Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 22.03.1985, Blaðsíða 2
Eldhúskrókurinn Meira um bletti í síðustu Viðbót (sem jafn- framt var sú fyrsta í röðinni) fjölluðum við eilítið um bletti og hreinsun þeirra. Hér höldum við áfram eins og lofað var og bætum nokkrum heilræðum við. Uppsala (æla) Hér er oft nokkuð snúið vanda- mál á ferðinni og fer að vonum eftir því hvað viðkomandi lét ofan í sig áður en hann skilaði öllu upp úr sér aftur. Fyrsta ráðið er þó alltaf það, að skola blettinn með vatni. Flíkur sem má þvo í 60 gráðu heitu vatni eða heitara eru þvegnar. Vætið blettinn með upp- þvottalegi ef ekki má þvo flíkina í svo heitu vatni og látið hana liggja í a.m.k. hálfa klukkustund. Þvoið hana svo. Nuddið blettinn með samíakvatni ( 1 msk. salm- iaksspiritus í 3 dl af vatni) ef ekki má þvo flíkina. Nuddið hana að lokum með vatni. Lykt má fjar- lægja með því að nudda flíkina með vatni, sem sótthreinsandi efni (savlon eða annars konar efni) hefur verið látið út í. Fylgið annars leiðarvísi nákvæmlega. Plastmálning Fari málning af þessu tagi í föt er ekkert annað að gera en þvo þau strax upp úr köldu eða volgu vatni, þ.e. viðkomandi blett. Þetta verður að gerast strax því bletturinn lætur sig ekki fái hann að harðna. Ofnsteikt nautakjöt (Fáar hitaeiningar) Þegar birtar eru uppskriftir að gómsætum réttum í blöð- um og tímaritum er sjaldnast spáð í fjölda hitaeininga. í asanum vill það oft brenna við að ekkert er út í það hugsað hve óþarflega margar hitaeiningar eru e.t.v. í rétt- inum. Afar auðvelt er að matreiða ljúffenga rétti án þess að hitaeiningarnar skipti tugum í hverjum munnbita. Hér á eftir fer uppskrift að lúffengum nautakjötsrétti, sem ekki ætti að innihalda meira en 250 hitaeiningar í hverjum skammti. Það sem til þarf: 1 gulrót Vi blaðlaukur 450 g hryggvöðvi t.d. Vi tsk. salt ‘/2 tsk. hvítur pipar 6-7 msk. heitt vatn 25 gr smjör 4 tómatar Vitsk. lauksalt 1 msk. smáskorinn blað- laukur lítið búnt steinselja paprika, e. smekk. Matreiðsla: Hitið ofninn í 240C. Skrap- ið og þvoið gulrótina og sker- ið í þunnar ræmur. Þvoið og snyrtið blaðlaukinn og skerið síðan í fínar lengjur (á lengd- ina). Þerrið og snyrtið kjötið. Nuddið salti og pipar í það og setjið á steikingarpönnu (ef kjötið er feitt, og látið feitari hliðina snúa niður). Hellið 3 msk. af heitu vatninu yfir kjötið. Nú sett í ofn og steikt í 16-20 mín. og smurt öðru hvoru. Eftir u.þ.b. 16 mín. er kjötið enn rautt og hrátt innst, en eftir u.þ.b. 20 mín. miðlungs steikt og bleikt. Þvoið og sneiðið tómatana og raðið ofan á kjötið þegar það hefur verið u.þ.b. 12 mín. í ofninum. Þegar steikingar- tíminn er liðinn, slökkvið á ofninum en kjötið látið bíða í ofninum í 10 mín. í viðbót. Setjið kjötið á heitt fat og skerið í þykkar sneiðar þvert á trefjarnar. Setjið græn- metið ofan á og í kring og sáldrið örlítilli steinselju yfir. Ofnsverta Slíkir blettir eru afar hvimleiðir og getur verið fj... erfiðara að hreinsa þá. Sendið fatnaðinn f hreinsun eða vætið blettinn með uppþvottalegi. Látið löginn liggja á blettinum í hálftíma. Látið e.t.v. gufu leika um blettinn. Þvoið síðan flíkina eða dýfið í vatn. Opið alla daga frá kl. 8 til kl. 23.30. Föstudaga og laugardaga frá kl. 8 til 01 Tökum VISA Verið velkomin SKAGANESTI

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.