Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 6
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Kalmansvellir 3, Akranesi, S. 2930 BOLSTRUN Klæði gömul húsgögn og gerí þau sem ný. GUNNAR GUNNARSSON, Hjaröarholti 9, s. 2223 Arnarfell sf. Múraraverktakar Sveinn A. Knútsson múrarameistari Espigrund 4, sími 2804 Heimilistölvur • Stýripinnar • Forrit • Segulbönd • Tölvupappír • Tölvumöppur Diskettur • Diskettugeymslur • Ritvélar • Reiknivélar • Videotæki • Hljómtækjasamstæður • Ferðatæki BÓKASKEMMAN skrifstofubúnaður - tölvudeild SENDIBILL til þjónustu alla daga. Hringið í sima 2622, en 2204 um kvöld og helgar. Hárgreiðslustofan ^<-5 I Vesturgötu 129 — Simi 2776 V^JCXXv/X X Opið: mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga 8.30-12 Húrgreiðslumeistari n|* Lína D. Snorradóttir Vélaleiga BIRGIS o Páll Skulason pípulagningameistari Furugrund 15, sími 2364 Leigjum ut grotur, voruDiia og lonpressui. Vélaleiga BIRGIS Kalmansvöllum 2, símar 2690-2260 TRYGGINGAR 93-2800 GARÐABRAUT 2 Höfum fyrírliggjandi allt efni til pipulagna, t.d.jám, hopar, plastfittings, blöndunartæki, stálvaska og ofna á lager. Gemm einnig tilboð í ofna. Pípulagningaþjónustan sf. Ægisbraut 27, simi 2321 Steypa - fylling - vélavinna Húsbyggjendur: Kynnið ykkur hagstæð kjör okkar, strax við upphaf byggingarinnar, það gæti borgað sig. Þorgeir og Helgi, Símar 1062 & 2390 Alhliða innrömmun Rúllugardínur • Gardínukappar • Gluggabrautir • Plaköt Innrömmun Karls Ragnarssonar Skólabraut 25a Hrdngernmgarþjónusta Tökum aö okkur allar vcnjulcgar hrcin- gcmingar svo og hrcinsun á tcppum, hiís- gögnum, bflsætum, cinnig stofnunum og stigagöngum. Sjúgum upp vatn cf flæöir. Gluggaþvottur. Ath! Kísilhrcinsun á badscttum og flísum. Valnr S. Giumarssoii Vesturgötu 163, s. 1877 Spónaplötur, allar þykktir. Grokó- stál frá Vírnet hf. Þakjárn - kross- viður. Umboð fyrir Glerborg hf. Lönd undir sumarbústaði. Trésmiðja Sigurjóns & Þorbergs hf. Þjódvegi 13, sími 1722 Vélaví Við önnumstalla kranavinnu hverju nafni sem hún nefnist. Einnig alla jarðvegsvinnu og jarðvegsskipti. Útvegum möl, sand og mold eftir óskum. Vinnum eftir tímagjaldi eða gerum tilboð. Fljót og örugg vinna. *í£!fV cvnn ikF> Faxabraut 9 SKOFLAN' Sími 1224 Bifreiðaeigendur Ljósa- og mótorstillingar, rétt- ingar og sprautanir í yfirþrýsti- klefa. ICI-lökk af litabarnum. Veitum verkstæðisþjónustu fyrir Honda, Jöfur og Ingvar Helgason Verðum með og útvegum varahluti samdægurs. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ RÍK. JÓNSSON SF. ÆGISBRAUT 23, S. 2533 Auglýsið í Skagablaðinu Mestur áhugi er á skotfimi —rættviiformann nýstofnaisskot- félags, Guðjón Pétursson Skotfélag Akraness var nýlega stofnað, eins og greint hefur verið frá í Skagablaðinu áður. Við höfðum samband við formann félagsins, Guðjón Pétursson, og spurðum um tildrög stofnunar félagsins. Hann sagði að þeir væru nokkir félagarnir, sem hefðu lengi geng- ið með þessa hugmynd í mag- anum. Þeir hefðu loks látið verða af því 27. nóvember 1984 að stofna skotfélag og væru félagar 30. Flestir á aldrinum 20-40 ára, en ekkert sérstakt aldurstakmark væri í félagið, allir gætu gengið í það, þó ekki börn. Þeir sem ekki hafa byssuleyfi geta æft undir leiðsögn og ýmist átt byssu og geymt hana í æfingahúsnæðinu, eða