Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 11
Leiðrétting vegna dagvistarmála - Engilbert Gu&mundsson bæjarhiHtrúi skrifan Hvers vegna má ekki nota ódýrustu lausnina? Ég sé mig tilneyddan til að leiðrétta dálítið það sem Skaga- blaðið hefur eftir mér frá síðasta bæjarstjómarfundi um dagvistun- armál. Þar er þannig frá sagt að halda mætti að ég vildi að neðri hæð Iðnskólans við Skólabraut yrði innréttuð sem dagheimili í stað þess að Ijúka við dagheimilið við Skarðsbraut. I fyrsta lagi er þess að geta að ekki hefur komið til tals að setja upp dagheimili í Iðnskólanum, heldur aðeins leik- skóla, en á þessu er munur. Á leikskóla eru bömin hálfan dag- inn en á dagheimili venjulega allan daginn, og snæða þá einnig í hádeginu. I öðro lagi tel ég að það sé forgangsmál að Ijúka við dagheimilið við Skarðsbraut, þótt sú bygging hafi reynst afskaplega dýr. Hún verður ekkert ódýrari þótt við látum hana bíða. Ég hef reyndar lagt til að reynt yrði að ná samningi við verktakann um að taka vissa þætti út úr útboðinu (einkum búnað) og leysa þá með öðram hætti. En ég er þeirrar skoðunar að við eigum fyrir alla muni að Ijúka byggingu dagheim- ilisins á þessu ár. Ég hef hinsvegar lagt það til að | neðri hæð Iðnskólans verði inn- réttuð og notuð sem leikskóii. Þessa tillögu lagði ég fyrst fram síðla árs 1982. Félagsmálaráð tók þá stras mjög vel undir tillöguna og hefur jafnt og þétt hamrað á því að fá þessa lausn á brýnasta vandanum í leikskólamálum. Af einhverri undarlegri ástæðu hefur núverandi meirihluti aldrei mátt heyra á það minnst. Og því miður held ég að hvatimar að baki áhugaleysi þeirra á málinu séu ekki mjög stórmannlegar. Frekar hafa þau í meirihlutanum viljað láta húsið standa ónotað á meðan 100 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi. Það er ekki einu sinni hægt að bera því fyrir sig að það væri svo hroðalega dýrt að koma Iðnskól- anum í þessi not. Áætlun tækni- deildar gerir ráð fyrir því að það myndi kosta um 700 þúsund krón- ur, og er vandfundin ódýrari leikskóli á landinu. Þessi lausn kæmi ekki í staðinn fyrir neitt annað heldur þyrfti hún að koma samhliða dagheimili við Skarðsbraut og einnig stækkun leikskólans við Víðigerði. Jafnvel þótt allir þessir kostir kæmust í gagnið vantar mikið upp á að þörfinni yrði fullnægt. Um það bera biðlistar og skýrslur félags- málaráðs vitni. Frammistaða meirihlutans er aumleg En það er kannski ástæða til þess að minna á að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar höfðu Afsökunarbeiðní og meira til... Skagablaðið þakkar Engilbert Skagablaðið er enginn málssvari fyrir tilskrifið en vill biðja hann meirihluta bæjarstjórnar. afsökunar á því að hafa rangt eftir Sigurður Sverrisson. honum á fundinum. Slíkt var ekki vísvitandi gert en bagalegt engu að síður. allir flokkar uppi loforð um úr- bætur í dagvistarmálum. Og í meirihlutasamningi var átak í dagvistarmálum einn megipunkt- urinn. Ef sú fjárhagsáætlun sem nú hefur verið lög fram verður samþykkt óbreytt þá verður nið- urstaðan sú að ekki eitt einasta dagvistarrými bætist við í bænum á þessu kjörtúnabili. Svo glæsi- legar eru nú efndirnar. Alþýðu- bandalagið hefur flutt breytingar- tillögur við hverja einustu fjár- hagsáætlun m.a. í þá veru að auka fé til byggingar dagheimila og leikskóla. Allt hefur það verið fellt af meirihluta bæjarstjórnar. Enn í ár verður reynt að ná fram lagfæringu, líklega með litlum árangri. Nema þá að kosninga- skjálfti sé kominn í meirihlutann og þeir komi eitthvað til móts við okkur í þessu máli. Ótilneyddur gerir meirihlutinn ekkert í dag- vistarmálum. Um það tala verkin. P.S.l. Skrif Skagablaðsins um umræður um leiktækjasal á s.l. bæjarstjórnarfundi