jónsson. Stöðugt unnift að breytingum og endurbótum á velli Leynismanna nú sem undanfarin 20 án Ómæld sjálfboöavinna innt af hendi og breytingamar miklar Golfklúbburinn Leynir á tuttugu ára afmæli í ár, í tilefni þessara tímamóta náðum við fyrrverandi og núverandi formanni klúbbsins á rabbfund, þeim Þorsteini Þorvaldssyni og Reyni Þorsteinssyni. Við ræddum vitt og breitt um golf og sögu klúbbsins, og fengum að birta útdrátt úr sögu hans, sem kemur væntanlega út í heild sinni í afmælisriti Golfklúbbsins Leynsi. Þeir sem stóðu fyrir því á sínum tíma að stofna klúbbinn voru Guðmundur Sveinbjömsson og Óðinn S. Geirdal. Þeim fannst vanta fleiri íþróttagreinar og golfið vera kjörin viðbót því það hæfði öllum aldurshópum, meðal annars þeim sem vora að hætta í knattspyrnunni. Stofnfundur var haldinn 15. mars 1965 í gamla leikfimihúsinu (sem þá var nýtt), stofnfélagar voru 22, í fyrstu stjórn voru Sveinn Hálfdán- arson, formaður, Guðmundur Sig- urðsson, ritari, Guðmundur Magn- ússon, gjaldkeri, Þorsteinn Þor- valdsson og Leifur Ásgrímsson meðstjórendur, fundarstjóri var Guðmundur Sveinbjörnsson. Þeir sem gerðust félagar fyrir 1. maí töldust líka stofnfélagar, þannig að þeir urðu alls 32. Félagarnir eru nú 70-80 talsins. Sama sumar var klúbbnum út- hlutaðlandií Garðaflóa, stærð þess var 2 hektarar og dugði það fyrir tvær holur. Félagarnir útveguðu sér kylfur og byrjuðu að æfa sig. Sex holur Næsta vor stækkaði landið upp í 6 hektara, sem dugði fyrir 6 holu völl. Um sumarið var unnið að því að gera golfvöll á þessu landi og var allt unnið í sjálfboðavinnu. Að sögn Þorsteins Þorvaldssonar voru oftast sömu 7-10 mennirnir sem unnu í þessu og höfðu í nógu að snúast, borið var á landið, það valtað og slegið. Þetta sumar 1965 keypti klúbb- urinn sláttuvélar, potta, holuskera, stengur og flögg, en aðstaða var engin til að geyma áhöldin. Hún kom fyrst árið eftir, þá fengu kylfingar að nota smá skúr, sem stóð við völlinn, undir minni verk- færi og voru ógurlega montnir með, að sögn Þorsteins. Árið 1967 var fyrsta golfmótið haldið hér, svokallað Vatnsmót, sem hefur verið haldið alla tíð síðan, og Sturlaugur Böðvarsson gaf bikar í minningu föður síns, Haraldarbikarinn. Þetta ár var Þor- steinn Þorvaldsson kosinn formað- ur klúbbsins, þeirri stöðu hélt hann svo næstu 14 ár, sístarfandi að hagsmunum félagsins. 1969 var merkilegt ár í sögu klúbbsins. Þá fékkst land undir 9 holu völl, keypt hús — fyrrverandi seglasaumaverkstæði, og notuð dráttarvél, og auk þess fékk völl- urinn fullgildingu GSÍ. Næsta ár var unnið að innréttingu hússins, og var því lokið áður en keppnistíminn byrjaði. Nafni félagsins var þá breytt úr Golfklúbbi Akraness, í Golfklúbbinn Leyni, til að fyrir- byggja rugling við Golfklúbb Akur- eyrar. Nafnið er dregið af nafni vogsins fyrir innan Höfða, en hann heitir Leynir. Merki klúbbsins var hannað af Sverre Valtýssyni. Hafist var handa um að breyta vellinum 1972 í samræmi við til- lögur sænsks golfvallararkitekts og Hannesar Þorsteinssonar og fór hann þá að taka á sig endanlegt útlit. íslandsmeistari Fyrsti íslandsmeistari klúbbsins varð Finnbogi Gunnlaugsson, þeg- ar hann vann annaú flokk íslands- mótsins 1973. Sama