leigt þar byssu. Hjá skotfélögum giltu aðrar reglut um byssuleyfi en almennt gerist þar sem þau væru íþrótta- félög. Skotfélagið er búið að ganga í ÍA, og hefur sótt um húsnæðið í kjallara íþróttahúss- ins, þar er fyrirhugað að koma upp sérútbúnaði þeim sem þarf til skotæfinga, eins og vörnum, markskífum og gildrum fyrir kúl- urnar, til að forðast endurkast. Skotið varður af 25 m færi af rifflum og haglabyssum. Helsta markmið félagsins sagði Guðjón vera að stuðla að bættri meðferð skotvopna, í könnun sem gerð var meðal félaga kom í ljós að mestur áhugi var á skotfimi, það er að fólkið vill frekar skjóta í mark heldur en til dæmis stunda veiðar. Hann sagði að einnig hefði verið sótt um útiæfingasvæði en það hefði ekki gengið, þar hefðu þeir haft áhuga á að nota hreyf- anleg skotmörk, fá vél sem hendir skífum eða slíku á loft. Guðjón sagði að þessi íþrótt ætti vaxandi fylgi að fagna. Helst skorti þjálfaða leiðbeinendur, en þó væri einn slíkur væntanlegur úr Reykjavik hingað, Marteinn Markússon. Guðjón Pétursson. Góð mæting í krabbameinsleit Krabbamcinsleitinni er lokið í bili, síðasti dagurinn var í gær fimmtudaginn 28. mars. AIIs hafa 500-600 konur verið skoðaðar í vetur. Á hverjum degi eru boð- aðar 60 konur, en af þeim mæta að meðaltali 40, það er 67%. Að sögn þeirra sem vinna við þetta er mæting þessi heldur betri en í fyrravetur, þá mættu um 60%. Skipulag leitarinnar er þannig, að send eru út bréf til allra Samkomulag Samkomulag hefur orðið á milli eigenda Málningarþjónust- unnar og nágranna fyrirtækisins um viðbyggingu þess að Stillholti 16. Málningarþjónustan sótti fyr- ir löngu um tilskilin leyfi tii þess að mega byggja ofan á núverandi hús, eins og teikning þess gerir reyndar ráð fyrir, en þegar fyrir- ætlunin varð nágrönnum Ijós lögðu þeir fram mótmæli. Eftir fundahöld með hlutað- eigandi aðilum og bæjarstjórn náðist samkomulag þann 15. mars sl. þess efnis, að fyrirtækið félli frá byggingu fyrirhugaðs inn- gangs við Stekkjarholt. Við þá breytingu ákváðu hlutaðeigandi íbúar við sömu götu að falla frá mótmælum sínum. kvenna á aldrinum 20-70 ára í vissum götum. Göturnar eru teknar í stafrófsröð og tekur hver yfirferð um það bil tvö ár, en það er einmitt sá tími sem er heppi- legur á milli skoðana. Núna er aftur komið að þeim götum sem byrjað var á síðast, en aðeins er liðið eitt og hálft ár síðan þær voru teknar, þannig að nú verður gert hlé þar til í haust. Aðeins er starfað við þetta á veturna. Svo vikið sé að skoðuninni sjálfri, þá fer hún fram á sama stað og ungbarnaeftirlitið. Kon- urnar klæða sig úr og fær hver kona slopp þannig að það ætti ekki að vera fráhrindandi. Síðan er tekin skýrsla af þeim, meðal annars spurt um hvort vessi úr brjóstum, hvort blæðingar séu reglulegar, barneignir og þess háttar. Skoðunin sjálf tekur fljótt af, hún er ekkert verri en venju- leg kvenskoðun sem flestar konur þekkja. Náttúrlega ekkert nota- leg en ekki vond heldur. Aðal- málið er að slaka vel á, á meðan hún fer fram. Þetta allt tekur um það bil tíu mínútur og ættu allar konur að geta séð af þeim tíma í jafngagnlega framkvæmd. Þess má að lokum geta, að konur þurfa að borga kostnað við rannsókn- ina og var sú upphæð 400 krónur í vetur. 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.