Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 3
Á sjóbirtingsveiðum í Berjadalsánni í gær —Skagablaðiö fylgist með tveimur strákum „moka“ upp fiski úr á, sem allir héklu að væri fisklaus Eins og kemur fram í forsíðu- frétt blaðsins varð uppi fótur og fit er fréttist af veiðum strákanna ungu í Berjadalsánni. Það var tíðindamaður blaðsins, sem rak augun í strákana, þar sem þeir munduðu stangirnar við ósinn og Það fór eins og okkur grunaði, að það þyrfti að koma til aukaúr- slita í getraunaleiknum. Síðasta umferð leiksins var fyrirhuguð um síðustu helgi, en þá brá svo við að efstu þátttakendumir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Páll I. Pálsson, fengu jafnmarga rétta og verða því að reyna með sér enn eina ferðina. Að gefnu tilefni skal þess getið að tvær prentvillur urðu í getraunaspánni síðast, Páll „tippaði“ 2 á WBA - Liverpool en Ragnheiður Þórðar- dóttir 1 á sama leik. Hins vegar víxluðust þessar tölur í blaðinu. Villurnar komu því á versta tíma. Því verður hins vegar ekki haggað, að Ingibjörg og Páll fengu 7 rétta sem og Hörður Helgason sem hafnaði í 3. sætinu, tveimur á eftir þeim. Þau Ingibjörg og Páll hafa bæði „tippað" fyrir úrslitaviðureignina og fer niðurstaða þeirra hér á eftir. Það þeirra, sem betur stend- ur sig að þessu sinni fær koníakið og konfektið góða. Hætt er við að keppnin verði mjög jöfn nú sem endranær því spár þeirra eru afar líkar. Níu leikir eru eins en hér koma spárnar. fer hér á eftir frásögn hans af atburðarásinni. Tekið skal fram, að það sem hér er sagt frá gerðist í gærmorgun, áður en blm. og Ijósmyndari komu á staðinn. „Eftir að hafa séð til strákanna ók ég upp að réttinni og lagði bílnum þar og gekk síðan í átt til þeirra, þar sem þeir voru við veiðarnar. A leiðinni lét ég hug- ann reika aftur til þess tíma er ég var sjálfur strákur. Þá fékkst stundum einn og einn sjóbirt- ingur í ánni, einkum þar sem stíflan var, en það var einmitt þar sem strákarnir voru við veiðarnar núna. Ekki vissi ég hins vegar til þess að eitthvað hefði fengist úr ánni eftir að vatnið var tekið úr henni að mestu og leitt hingað út á Akranes eftir vatnsveituæðun- um. Ég varð því ekki lítið hissa er ég nálgaðist strákana því ekki gat ég betur séð en þrír-fjórir sjó- birtingar lægju á bakkanum þar skammt frá þeim. I þann mund er ég kom til þeirra var þrifið hraust- lega í línuna hjá öðrum þeirra. í sömu andrá stökk 2-3 punda sjóbirtingur upp úr vatninu og margstökk síðan eins og háttur er nýgenginna silunga er þeir verða varir við öngulinn í sér. Tók of mikið á Sá strákurinn, sem ekki var með silunginn á hjá sér henti frá sér stönginni og hljóp til hins með það fyrir augum að aðstoða við að landa fiskinum. Hann kallaði til hins að taka ekki mjög fast á móti svo hann rifi ekki af eins og sá, sem þeir sögðust hafa mist rétt áður. Ég fylgdist spenntur með viðureigninni. Eftir dálitla stund var fiskurinn sjáanlega farinn að þreytast og var að mestu hættur að stökkva. Þá gerðist óhappið; fiskurinn losnaði af, stöngin rétti sig og línan lympaðist slök niður eftir ánni. Stráksi spólaði inn línunni og athugaði öngulinn. Það var ekkert að honum. — Þú tókst allt of mikið á honum, sagði hinn, sem hafði komið til aðstoðar. — Ég sá hvað stöngin svignaði svakalega hjá þér þegar hann kom á. — Sástu ekki hvað hann var stór þessi, hann var sá langstærsti, sagði sá er fiskinn missti. Eftir viðureignina gaf ég mig á tal við strákana. Þeir sögðust vera búnir að fá marga silunga. Kallið þið þetta marga, sagði ég, og benti á fiskana á bakkanum. Ég sá ekki betur en þeir væru bara 4. — Sérðu ekki plastpokann þarna, sagði sá er missti fiskinn og benti á pokaskjatta, sem lá á bakkanum. — Kíktu í hann, sagði hann svo. Ég leit ofan í pokann og mikið rétt. í honum voru margir spegil- fallegir silungar, flestir á stærð við síld. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum að þetta gæti verið að gerast í Berjadalsánni. Ég spurði strákana því hvers vegna þeim hefði dottið í hug að reyna að veiða þarna. Þeir sögð- ust hafa lesið það í blaði, að það mætti byrja að veiða 1. apríl. Þá hefði bara langað til að prófa fyrr. Annar þeirra sagðist hafa fengið nýja stöng og veiðihjól í jólagjöf og vildi endilega prófa tækin eftir að hafa lesið um veiðarnar í blaðinu. Beittu rækju Ég spurði strákana hverju þeir beittu, alveg að springa úr for- vitni. — Við ætluðum fyrst að beita maðki en við gátum hvergi fundið þá. Þá sagði frændi hans okkur að það væri gott að beita rækju, við gætum bara keypt hana úti í búð, sagði sá er fiskinn missti. Strákarnir létu ekki tefja sig við veiðarnar og tóku strax til við að renna fyrir. Eftir stutta stund var bitið á hjá öðrum þeirra og nú var ekkert verið að tvínóna við hlut- ina; stöngin tvíbent og kippt hressilega í. Að vörmu spori lá spegilfagur sjóbirtingur á bakk- anum fyrir aftan stráksa. Þetta minnti mig á gömlu góðu dagana þegar ég var sjálfur strák- ur og notaði sömu aðferð við löndun. Mjög virtist rækjan tolla illa á önglinum hjá strákunum því oft þurftu þeir að spóla inn og beita upp á nýtt,- Mér varð í þessu litið upp með ánni og sá þá ekki betur en þar stykki fiskur út við smá foss- flúð. Ég benti strákunum uppeftir og sagði þeim frá fiskinum. Þeir létu það ekki trufla sig og sögðu fullt af fiski fyrir neðan brúna. Þeir hefðu verið þar á flóðinu og fengið fjóra og misst þrjá. Þó fór svo að annar þeirra fór þangað, sem ég hafði séð fiskinn stökkva. Hann lagði frá sér rækjupokann og kastaði út í. Varla hafði beitan fyrr snert vatnið en gripið var í hana og í sömu andrá stökk spegilfagur sjóbirtingur. Stráksa virtist bregða augnablik en jafn- aði sig fljótlega og eftir skamma stund lá á bakkanum lónbúinn, sem skömmu áður synti frjáls ferða sinna um ána. Þegar hér var komið sögu fannst mér tími til kominn að láta vita af þessum tíðindum og kvaddi því strákana og hélt heim- leiðis. Ekki kæmi mér það á óvart þótt mannmargt gæti orðið við Berjadalsána um bænadagana ef vel viðrar því ekki er á hverjum degi sem slík silungsganga gengur í læk okkar Akurnesinga eins og nú virðist hafa átt sér stað.“ Mikið um sinubruna Þó nokkuð hefur verið um sinubruna að undanförnu og mik- ið hringt til lögreglunnar af þeim sökum. Foreldrar eru enn minntir á að gæta þess að börn þeirra leiki sér ekki með eldspýtur. f lokin sakar ekki að geta þess að skv. lögum eru sinubrunar bannaðir eftir 1. maí. 1 Luton - Ipswich 1 1 Norwich - Coventry 1 1 QPR - Watford 1 2 South.ton-Everton 1 2 Stoke - Arsenal 2 X Sunderl.-Chelsea 1 1 Tottenham-A. Villa 1 1 WB A - Leicester 1 1 Carlisle - Barnsley 1 X C. Palace-Sheff.U. 1 1 Fulham - Leeds 1 2 Shrewsb. -Portsmouth 2 Það var og. Nú bíður þjóðin bara spennt. Þangað til er ekki annað að gera en þakka þeim Ragnheiði og Herði fyrir þátt- tökuna, ekki geta allir unnið og ætti það að vera fáum betur ljóst en okkur Skagablaðsmönnum, svo háðuleg var okkar útreið í getraunaleiknum. En með olymp- íuhugsjónina að leiðarljósi... ,Hann er á!“ Sjóbirtingur áreginn á land. Hinn strákurinn býr sig undir að beita rækju. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.