ár tók Elín Hannesdóttir fyrst kvenna þátt í félagskeppni, og Hannes Þorsteins- son keppti á Evrópumóti með ungl- ingalandsliðinu. Næstu ár voru stöðugar umbætur á vellinum og allri aðstöðu klúbbsins og árið 1978 keypti hann íbúðarhúsið í Gríms- holti, ásamt skemmu. Til að fjár- magna það fékk klúbburinn styrk frá íþróttasjóði og í A, auk framlags frá Akranesbæ. Þetta ár var haldið Unglingameistaramót íslands á Garðavellinum og var það fyrsta íslandsmótið þar. 1979 bættist ann- ar íslandsmeistari í hópinn, þá vann Guðni Örn Jónsson fyrsta flokk. Tveir félagar fór erlendis að keppa, Þorsteinn Þorvaldsson á heims- meistaramót öldunga í Bandaríkj- unum og Björn H. Björnsson, sem keppti á hátíðalandskeppni í Belg- íu. Veturinn 1981 var enn unnið geypilega mikið í sjálfboðavinnu, á vegum klúbbsins, nú við innrétt- ingu skálans. Næsta ár var síðan farið að leigja út skálann undir fundi og minni samkomur, til að afla tekna. Nú mun skipulag vall- arins komið á lokastig þó smærri verkefni séu ávallt næg. Til dæmis er áætlað að stækka skálann og hefur þegar verið steypt plata fyrir viðbveeineuna. „Það ernóg af verkefn* um næstu tuttugu árin“ —segja Þorsteinn Þorvaldsson og Reynir Þorsteinsson, nú- og fynverandi formenn í spjalli okkar við fyrr- og núverandi formenn Leynis, var víða komið við, eins og kemur fram í hinni greininni, til að mynda vildum við vita hvað ætti að gera til að halda upp á af- mælið. Reynir varð fyrir svörum: „Það verður haldinn heilmikill fagnaður, á morgun, laugardag. Við munum þar veita ákveðnum mönnum viðurkenningu, sem reynst hafa klúbbnum sérstaklega vel, og saga hans rifjuð upp.“ „Nú, og í sumar verður haldið afmælismót, og verður þá boðið kylfingum víðsvegar að á land- inu, stjórnum þeirra klúbba sem við höfum haft samskipti við. Golfsambandsstjórninni og fleiru — það er svona hinn helmingur- inn af þessu,“ bætti Þorsteinn við. — Það er merkilegt hvað mikið hefur verið unnið í sjálfboða- vinnu á vegum klúbbsins, og hve honum hefur orðið mikið úr sín- um styrkjum. „Já, það er satt. Sú vinna sem unnin hefur verið hér í sjálf- boðavinnu er gífurleg og jafnast helst á við það starf sem unnið var Tveir af stofnendum klúbbsins, Þorsteinn Þorvaldsson (t.v.) og Sverre Valtýsson. Myndin t.v. er tekin 1965 hin 1972. þegar íþróttahúsið var byggt á sínum tíma“ segir Þorsteinn. „Við höfum líka sérstaklega góða aðstöðu til að vinna sjálfir í þessu. Áhugamenn um fótbolta geta ekki gengið í það að fara að gera nýjan völl ef þeim dytti það í hug. Uppbyggingin hefur verið svo ólík, Golfklúbburinn hefur alltaf Þorsteinn Þorvaldsson og Reynir Þorsteinsson (t.h.) rœða við blaðamann Skagablaðsins. Fyrsti ,rskáli“ kylfinga á Akranesi. Eins og sjá má var ahnn ekki bysinn en þótti góður samt. Á myndinni má m.a. sjá Óðinn Geirdal, Jón Leósson, Eirík Þorvaldsson og Vigfús Sigurðsson (krýpur lengst t.h.) staðið fyrir framkvæmdum í eigin nafni, en ekki fyrir hönd ÍA eða bæjarins. En það er annað mál, að bærinn hefur styrkt okkur til jafns við aðra, við hefðum til að mynda ekki keypt þetta hús ef bærinn hefði ekki styrkt okkur,“ heldur Reynir áfram. „En ég fer ekki ofan af því að við erum ríkasta félagið á Akra- nesi,“ segir Þorsteinn búralegur á svip. Svo fara þeir að rifja upp og Reynir segir að í raun hafi þróun- in verið skemmtilegri en ella vegna þess hve félagið átti Iítið í upphafi. Það hafi verið byrjað með 2 holur, síðan 6 holur og loks var stækkað í 9 holur. „Þetta var líka skemmtilega frumstætt þegar við vorum að byrja,“ samsinnir Þosteinn. „Við vorum að böðlast á brautum með garðsláttuvélun- um okkar, og svo vorum við að leika fram og aftur á þessar tvær holur.