segja meira um þann sem skrifaði en um bæjarstjórn. P.S.2. Augljóslega er rangt haft Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 Engilbert segir neðanmáls, að skrif Skagablaðsins um umræður um leiktækjasal á bæjarstjórnar- fundi segi meira um þann sem skrifaði en bæjarstjórn. Vel má vera að eitthvað sé hægt að lesa út úr umræddri frétt en hafi svo verið var það alls ekki ætlunin. Haldi Engilbert að Skagablaðið sé hlynnt leiktækjasölum þá er það misskilningur. Haldi hann að ætlun blaðsins hafi verið að gera lítið úr bæjarstjórn á einn eða annan hátt með fréttinni er það líka misskilningur. Varðandi síðari neðanmáls- sendingu Engilberts er það að segja, að hafi Jón verið að vísa til stöðu bæjarsjóðs, hefur orðið misskilningur hjá blaðamanni. Hinu má svo bæta við í lokin, að í samtali blm. við skólastjóra tónlistarskólans í síðustu viku kom einmitt fram, að rekstur skólans væri orðinn svo þungur í vöfum að lítið fé væri til fram- kvæmda. P.S. Hefði ekki verið rétt að halda leiðréttingunni og skotun- um á bæjarstjórn aðskildum í stað þess að hnýta þessu saman? Gamla Iðnskólahúsið við Skólabraut. eftir Jóni Sveinssyni í frásögn af rekstri og minna til framkvæmda umræðum um Iðnskólahúsið. áttu við bæjarsjóð, en ekki Tón- Ummæli hans um útþenslu í listarskólann. Núverandi húsnœði tónlistarskólians. Efri mynd Skólabraut 21, neðri mynd Kirkjubraut 8. Jón Kari Einarsson, skólastjóri tónlistarskólans: Um þrjósku Ágætu Akurnesingar! Sum ykkar hafið kannski haft ykkur í það að lesa greinarkorn, sem ég sendi frá mér í Bæjar- blaðið á dögunum. Þar gat ég mér þess til að fáir hefðu hugleitt betur húsnæðismál tónlistarskól- ans en ég. í síðasta tölublaði Skagablaðsins kom svo staðfest- ing á því að bæjarstjóm Akraness hefur að minnsta kosti ekki gert það. Hún hefur sem sé verið upp- tekin af öðrum vanda, nefnilega þeim hvað gera eigi við gamla Iðnskólann. Þykir mörgum í bæj- arstjórn fýsilegasti kosturinn að velta þeim vanda yfir á hendur hrekklausra manna, sem er stjórn tónlistarskólans. Tel ég að þrjóskan sem bæj- arstjórnarmaðurinn talaði um (sé rétt eftir haft) sé ekki síður á þann bóginn að bæjaryfirvöld vilji ekki gefast upp á að bjóða tónlistar- skólanum þennan eina kost og segja svo opinberlega að þetta megi teljast besti kosturinn, eins og um marga hefði verið að ræða. Ég las á sínum tíma svolítið um uppeldisfræði og þar sagði að ekki ætti að koma börnum upp á að „suða“, Ég ætla hér með að benda bæjaryfirvöldum á, að ekk- ert þýðir að suða meir um Iðn- skólahúsið við mig. Kæru Akurnesingar, mér láðist nefnilega að geta eins í pistlinum um daginn. Það er sú hugmynd okkar í stjórn skólans að byggja ofan á eina af álmum Brekku- bæjarskóla. Það yrði svo ódýr kostur, að með því að selja þær eignir sem skólinn er nú í mætti flytja inn í nýtt, fullkomið og varanlegt húsnæði með sáralitlum tilkostnaði. En það þarf kannski meiri pólitískan kjark en til er hér í bæ, að ákveða að byggja yfir svo „óarðbæra" stofnun sem tónlist- arskólinn er á tímum aðhalds, jafnvel þó það kosti lítið sem ekkert. En nú ætla ég að snúa vörn í sókn. Þannig er að ég á heima í eldhússkáp hrærivél sem ég get ekkert notað. Uti í bílskúr er heill gangur af vetrardekkjum og þetta tvennt ætla ég að selja bæjar- stjórnarmönnum. Ég veit vel, að þeir kæra sig ekkert um að eiga þetta en mér er alveg sama. Ég er í vandræðum með þetta dót og ætla mér að koma því yfir á einhvern annan. Sjái lesendur eitt- hvað sameiginlegt með þessari tilætlun minni og meintum orðum bæjarfulltrúans sem réttast taldi að einbeita sér að því að breyta Iðnskólanum í tónlistarskóla, þá er vel. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.