“ Hann flissaði, en varð strax alvarlegur aftur. „En varðandi golfið sjálft þá er það alveg sérstök íþrótt. Á ensku segja þeir „golf is að game of a lifetime“, það lýsir því nokkuð vel.“ Reynir grípur þráðinn. „Einn kostur enn við golfið er, að það getur verið ágæt fjölskylduíþrótt. Karlar, konur og börn geta haft sameigin- legt áhugamál, þar sem enginn þarf að vera útundan og allir geta spilað saman á jafnréttisgrund- velli skv. golfreglum. Hægt er að spila á ágætum völlum víðvegar um landið sem eykur enn ánægj- una og fjölbreytnina.“ „Menn eru í senn að keppa hver við annan, völlinn og ekki síst við sjálfan sig,“ sagði Þorsteinn „Forgjöfin gerir það að verkum að þú getur keppt við hvern sem er, og átt möguleika á að vinna.“ „En það eru miklar og flóknar reglur í þessu, og sértungumál sem menn nota, að segja má,“ segir Reynir, og blaðamaður get- ur tekið undir það því þegar þeir voru að ræða um par, skrats, bönkera, tí, forgjöf og fleira, fór það allt fyrir ofan garð og neðan hjá honum. — Þarf fólk ekki að fara í læri áður en það getur byrjað í golfi? „Jú, við erum með námskeið á hverju ári. Hannes Þorsteinsson, sem hefur verið með þau og einnig höfum við fengið kennara úr Reykjavík. Það eru eflaust upp undir hundrað manns sem hafa komið á þessi námskeið eða spilað hér án þess að gerast félagar." — Hvað er á döfinni hjá ykkur núna? „Það eru endalaus verkefni. í sumar reynum við að klára völlinn að mestu, við þurfum bæði að fylla upp í skurði og grafa nýja. Bleytan er eilíft vandamál. Svo stendur til að fá trönusvæðið fyrir æfingasvæði, við höfum vilyrði fyrir því. Við ætlum lfka að byggja við skálann — það er nóg af verkefnum næstu tuttugu ár í viðbót,“ sögðu þeir félagar að lokum. —SEÞ. 6 JE [1] H □ \E [5] [E MIU M M E-i Víkingir landaöi þrfvegis á 5 dögum Það var ýmislegt um að vera við Akraneshöfn f síðustu viku sem endranær og hér á eftir fer samantekt um það helsta sem til tíðinda getur talist. Bjarni Ólafsson og Víkingur héldu til loðnuveiða á þriðju- daginn. Höfrungur hélt úr höfn daginn eftir til sams konar veiða. Víkingur landaði síðan 400 tonnum af loðnu á mið- vikudag. Hafði þá það óhapp orðið, að sjóinntak fyrir vél stíflaðist af þara og því kom hann inn fyrr en ætlað var. Kafari fór niður að botni skips- ins og hreinsaði inntakið og að því búnu lét skipið úr höfn um leið og losun lauk. Víkingur kom síðan aftur inn á föstudag með 500 tonn og hann fyilti svo kvótann á sunnudag er hann kom inn með 700 tonn. Bjami Ólafsson landaði 1100 tonnum á fimmtudag og fyllti þar með einnig kvóta sinn. Hann mun hefja rækjuveiðar innan skamms. Höfrungur fékk 800 tonn af loðnu á fimmtudag. Hann ætlar að selja aflann í Danmörku og er því í „sigl- ingu“. Rán hélt til veiða á þriðjudaginn. Báturinn hefur stundað togveiðar undanfarin ár og sama veiðarfæri verður notað á þessari vertíð. Minni bátarnir lönduðu frá einni og upp í fjórar lestir í fyrsta róðri eftir bræluna. Tölu- verðar skemmdir urðu á netum þeirra í óveðrinu og urðu þeir að endurnýja mikið af netum. Stærri netabátarnir, Skírnir og Sigurborg, komu úr sínum fyrsta róðri á þriðjudagskvöld. Mokafli var hjá bátunum, 35 tonn hjá Skírni og 25 tonn hjá Sigurborgu. Sama aflamagn fengu bátarnir daginn eftir en síðan hefur heldur dregið úr aflanum. Þó var hann engu að síður ágætur fram að síðustu helgi en dró þá allverulega úr imMtK ferðakynning fyrir alla fjölskylduna í fíótel Akranes á sunnudaginn kl. 15. Sýndar verða myndir frá hinum ýmsu stöðum, sem Atlantik býður upp á í ferðum sínum og ferðamöguleikar kynntir. Bingó fýrir fullorðna jafnt sem börnin. Fjölmennið og takið börnin með. moivm AKRANESUMBOÐ Sveinn Guðmundsson Skólabraut 31, s. 2230 honum hjá bátunum, bæði þeim stærri og minni. Rauðsey er búin að skipta úr loðnu- veiðunum yfir á þorskanet. Hélt báturinn í sinn fyrsta netaróður á föstudag fyrir réttri viku. Strandferðaskipið Askja lagðist að bryggju Sementsverk- smiðjunnar á fimmtudag í síð- ustu viku. Hér lestaði skipið 120 tonn af sementi, sem fara eiga austur og norður um land. Tók ekki nema klukkustund að lesta skipið. Þá kom flutninga- skipið Keflavík til hafnar á laugardagsmorgun til að lesta 1600 tunnur af saltsíld frá HB & Co, sem fara eiga til Rússlands. Áður eru farnar 1200 tunnur frá fyrirtækinu á sama markað. Alls voru saltaðar 2800 tunnur fyrir Rússlandsmarkað hjá HB & Co í haust. Mikil gróska virðist vera í fyrirtækinu og er það án efa eitt best rekna útgerðarfyrirtæki landsins og til hins mesta sóma fyrir Harald Sturlaugsson og bræður hans, sem stjórna því, og hið mesta happ fyrir bæjarfélagið í heild að hafa svo styrka stoð í at- vinnulífinu sem fyrirtæki HB & Co er. Á laugardagskvöldið kom togarinn Haraldur Böðvarsson úr sínum fyrsta róðri eftir verk- fall. Landað var úr skipinu á sunnudag og mánudag 170-180 tonnum af fiski, sem var að mestu leyti karfi og hafði hann verið viku að fá þennan afla. Togarinn hélt til veiða á ný á mánudagskvöld eftir að hafa tekið ís og kassa. Rán kom að landi á laugardagskvöld. Hérna landaði báturinn 9 tonnum eft- ir fjögurra daga útivist. Togarinn Ásbjörn RE lagðist einnig að bryggju á laugardags- kvöld. Hafði hann farið fyrr um daginn frá viðleguplássi sínu hjá Þ. & E. og vélbúnaður prufukeyrður. Skipt var um vél í skipinu, settur í það nýr gír ásamt skrúfu og skrúfuhring. Það nýjasta í olísparnaði togara er að setja stærri skrúfur í skipin ásamt skrúfuhring og láta skrúfur skipanna snúast hægar. Við það mun togkraftur aukast til muna þótt vélarafl sé ekki aukið. Héðan fer togarinn fljótlega eftir helgina til Reykja- víkur. Á mánudaginn fór togarinn Sigurbjörn ÓF-1 úr höfninni og hélt að viðlegukantinum hjá Þ & E. Þar er áætlað að hann liggi á meðan verið er að breyta skipinu í frystitogara. Upphaf- lega var talið að verkið tæki hálfan fjórða mánuð. —JPP Nótin úr Víkingi hífð í land. 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.